Miðvikudaginn 23. október 2019 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Þorleifur Örn Gunnarsson (ÞÖG).
Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
- Fundargerð 301. fundar Skólanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: ÞÖG, SEJ - Fundargerð 437. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: - Fundargerðir 414. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 477. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 185. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Fundargerðin lögð fram. - Tillögur og erindi:
a) Erindi frá Neslista/Viðreisn varðandi byggingu nýs leikskóla.
Fyrirspurn:
Undrabrekka - Staða á áformum um byggingu 300 barna leikskóla á Seltjarnarnesi
- 17. maí sl. voru úrslit í hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla kynnt. Hver er staðan á hönnun hússins?
- Hefur verið samið við arkitektastofuna og hver er fyrirhugaður kostnaður við hönnun byggingarinnar?
- Hver er áætlaður kostnaður við byggingu nýja leikskólans?
- Með hvaða hætti sér bæjarstjóri fyrir að bygging nýja leikskólans verði fjármögnuð?
- Hvenær býst bæjarstjóri við að starfsemi geti hafist í nýja leikskólanum?
- Hvenær er áætlað að hafist verði handa við byggingu leikskólans?
- Verður allt húsið byggt í einu, eða verður það byggt í áföngum?
- Er ætlunin að byggja nýja leikskólann á ráðhúsreitnum og núverandi leikskólalóð, eða fer hluti svæðisins undir nýbyggingar?
Karl Pétur Jónsson.
Til máls tóku: KPJ, GAS, ÁH, MÖG
Fundi slitið kl. 17:09