Miðvikudaginn 11. mars 2020 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).
Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Fundargerð 95. fundar Bæjarráðs.
Ákvarðanir sem fram komu í fundargerðinni sem er 8 tl. eru staðfestir samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerð Bæjarráðs samhljóða.
Liður nr. 1 í fundargerð.
Tímabundin lántaka í formi yfirdráttarheimildar.
Bæjarráð samþykkir ósk stjórnar SORPU bs. að fá að auka tímabundið skammtímalántöku um allt að 600 mkr. umfram forsendur fjárhagsáætlunar 2020 til þess að skapa stjórnendum félagsins nauðsynlegt olnbogarými til að undirbúa endurskoðun fjárhagsáætlunar og leggja grunn að traustri fjármálastjórn félagsins.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
Til máls tóku: KPJ, MÖG, SB, GAS, SEJ
Bókun: Samfylking Seltirninga leggst gegn sölu á húsvarðaríbúð á Skólabraut. Íbúðin er staðsett í hjartarými félagsstarfs aldraðra milli matsals og samkomusals. Kjörið væri að taka íbúðina undir félagsstarf aldraðra og sameina þannig starfið undir einum hatti í félagsmiðstöð á besta stað í bænum.
Best væri að vísa málinu til öldungaráðs og fá upplýsingar um þörf og tækifæri frá starfsfólki félagsstarfs aldraðra.
Íbúðin er í eigu bæjarins og þrátt fyrir slæma rekstrarstöðu er mikilvægt að beita langtímahugsun og flýta sér ekki um of. Sveitarfélögin í kringum okkur eru að fjárfesta í félagsaðstöðu fyrir eldri borgara enda ört stækkandi hópur og félagsleg virkni ein af lykilforsendum þess að halda góðri heilsu eiga tök á að vera sem lengst í eigin húsnæði.
Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
Fundargerð 96. fundar Bæjarráðs.
Ákvarðanir sem fram komu í fundargerðinni sem er 7 tl. eru staðfestir samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerð Bæjarráðs samhljóða.
Liður nr. 3 í fundargerð. Stúkubygging við Vivaldi völlinn
Bæjarstjórn samþykkir, 3. tl. fundargerðar 96, viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2020 að fjárhæð kr. 22.980.000,- samkvæmt 1. málsl. 2 mgr. 63 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 vegna stúkubyggingar við Vivaldi völlinn. Kostnaður þessi skal greiddur af Bæjarsjóði Seltjarnarness og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
Til máls tóku: SB,
Bókun: Út er komin skýrsla frá HLH ráðgjafar um breytingar á stjórnkerfi og rekstri Seltjarnarnesbæjar. Við bæjarfulltrúar Samfylkingar Seltirninga höfum tekið þátt í þeirri vinnu af heilum hug þar sem rekstur bæjarfélagsins hefur verið ósjálfbær undanfarin ár og mikilvægt að grípa til aðgerða.
Við gengumst undir þann trúnað sem nauðsynlegur var fyrir HLH ráðgjöf til að vinna að ítarlegri úttekt og ræða breytingar sem gætu haft afleiðingar fyrir einstaklinga.
Nú er skýrslan komin út og mikilvægt að umræða fari af stað um skýrsluna og næstu skref.
Við studdum breytingar á skipuriti Seltjarnarnesbæjar enda mikilvægt að straumlínulaga og minnka yfirstjórn í ekki stærra bæjarfélagi. Við teljum að núverandi skipurit sé nær því sem eðlilegt getur talist í 4500 manna bæ.
Varðandi tillögurnar þá eru margar ágætar tillögur, en aðrar sem við teljum að kalli á frekari umræðu og samráð við stofnanir um útfærslu. Sérstaklega vekur áhyggjur hversu mikil áhersla er á að skera niður í starfi skóla, leikskóla og í frístundastarfi. Þar munum við standa vörð um fagmennsku og gæði umfram niðurskurð og sparnað.
Það er athugunarvert að af 66 tillögum, fjalla 30 um framkvæmda- og rekstrarstjórn Seltjarnarnesbæjar, þar af 15 tillögur undir liðinn “Fjárheimildir samkvæmt fjárhagsáætlun”. Þetta teljum við vera áfellisdóm yfir störf yfirstjórnar sveitafélagsins.
