Miðvikudaginn 27. mars 2019 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).
Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Lagður var fram ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018, fyrri umræða.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri fylgdi úr hlaði ársreikningi Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018.
Guðný Helga Guðmundsdóttir endurskoðandi KPMG gerði grein fyrir helstu niðurstöðum reikningsins, lykiltölum og endurskoðunarskýrslu.
Bæjarstjóri lagði til að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn og færði starfsmönnum þakkir fyrir þeirra hlut í mun betri afkomu bæjarins en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi Seltjarnarnesbæjar 2018 til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar sem er 10. apríl 2019.
Til máls tóku:
-
Fundargerð 76. fundar Bæjarráðs.
Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni er er 6 tl. eru staðfestar samhljóða.
Bæjarstjórn staðfestir sérstaklega lið nr. 1 í fundargerð Bæjarráðs nr. 76.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Bæjarráðs.
Til máls tóku:
Fundargerð 77. fundar Bæjarráðs.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Ársreiknings Seltjarnarnesbæjar 2018. -
Fundargerð 87. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 88 voru borin upp til staðfestingar:
1. Mál nr. 2019030067
Heiti máls: Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024. Skipulagslýsing.
Lýsing: Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er óskað umsagnar Seltjarnarnesbæjar. Skipulagslýsing lögð fram.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Ekki eru gerðar athugasemdir við skipulagslýsinguna
Mál nr. 2018090207
Heiti máls: Endurskoðun á skipulagi Bygggarða.
Lýsing: Skipulagslýsing lögð fram. Páll Gunnlaugsson og fulltrúar Landeyjar komu á fundinn.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar Páli fyrir góða kynningu á fundinum. Kynntar voru breytingar sem taka tillit til athugasemda sem komu fram á íbúafundi, sem haldinn var 31. janúar s.l. Nefndin tekur jákvætt í þær breytingar sem lagðar voru fram og telur rétt að vísa málinu til frekari umfjöllunar í bæjarstjórn þar sem um er að ræða breytingar á áðurgerðu samkomulagi við landeigendur og breytingar á gildandi deiliskipulagi.
MÖG forseti víkur af fundi kl. 18:00 og SEJ varaforseti tekur við stjórn fundar.
Bæjarstjóra falið að boða skipulagshöfunda til fundar til nánari kynningar á þessum breytingum.
Forseti tekur aftur við stjórn fundar 18:06.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar .
Til máls tóku: SB, GAS, SEJ, ÁH
Fundargerð 86. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 86 var borin upp aftur til staðfestingar ásamt bréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 04.01.2019:
Mál nr. 2018120114 Breyting á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, vaxtamörk á Álfsnesi.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins – vaxtamörk á Álfsnesi til auglýsingar -
Fundargerð 297. fundar Skólanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: GAS, SB, SEJ, KPJ -
Fundargerð 291. fundar Umhverfisnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Bæjarstjórn vísar liðum 1 og 6 til bæjarráðs og lið 2 til Skipulags- og umferðarnefndar
Til máls tóku: GAS, ÁH, KPJ
-
Fundargerð 373. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: MÖG
-
Fundur í stjórn Reykjanesfólkvangs.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: GAS, ÁH
-
Fundargerð 468.fundar stjórnar SSH.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 405. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 301. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 869. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: GAS
-
Fundargerð 42. Fundar Almannavarna höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
Tillögur og erindi:
-
a) Lögð var fram ályktun félags eldri borgara á Seltjarnarnesi.
Til mál tóku: GAS, ÁH, MÖG, SB
b) Fyrirspurn Samfylkingar varðandi íbúakjarna fyrir sambýli á Seltjarnarnesi.
Bæjarstjóri lagði fram svör við fyrirspurninni.
Fundi slitið kl. 18:19