Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).
Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
Samþykkt að bæta við lið 12b við áður útsendri dagskrá.
-
Fundargerð 92. fundar Bæjarráðs.
Ákvarðanir sem fram komu í fundargerðinni sem er 13 tl. eru staðfestir samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Bæjarráðs samhljóða.
Til máls tóku: GAS, ÁH, KPJ, SB
-
Fundargerð 98. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina sem er 9 tl.
Til máls tóku: GAS, ÁH, BTÁ -
Fundargerð 304. fundar Skólanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SB, KPJ, ÁH
-
Fundargerð 440. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 298. fundar Umhverfisnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 420. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: GAS, ÁH
-
Fundargerð 380. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 50. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 315. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 417. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 878. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram.
Tillögur og erindi:
-
a) Málsnúmer 2020010250
Málefni skíðasvæðanna - frá 480. fundi SSH. Stjórn SSH vísaði fyrirliggjandi drögum að viðauka við Samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018 til umræðu og afgreiðslu aðildarsveitarfélaganna. Erindið tekið fyrir á bæjarráðsfundi 23. Janúar sl. og samþykkt og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt með 7 atkvæðum að veita bæjarstjóra heimild til undirritunar fyrirliggjandi viðauka við Samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018.
Til máls tóku: MÖG, GAS
b) Málsnúmer 2018110047 Tillaga um útboð á ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.
Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var kynnt fyrir fjölskyldunefnd á fundi nefndarinnar 21. janúar 2020. Á fundinn mættu Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH og Þórdís Linda Guðmundsdóttir, frá skrifstofu Velferðarsviðs Reykjavíkur og fulltrúi í undirbúningsnefnd um framhald þjónustunnar. Kynntu þau drög að sameiginlegum reglum fatlaðra grunnskólabarna og viðauki við þjónustulýsingu, einnig drög að sameiginlegri akstursþjónustu fatlað fólks, þjónustulýsingu á höfuðborgarsvæðinu og sameiginlegar reglur. Drögin samþykkt og vísað til bæjarráðs.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóoða fyrir sitt leyti að heimila Strætó bs. að annast sameiginlegt útboð með Reykjavík, Mosfellsbæ og Garðabæ á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk á grundvelli fyrirliggjandi draga að samningi, sameiginlegum reglum og þjónustulýsingu, sem fjölskyldunefnd hefur yfirfarið og lagt til að yrði samþykkt í bæjarstjórn.
Til máls tóku: SB, ÁH, BTÁ,
c) Tillögur að nýjum nefndarmönnum.
Tilkynnum hér með að Þorleifur Örn Gunnarsson hefur flutt lögheimili sitt af Seltjarnarnesi og óskar lausnar frá störfum sínum sem bæjarfulltrúi og nefndarmaður. Nýjar tilnefningar Samfylkingar Seltirninga í nefndir eru eftirfarandi og óskum við að þær verði teknar fyrir á bæjarstjórnarfundi.
Skipulags- og umferðarnefnd:
Aðalmaður: Karen María Jónsdóttir – Miðbraut 1 – kt. 101275-5319
Varamaður: Stefán Bergmann – Hamarsgötu 2 – kt. 020742-4889
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða
Umhverfisnefnd:
Aðalmaður: Stefán Bergmann – Hamarsgötu 2 – kt. 020742-4889
Varamaður: Karen María Jónsdóttir – Miðbraut 1 – kt. 101275-5319
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða
Svæðisskipulagsnefnd SSH:
Karen María Jónsdóttir – Miðbraut 1 – kt. 101275-5319
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða
Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis:
Aðalmaður: Magnús Rúnar Dalberg – Nesbala 106 – kt. 170148-7899
Varamaður: Stefán Bergmann – Hamarsgötu 2 – 020742-4889
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða
Menningarnefnd:
Aðalmaður: Sigríður Soffía Níelsdóttir – Miðbraut 27 – kt. 080785-2249
Varamaður: Stefanía Helga Sigurðardóttir – Tjarnarból 4 – kt. 021298-3019
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða
Til máls tóku: MÖG, GAS
Fundi slitið kl. 17:30