Fara í efni

Bæjarstjórn

13. nóvember 2019

Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Þorleifur Örn Gunnarsson (ÞÖG).

Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 (2020-2023) – fyrri umræða – lögð fram.

    Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri fylgdi úr hlaði frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2020 - 2023. Bæjarstjóri lagði fram greinargerð þar sem helstu markmið og niðurstöður eru raktar nánar.

    Bæjarstjóri lagði til að vísa frumvarpinu til síðari umræðu í bæjarstjórn.

    Samkvæmt frumvarpinu eru niðurstöður A og B hluta þessar:

    2020:
    Tekjur: 4.705.823.746,
    Gjöld: 4.315.616.477
    Niðurstaða án fjármagnsliða: 212.788.103

    Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (150.331.077)

    Rekstrarniðurstaða 62.457.025

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2020 til síðari umræðu í bæjarstjórn og til frekari vinnslu í bæjarráði.

    Til máls tóku: ÁH, GAS,

  2. 3ja ára áætlun árin 2021-2023 – fyrri umræða – lögð fram.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2021 - 2023 til síðari umræðu í bæjarstjórn og til frekari vinnslu í bæjarráði.

  3. Fundargerð 88. fundar Bæjarráðs.

    Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni sem er 11.tl eru staðfestir samhljóða.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lið nr. 6

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Bæjarráðs.

    Til máls tóku: ÁH, SEJ, GAS, KPJ

    Fundargerð 89. fundar Bæjarráðs.

    Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni sem er 6 tl. eru staðfestir samhljóða.

    Ákvörðun um lið 3 frestað til næsta fundar.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Bæjarráðs.

    Til máls tóku: GAS, ÁH, KPJ,

  4. Fundargerð 94. fundar Skipulags- og umferðarnefndar ásamt bréfi dags.21. október 2019: „Tillaga að breyttu deiliskipulagi Bygggarða, umsögn og svör skipulags- og umferðarnefndar við athugasamdum ykkar.“

    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 94 voru borin upp til staðfestingar:

    Mál nr. 2019050123
    Heiti máls: Áformuð breyting á færslu Korpulínu. Verklýsing til kynningar.
    Lýsing: Drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur lögð fram til kynningar, sbr., 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. einnig lög um umhverfismat áætlana, nr. 105/2006.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemd við drögin og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál nr.
    2018090207
    Heiti máls: Deiliskipulag fyrir Bygggarða - umsókn um breytingu á deiliskipulagi.
    Lýsing: Tillaga að breyttu deiliskipulagi Bygggarðasvæðis á Seltjarnarnesi. Svör við athugasemd dags. 7. ágúst 2019 við breyttu deiliskipulagi lögð fram til kynningar og afgreiðslu.
    Afgreiðsla: Svarbréf skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 21. október 2019, lagt fram og samþykkt.
    Forseti bæjarstjórnar Magnús Örn Guðmundsson, vék af fundi undir þessum lið og tók Sigrún Edda Jónsdóttir við stjórn undir þessum lið
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
    Magnús Örn Guðmundsson tók aftur við fundarstjórn.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina sem er 16 tl.
    Til máls tóku: GAS

  5. Fundargerð 418. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð 296. fundar Umhverfisnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerð 378. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerð 48. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.

    Fundargerðin lögð fram.

  9. Fundargerð 415. fundar stjórnar SORPU bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  10. Fundargerð 478. fundar stjórnar SSH.

    Fundargerðin lögð fram.

  11. Fundargerð 875. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

    Fundargerðin lögð fram.

  12. a) Samkomulag um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu lagt fram.
    Fimmtudaginn 24. október 2019, kl. 08:15 kom Bæjarráð Seltjarnarness saman til fundar á bæjarskrifstofunum og var eftirfarandi bókað:
    Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Sigurþóra Bergsdóttir, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.

    Málsnúmer 2019090451 – Samkomulag um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu.
    Bréf SSH dags. 30.09.2019, lagt fram samkomulag ríkis og SSH um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu 2019-2033 ásamt fylgigögnum. Samkomulag um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum, þar með talið innviðum almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til 15.

  1. Samkomulag varðandi rekstur almenningssamgangna á höfuðborgaarsvæðinu Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

    Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdarstjóri SSH og Hrafnkell Á Proppé svæðisskipulagsstjóri SSH fóru yfir samkomulagið, staðreyndir og tölur samkomulagsins.
    Bæjarráð samþykkir að vísa samkomulagi ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum, sem undiritað var af fulltrúum sveitarfélaganna 26. september sl., til fyrri umræðu í bæjarstjórn, sbr. 3.tl. 1. mgr. 15. gr. samþykktar um stjórn Seltjarnarnesbæjar.
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til síðari umræðu í bæjarstjórn
    Til máls tóku: MÖG, SEJ, GAS, KPJ, ÞÖG, ÁH

    b. Erindi frá Neslista/Viðreisn varðandi byggingu nýs leikskóla lagt fram frá síðasta bæjarstjórnarfundi:
    Bæjarstjóri lagði fram svör við fyrirspurn Neslista/Viðreisn.

Til máls tóku: ÁH, KPJ, GAS

Fundi slitið kl.18:00


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?