Fara í efni

Bæjarstjórn

08. maí 2019

Miðvikudaginn 8. maí  2019  kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ),  Þorleifur Örn Gunnarsson (ÞÖG) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri,  ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson  setti fund og stjórnaði.

 

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Lagður var fram ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018, síðari umræða.

    Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mætt Guðný Helga Guðmundsdóttir endurskoðandi frá KPMG.

    Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri ræddi ársreikning 2018 og gerði grein fyrir niðurstöðum hans.

    Bæjarstjóri lagði til við bæjarstjórn að samþykkja ársreikninginn fyrir árið 2018.  Fyrir hönd bæjarstjórnar við ég senda öllu starfsfólki Seltjarnarnesbæjar sérstakar þakkir fyrir að standa vel að rekstri bæjarfélagsins á árinu 2018 og fyrir þá miklu eljusemi og ábyrgð sem sýnd hefur verið.

    Forseti bar upp ársreikning bæjarins og stofnana hans í einu lagi.  Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 er samþykktur samhljóða og afgreiddur skv. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

    Gert var fundarhlé til að undirrita ársreikning 2018 frá kl.17:11

    Fundur aftur settur kl.17:17

    Forseti gaf orðið laust og fór fram stutt umræða um ársreikninginn eins og hann liggur fyrir eftir fyrri umræðu.

    Til máls tóku: SB, KPJ, ÁH, SEJ

     

    Bókun meirihlutans:
    Samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 sem tóku gildi í ársbyrjun 2012 ber sveitarstjórn að sjá til þess að rekstri, fjárfestingum og ráðstöfun eigna og sjóða sé þannig hagað á hverjum tíma að sveitarfélagið muni til framtíðar geta sinnt skyldubundnum verkefnum sínum samkvæmt 64. grein. Framangreindri skyldu skulu sveitarstjórnir m.a. fullnægja með því að samanlögð heildarútgjöld til rekstrar vegna A og B hluta séu á hverju ári ekki hærri en nemur samanlögðum reglulegum tekjum.

    Samþykkt fjárhagsáætlun á hverju ári er stýritæki til að fylgjast með og bera saman við rauntölur. Verksviði stjórnenda einstakra sviða og stofnana er að fylgjast með því að fjárhagsáætlunum sé framfylgt og að bregðast við ef út af bregður, hvort sem frávik varða rekstur eða framkvæmdir. Mikilvægt er að lögð sé fram vönduð fjárhagsáætlunargerð og eftirlit með þróun raunkostnaðar sé mjög virkt, en það er eitt áhrifamesta stjórntæki í rekstri hvers bæjarfélags.

    Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs var neikvæð um 264 millj. kr skýrist niðurstaðan á árinu 2018 m.a. vegna   umframkostnaðar í málefnum fjölskyldusviðs, fræðslusviðs, eignasjóðs og gjaldfærsla vegna Brúar lífeyrissjóðs.

    Mikil fjölgun barna á leikskólaaldri á liðnu ári í bæjarfélaginu ber að fagna, en til að halda úti sama þjónustustigi var tekin ákvörðun um að opna þrjár leikskóladeildir og ráða 15 nýja starfsmenn á miðju ári. Þessi ákvörðun hafði auðvitað í för með sér aukin útgjöld sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

    Fjárfestingar voru veigamiklar á liðnu ári en fjárfest var fyrir rúma tvo milljarða og stærsti liðurinn er hjúkrunarheimilið og stækkun íþróttamiðstöðvar. Hjúkrunarheimilið er nú komið í notkun og hafa tuttugu íbúar flutt þar inn í dag.

    Útsvar okkar er 13,7% sem er langt undir því hámarki sem sveitarfélögin hafa heimild til.

    Ársreikningur bæjarins fyrir árið 2018, sýnir að leita þar leiða til sparnaðar í rekstri bæjarins, skoða þarf vel alla kostnaðarliði sem ekki eru lögbundnir.

    Meirihlutinn þakkar minnihlutanum gott samstarf á liðnu ári.

    Ásgerður Halldórsdóttir (sign), Magnús Örn Guðmundsson (sign), Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Sigrún Edda Jónsdóttir (sign),

    Bókun Samfylkingar og Neslista/Viðreisnar:
    Bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar Seltirninga og Neslista/Viðreisnar við seinni umræðu ársreiknings Seltjarnarnesbæjar 2018.

    Bæjarfulltrúar lýsa áhyggjum yfir versnandi fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar.
    Fyrir liggur að A hluti bæjarsjóðs var rekinn með 264 milljóna halla á árinu 2018 sem er um 324 milljónum frá því sem áætlun gerði ráð fyrir.  Ennfremur er ljóst að þegar tvö þriggja ára tímabil eru skoðuð - það er 2016-2018 og 2017-2019 - er rekstrarjöfnuður neikvæður.
    Það er þvert á viðmið sveitarstjórnarlaga sem kveða á um að bæjarstjórn eigi að sjá til þess að rekstrarjöfnuður A og B hluta séu á hverju þriggja ára tímabili jákvæður.
    Þessi staða er grafalvarleg og mun ef ekkert verður að gert hafa alvarleg áhrif á getu sveitarfélagsins til að veita íbúum sínum góða þjónustu.

    Í skýringum endurskoðanda bæjarins koma fram nokkrar athugasemdir sem vert er að skoða.
    Útgjöld umfram fjárhagsáætlun eru háð samþykki bæjarstjórnar, sem samþykkja þarf viðauka við fjárhagsáætlun. Á árinu 2018 stóðu stjórnendur bæjarins ítrekað fyrir útgjöldum umfram gildandi fjárhagsáætlun án þess að sækja heimild til bæjarstjórnar. Þá tóku stjórnendur bæjarins 1.150 milljóna lán án þess að sækja til þess heimild bæjarstjórnar.

