Miðvikudaginn 26. júní 2019 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Sigríður Sigmarsdóttir (SS), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Þorleifur Örn Gunnarsson (ÞÖG) mætti á fund undir lið 2) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).
Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Kosning forseta bæjarstjórnar samkvæmt 7. gr. bæjarmálasamþykktar.
Magnús Örn Guðmundsson kjörinn forseti með 4 atkvæðum en 2 sátu hjá.
Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar var kjörinn Sigrún Edda Jónsdóttir með 4 atkvæðum en 2 sátu hjá.
Annar varaforseti bæjarstjórnar var kjörinn Bjarni Torfi Álfþórsson með 4 atkvæðum en 2 sátu hjá.
-
Kosning skv. 56.gr. bæjarmálasamþykktar.
Kosning í bæjarráð verði óbreytt frá fyrra ári.
Aðalmenn:
Magnús Örn Guðmundsson
Sigrún Edda Jónsdóttir
Guðmundur Ari Sigurjónsson
Varamenn:
Bjarni Torfi Álfþórsson
Ásgerður Halldórsdóttir
Sigurþóra Bergsdóttir
Einnig er lagt til að fulltrúi N-lista verði áheyrnafulltrúi í bæjarráði.
Samþykkt samhljóða.
-
Kosning í fulltrúaráð SSH.
Fulltrúaráð SSH (Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu). Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara til eins árs í senn skv. samþykktum samtakanna frá 1. mars 2002.
Aðalmenn: Varamenn:
Magnús Örn Guðmundsson Sigrún Edda Jónsdóttir
Guðmundur Ari Sigurjónsson Sigurþóra Bergsdóttir
Samþykkt samhljóða.
-
Fundargerð 81. fundar Bæjarráðs.
Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni er 5 tl. eru staðfestar samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Bæjarráðs.
Til máls tóku: KPJ, SB, ÁH
-
Fundargerð 299. fundar Skólanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: ÞG, SEJ, KPJ
-
Fundargerð 433. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SB
-
Fundargerð 376. fundur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 305. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 182. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: ÞG
-
Fundargerð 89. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 89 var borin upp til staðfestingar:
Mál nr. 2018080508
Heiti máls: VSÓ ráðgjöf
Lýsing: Eiðistorg - lóðarblöð.
Afgreiðsla: Lóðarblöðin eru samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
Til máls tóku: ÁH
-
Tillögur og erindi:
a) Bæjarstjóri lagði til að orlof bæjarfulltrúa verði í júlí.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi tillögu:
„Með vísan til 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 svo og samþykktar um stjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir bæjarstjórn að fella niður fund bæjarstjórnar í júlí. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verður boðaður með dagskrá sem send verður bæjarfulltrúum 21. ágúst 2019.
Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullt umboð til afgreiðslu mála meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur, svo sem mælt er fyrir um í 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga“.Til máls tóku: ÁH
Fundi slitið kl. 17:20