Fara í efni

Bæjarstjórn

09. október 2019

Miðvikudaginn 9. október 2019 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Ásgerður Halldórsdóttir ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 86. fundar bæjarráðs frá 26/9/19.

    Staðfesta þarf eftirfarandi liði:

    Málsnúmer 2019090381 – Reglur Seltjarnarnesbæjar um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Erindi samþykkt á fundi fjölskyldunefndar á fundi ráðsins 19.09.2019, varðandi reglur um greiðslu lögmannskostnaðar, vísað til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir reglur um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og vísar til staðfestingu bæjarstjórnar frá 1. janúar 2020.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

    Málsnúmer 2019080198 – Reglur um fjárhagsaðstoð. Erindi samþykkt á fundi fjölskyldunefndar á fundi ráðsins 19.09.2019 varðandi endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð hjá Seltjarnarnesbæ, vísað til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir tillögur fjölskyldunefndar og vísar til staðfestingu bæjarstjórnar frá 1. janúar 2020.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

    Málsnúmer 2019010199 – Auglýsing um gjaldskrá vegna stöðvunarbrota.
    Lögð fram auglýsing um gjaldskrá vegna stöðvunarbrota í samræmi við stofnun bílastæðasjóðs Seltjarnarnesbæjar. Bæjarráð samþykkir auglýsinguna og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

    Fundargerðin sem er 10 tl. er samþykkt samhljóða.
    Til máls tóku:GAS,ÁH.

    Fundargerð 87. fundar bæjarráðs frá 2/10/19.
    Staðfesta þarf eftirfarandi liði:

    Málsnúmer 2019090384 – Húsnæðisbætur/sérstakar húsnæðisstuðningur. Erindi samþykkt á fundi fjölskyldunefndar á fundiráðsins 19.09.2019 varðandi nýtt viðmið til greiðslu húsnæðisstuðnings, vísað til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir erindið frá áramótum 2020 og vísar til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

    Fundargerðin sem er 11 tl. er samþykkt samhljóða.
    Til máls tóku:GAS, ÁH, KPJ, SEJ, MÖG.

  2. Fundargerð 93. fundar Skipulags-og umferðarnefndar frá 25/9/19.

    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 93 voru borin upp til staðfestingar:

    Mál nr. 2019080750

    Heiti máls: Efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík, breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, aðalskipulagi Reykjavíkur og nýtt deiliskipulag.

    Lýsing: Breyting á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 og aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík, lagt fram til kynningar sbr. 24 gr. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana ásamt nýju deiliskipulagi fyrir Álfsnesvík sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við auglýstar skipulagsbreytingar á efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar samhljóða.

    Mál nr. 2019080751
    Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuhæð.
    Lýsing: Breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuhæð, breytt landnotkun og fjölgun íbúða lagt fram til kynningar sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillögur um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem gera ráð fyrir breyttri landnotkun á Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar samhljóða.
    Fundargerðin samþykkt samhljóða.
    Til máls tóku:

  3. Fundargerð 137. fundar Veitustofnana frá 30/9/19.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku:

  4. Fundargerð 15. fundar Öldungaráðs frá 1/10/19.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku:

  5. Fundargerð 377. fundar samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins bs. frá 1/10/19.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku:

  6. Fundargerð 413. fundar Sorpu bs. frá 27/9/19.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku:

  7. Fundargerð 184. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 20/9/19

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku:

  8. Fundargerðir 475. og 476. fundar stjórnar SSH frá 9/9/19 og 25/9/19.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

    Til máls tóku:GAS.

  9. Fundargerð 874. fundar stjórnar Samb. ísl. Sveitarfélaga frá 27/9/19.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku:

  10. Tillögur og erindi:

    1. Tillaga um viðbótargreiðslur v/álags við fjölgun deilda frá 01/09/2019 lögð fram.

      Deildarstjórar, leikskólakennarar, aðrir háskólamenntaðir starfsmenn og leikskólaliðar fái sem nemur 2 TV einingum, sem mánaðarlega viðbótargreiðslu vegna álags við fjöldun deilda, greiddar verði fjórar 2 TV-einingar samtals kr. 22.000.- m.v. 100% starfshlutfall.

      Guðmundur Ari Sigurjónsson

      Sigurþóra Bergsdóttir

      Til máls tók: GAS, SEJ, MÖG,

      Tillagan borin upp, 3 á móti og 3 með, tillagan felld að jöfnu.

    2. Málefni hitaveitu Seltjarnarness lögð fram. Fyrirspurn frá síðasta bæjarstjórnarfundi frá Karli Pétri Jónssyni, bæjarfulltrúa. Svar bæjarstjóra lagt fram.

Fundi slitið kl. 17:21

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?