    Í núverandi ársreikningi liður sem kallaður er „óleyst fjárþörf“, Færsla sem þessi er sjaldséð í ársreikningum sveitafélaga -  í raun ekkert annað en bókhaldsleg redding sem sett er inn til að fjármögnunarhreyfingar gangi upp.  Ekki var settur fram viðauki við fjárhagsáætlun til að taka nýtt lán fyrir þessu fé, heldur var lán tekið upp á 1.150 milljónir án viðauka við fjárhagsáætlun

    Kaup sveitarfélagsins á húseigninni Ráðagerði, sem er fjárfesting upp á 100 milljónir, var ákveðin án viðauka því ekki var gert ráð fyrir þeim kaupum í fjárhagsáætlun.  Fjárfestingaráætlun er raunar líkari skáldskap en raunverulegri áætlun þar sem raunfjárfestingar voru í engu samræmi við áætlun bæjarins.   Það hlýtur að valda verulegum áhyggjum varðandi áætlanir næstu þriggja ára.

    Farið var verulega fram úr áætlunum bæði í Félagsþjónustu (50 milljónir) og í rekstri skóla (yfir 100 milljónir) án þess að sótt væri til bæjarstjórnar leyfi til þess með viðauka við fjárhagsáætlun.
    Þetta eru ekki góð vinnubrögð og ekki fallið til að auka traust bæjarbúa á fjármálastjórn bæjarins.

    Í ljósi rekstrarniðurstöðu ársins 2018 er gagnlegt að skoða áætlun fyrir árið 2019. Í ljósi stöðunnar í efnahagsmálum er ástæða til að óttast að sú áætlun verði enn minna í samræmi við niðurstöðu en árið 2018.  Sem dæmi er handbært fé skv. ársreikningi 2018 við lok árs rúmar 317 milljónir, áætlun um árið 2019 sem samþykkt var í nóvember gerir ráð fyrir að handbært fé í upphafi árs sé 1.100 milljónir. Þar munar 750 milljónum á því hvað stjórnvöld bæjarins telja sig munu eiga í handbæru fé og því sem raunin varð.

    Á meðan hallarekstur bæjarins er viðvarandi og dökk ský hrannast upp í efnahagslífinu er nauðsynlegt að fólk sem kosið hefur verið til ábyrgðarstarfa fyrir bæinn vinni saman af einurð. Vinnubrögð sem tíunduð hafa verið hér eru óboðleg. Þau lýsa skorti á virðingu gagnvart því fólki sem kaus sér bæjarstjórn fyrir ári síðan. Íbúar bæjarins eiga það skilið að allir kjörnir fulltrúar, og helst allir bæjarbúar, séu í þeirri stöðu að hafa á hverjum tíma glögga sýn á fjármál bæjarins. sífelldur hallarekstur ógnar fjárhagslegu sjálfstæði bæjarins.

    Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar/Neslista leggja til að stofnaður verði þverpólitískur starfshópur til að rýna fjármál bæjarins á komandi misserum, utanaðkomandi ráðgjöf verði fengin til þess að koma fjárhag bæjarins aftur á lygnan sjó.
    Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslista
    Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
    Þorleifur Gunnarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga

  2. Fundargerð 79. fundar Bæjarráðs.
    Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni er er 18 tl. eru staðfestar samhljóða.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Bæjarráðs.
    Til máls tóku: SB, ÁH

  3. Fundargerð 432. fundar Fjölskyldunefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: SB

  4. Fundargerð 292. fundar Umhverfisnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs.
    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð 374. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
    Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerð 45. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerð 469. fundar stjórnar SSH.
    Fundargerðin lögð fram.

  9. Fundargerð 18. Eigendafundar Strætó bs.
    Fundargerðin lögð fram.

  10. Fundargerð 870. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
    Fundargerðin lögð fram.

  11. Fundargerð 302. fundar stjórnar Strætó bs.
    Fundargerðin lögð fram.

  12. Fundargerð 406. fundar stjórnar SORPU bs.
    Fundargerðin lögð fram.

  13. Fundargerð 181. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
    Fundargerðin lögð fram.

  14. Tillögur og erindi:
    a)  Lögð var fram breyting á samþykkt um stjórn Seltjarnarnesbæjar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða     
    Til máls tóku: ÁH 

  1. b)  Lögð var fram tillaga að samþykkt fyrir samráðshóp um málefni fatlaðs fólks.   
    Kosning fulltrúa í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks.
    Bæjarstjórn samþykkir að skipa eftirfarandi einstaklinga í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks. Samráðshópurinn er skipaður samkvæmt 2. mgr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, sbr. 10. gr. laga nr. 37/2018.

    Skipað af bæjarstjórn aðalmenn:
    Hildigunnur Gunnarsdóttur Melabraut 40
    Arnþór helgason, Tjarnarbóli 14

    Til vara:
    Erlendur Magnússon Miðbraut 31
    Sigrún Edda Jónsdóttir Selbraut 84

    c)  Lögð var fram tillaga að samþykkt fyrir Öldungaráð.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða     

    d)  Lögð var fram tillaga fulltrúa Samfylkingar Seltirninga um framkvæmd skoðunar á skólahúsnæði Seltjarnarnesbæjar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
    Til máls tóku: ÞÖG, SEJ

    e)  Lögð var fram umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi Blúshátíðar Seltjarnarness á Eiðistorgi 27. júní 2019 til 28. júní 2019.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.     


Fundi slitið kl. 17:43

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?