Fara í efni

Bæjarstjórn

21. ágúst 2019

Miðvikudaginn 21. ágúst  2019  kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ),  Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri,  ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson  setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 82. fundar Bæjarráðs.
    Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni er 20 tl. eru staðfestar samhljóða.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Bæjarráðs.

    Liður nr. 4 í fundargerð málsnúmer 2019030069.
    Bæjarstjórn samþykkir, 4. tl. fundargerðar 82, viðauka 1 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 10.000.000,- samkvæmt 1. málsl. 2 mgr. 63 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Okkar Nes kr. 10.000.000,- falli niður á árinu 2019 og fært til hækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    Liður nr. 5 í fundargerð málsnúmer 2017090205.
    Bæjarstjórn samþykkir, 5. tl. fundargerðar 82, viðauka 2 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 28.374.500,-,- samkvæmt 1. málsl. 2 mgr. 63 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 vegna frágangs á lóð við Íþróttamiðstöð og Félagsheimili. Kostnaður þessi skal mætt með lækkun á öðrum lið á fjáhagsáætlun, Mýrarhúsaskóli klæðning um sömu fjárhæð.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
    Til máls tóku: SB, GAS, ÁH

  2. Fundargerð 91. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 91 voru borin upp til staðfestingar:

    Mál nr. 2019060290
    Heiti máls: Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Íbúðarbyggð og blönduð byggð.
    Lýsing:
    Um er að ræða breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Með verklýsingu eru boðaðar umfangsmiklar breytingar á AR2010-2030, sem einkum varða stefnu um íbúðarbyggð,  markmið í húsnæðismálum, þéttleika byggðar og forgangsröðun uppbyggingar.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við Aðalskipulagsbreytingu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál nr. 2019060293
    Heiti máls: Deiliskipulag Melhúsatúns – fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi - Selbraut 80.
    Lýsing:
    Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi. Tillaga að bílskúr fyrir Selbraut 80.
    Afgreiðsla:
    Erindinu vísað til grenndarkynningar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir húseigendum Selbrautar 76, 78, 82 og 84 og Sæbrautar 20 og 21. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál nr. 2019040150
    Heiti máls: Selbraut 42.
    Lýsing: Umsókn um breytingu á deiliskipulagi. Samþykki nágranna lagt fram til kynningar.
    Afgreiðsla:
    Skipulagsnefnd metur breytinguna, þ.e. stækkun byggingarreits vegna skála óverulega og til samræmis við áður útgefið byggingarleyfi fyrir Selbraut 36. Því er hér um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning fór fram og bárust engar athugasemdir. Nefndin samþykkir að vísa málinu til byggingarfulltrúa sem auglýsir deiliskipulagsbreytinguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál nr. 2019010199
    Heiti máls: Bílastæðasjóður Seltjarnarnesbæjar.
    Lýsing:
    Samþykkt um bílastæðasjóð Seltjarnarnesbæjar og gjaldskrá lögð fram til samþykktar.
    Afgreiðsla:
    Samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál nr. 2019010166
    Heiti máls: Sæbraut 6.
    Lýsing: Umsókn um stækkun á bílskúr. Grenndarkynning eigenda lögð fram kynningar.
    Afgreiðsla:
    Grenndarkynning fór fram og bárust engar athugasemdir. Nefndin samþykkir að vísa málinu til byggingarfulltrúa sem auglýsir deiliskipulagsbreytinguna sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál nr. 2019060285
    Heiti máls: Umhverfisstofnun.
    Lýsing:
    Beiðni um leyfi til að setja upp upplýsingaskilti um vöktunarsvæði. Samþykkt 26.06.2019.
    Afgreiðsla:
    Nefndin staðfestir afgreiðsluna.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina sem er í 15 liðum.

    Fundargerð 92. Fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 92 voru borin upp til staðfestingar:

    Mál nr. 2019070077
    Heiti máls: Aðalskipulag Hafnarfjarðar.
    Lýsing:
    Skipulagslýsing lögð fram til umsagnar – Þjóðlenda, breytt mörk sveitarfélaga.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við verkefnislýsinguna.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina sem er í 13 liðum.
    Til máls tóku: GAS, KPJ,RJ ÁH

  3. Fundargerð 294. fundar Umhverfisnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerð 136. fundar Veitustofnana.
    Fundargerðin lögð fram.
    Bæjarstjórn staðfestir samhljóða samþykkt Veitustjórnar fyrir fráveitu Seltjarnarness og vísar til umfjöllunar og samþykkis heilbrigðisnefndar, sbr. ákvæði 59. gr. laga um hollustuhætti.
    Til máls tóku: ÁH, GAS

  5. Fundargerð 872. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerðir 409. og 410. fundar stjórnar SORPU bs.
    Fundargerðirnar lagðar fram.

  7. 306. og 307. fundur stjórnar Strætó bs.
    Fundargerðirnar lagðar fram.

  8. 472. Fundur stjórnar SSH.
    Fundargerðin lögð fram.

  9. Tillögur og erindi:
    Kosning fulltrúa í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks sbr. bæjarstjórnarfund frá 8. maí 2019.
    Bæjarstjórn samþykkir skipan fulltrúa minnihlutans í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks. Samráðshópurinn er skipaður samkvæmt 2. mgr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, sbr. 10. gr. laga nr. 37/2018.

    Skipað af bæjarstjórn aðalmenn:
    Hildigunnur Gunnarsdóttur, Melabraut 40
    Arnþór helgason, Tjarnarbóli 14
    Karl Pétur Jónsson, Barðaströnd 5

    Til vara:
    Erlendur Magnússon, Miðbraut 31
    Sigrún Edda Jónsdóttir, Selbraut 84
    Sigurþóra Bergsdóttir,  Nesvegi 123

Fundi slitið kl. 17:18

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?