Við sjáum mörg og mikilvæg tækifæri í nýju skipuriti og bættum vinnubrögðum við rekstur sveitarfélagsins, en lýsum áhyggjum af því að þessi tækifæri fari forgörðum ef engin breyting verður hjá núverandi yfirstjórn Seltjarnarnesbæjar, sem hefur komið okkar góða bæjarfélagi í þessa stöðu.
Sporin hræða og hefur bæjarstjóri strax á fyrstu mánuðum þessa árs gerst sekur um áframhaldandi brot á sveitarstjórnarlögum við gerð viðauka vegna framkvæmda og ekki tekist að halda utan um endurskipulag stofnanna í sátt við íbúa og starfsfólk.
Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
Bókun við 4. lið 96. fundargerðar Bæjarráðs
Bæjarstjórnarfundur nr. 905, 11. mars 2020
Bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslista óskar eftir því að eftirfarandi verði bókað í fundargerð:
Út er komin skýrsla rituð af HLH ráðgjöf ehf. (HLH) um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar. Á síðustu fjórum uppgjörsárum (2015-2018) er uppsafnaður halli á rekstri A-hluta bæjarsjóðs tæpar 572 milljónir króna. Aðeins tókst að reka bæjarfélagið án halla á einu ári af þessum fjórum, árið 2016 þegar 3,6 milljón króna afgangur varð á rekstri A-hluta. Athyglisvert er að ef útsvasprósenta Seltjarnarness hefði verið sú sama og hjá nágrannasveitarfélaginu Kópavogi, sem einnig lýtur stjórn Sjálfstæðisfólks, hefði rekstur bæjarins verið sjálfbær á þessum tíma, skilað um 14 milljón króna afgangi á tímabilinu.
Viðreisn/Neslisti og Samfylking Seltirninga hvöttu til þess í upphafi þessa kjörtímabils að fjárhagur bæjarins yrði skoðaður af utanaðkomandi aðila og undirritaður fagnar því að úttekt HLH sé lokið. Upplegg vinnu HLH var að skoða hvernig mætti lækka kostnað miðað við óbreytt þjónustustig í bænum.
Tillögur HLH eru 66 talsins og miðast allar við að kostnaður við rekstur bæjarins lækki. Þá hvetur HLH til bættra vinnubragða við stjórnun bæjarins og lagði til skipulagsbreytingar sem að hluta hafa verið gerðar. Engar að tillögum hans miða að því að auka tekjur bæjarins.
Það sem stingur í augun við lestur skýrslunar er að ýmsir mælikvarðar sem skýrsluhöfundur setur upp skuli ekki vera hluti af daglegri stjórnun bæjarins. Faglegir stjórnendur allra rekstrareininga, smárra sem stórra, einkarekinna sem opinberra gera sitt besta til að safna á hverjum tíma nægilega vönduðum gögnum til að taka upplýstar ákvarðanir um reksturinn. Af lestri skýrslunnar og af vinnunni í tengslum við skil skýrslunnar til bæjarins má ráða að stjórnendur Seltjarnarnesbæjar hafi ekki sinnt að fullu þeirri skyldu sinni að undirbyggja ákvarðanir um meðferð fjármuna bæjarbúa með fullnægjandi gagnaöflun.
Þá er grafalvarlegt, sem kemur fram í skýrslunni, að stjórnendur bæjarins hafi ítrekað farið á svig við sveitarstjórnarlög þegar auknar fjárheimildir hafa verið gefnar án viðeigandi samþykktar viðauka við fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.
Karl Pétur Jónsson -
Fundargerð 17. fundar Öldungaráðs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 381. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundur í stjórn Reykjanesfólkvangs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 188. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 317. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SEJ, MÖG, GAS, BTÁ, GAS
-
Fundargerð 879. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 92. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
Tillögur og erindi: -
a) Samþykkt um bílastæðasjóð Seltjarnarnesbæjar lögð fram til síðari umræðu.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
b) Auglýsing um gjaldskrá v/stöðvunarbrota í Seltjarnarnesbæ lögð fram til síðari umræðu.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
Fundi slitið kl. 17:45