Fara í efni

Bæjarstjórn

13. mars 2019

Miðvikudaginn 13. mars 2019 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Karen María Jónsdóttir (KMJ) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 75. fundar Bæjarráðs.

    Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni er er 8 tl. eru staðfestar samhljóða.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Bæjarráðs.

    Til máls tóku: SB, KMJ, ÁH, KPJ, MÖG

    Bókun við lið 1:

    Samfylking Seltirninga hvetur bæjaryfirvöld eindregið til að taka þátt í samstarfsverkefni Rauða Krossins og Félags og barnamálaráðuneytis um að taka á móti kvóta flóttamönnum í sumar. Mikilvægt er að vinna hratt þar sem verkefnið er brýnt og þörfin mikil. Verklagið liggur fyrir hjá Félagsmálaráðuneytinu og ætti enginn kostnaður að lenda á bænum vegna þess, taka má fram að verkefnið leigir húsnæði á almennum leigumarkaði.

    Við teljum að slíkt verkefni myndi vera jákvætt fyrir okkur öll, skapa samkennd og auka fjölbreytni í okkar góða bæjarfélagi.

    Sigurþóra Bergsdóttir, Karen María Jónsdóttir

    Bókun við lið 2:

    Bókun Samfylkingar Seltirninga v. bréfs persónuverndar

    Samfylkingin leggur áherslu á að siðferðislega skylda hvíli á bænum að tilkynna þeim íbúum sem urðu fyrir því að viðkvæmar upplýsingar láku út um mál þeirra, þó svo að ekki hvíli lagaleg skylda á bænum að gera svo, enda sé um æru íbúa að ræða. Enda er Seltjarnarnesbær ábyrgðaraðili þeirra upplýsinga sem birtust.
    Sigurþóra Bergsdóttir, Karen María Jónsdóttir

    Bókun meirihluta við lið 2:
    2017060228 Birting persónuupplýsinga í opnu bókhaldi Seltjarnarnesbæjar
    Tildrög máls, þann 28. og 29. apríl 2018 birtust í fjölmiðlum fréttir þess efnis að á vefsíðu Seltjarnarnesbæjar væru birtar viðkvæmar persónuupplýsingar um einstaklinga sem notið hefðu þjónustu sveitarfélagsins.
    Í apríl 2018 ákvað Persónuvernd að hefja frumkvæðisathugun á því hvort birting framangreindra upplýsinga hefði verið í samræmi við þágildandi persónuverndarlög.
    Komið hefur fram að birting upplýsinganna var með þeim hætti að sveitarfélagið nýtti Power BI Service-umhverfi hjá Microsoft í kjölfar ráðgjafar frá KPMG ehf.
    Í bréfi Persónuverndar 13.2.2109 segir að birting persónuupplýsinga á vefsíðu Seltjarnarnesbæjar um einstaklinga sem notið höfðu þjónustu sveitarfélagsins hafi ekki verið í samræmi við persónuverndarlög.
    Einnig telur Persónuvernd það verulega ámælisvert að fyrirtæki KPMG ehf., sem veitti sérfræðiþjónustuna á þessu sviði, að það hafi ekki gengið úr skugga um að ekki væri mögulegt að nálgast upplýsingar um einstaklinga í gegnum notkun á Power BI.
    Lokað var fyrir kerfið OB síðdegis þann 27. apríl 2018. Í greiningu KPMG ehf., fyrir tímabilið mars og apríl 2018 og ná yfir hið opna bókhald. Sýna gögnin að á tilgreindu tímabili hafi meðaltal daglegrar heildarumferðar verið um fjórar heimsóknir á dag. Þann 27. apríl 2018 hafi hún aukist skyndilega og náð 30 heimsóknum. Fram kom hjá KPMG ehf., að 12 mismunandi IP-tölur hafi haft mögulega aðgang að viðkvæmum gögnum, sé umferðin vikuna 20. – 27. apríl skoðuð. Við frekari skoðun kom í ljós að heimsóknirnar voru 14 frá í mesta lagi 10 aðilum, ef eingöngu eru skoðaðar þær IP-tölur sem komu inn á síðuna áður en mælaborðið var lokað kl. 19, 27. apríl 2018. Fjórar heimsóknir séu frá sama aðilanum með nánar tilgreinda IP-tölu, tvær frá KPMG ehf., þrjár á vegum 365 miðla, og loks sex heimsóknir frá sex mismunandi IP-tölum. Ekki er hægt að segja til um hvort þessir sex hafi nýtt sér að skoða gögnin með See records virkni.
    Í málinu liggur fyrir að ábyrgðaraðili brást strax við þegar atvikið kom upp til að takmarka tjón og gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að upplýsingarnar yrðu gerðar aðgengilegar fleiri óviðkomandi aðilum en þegar var orðið. Lét ábyrgðaraðili loka fyrir aðgang að hinu opna bókhaldi um leið og fregnir bárust af því að umræddar upplýsingar væru aðgengilegar. Þá veitti ábyrgðaraðili Persónuvernd nauðsynlegar upplýsingar um atvikið með greinargóðum hætti. Að mati Persónuverndar greip ábyrgðaraðili því til fullnægjandi ráðstafana til að lágmarka það tjón sem gat hlotist af framangreindum öryggisbresti.
    Hvað varðar upplýsingagjöf til hinna skráðu skal á það bent að samkvæmt lögum nr. 77/2000 var ekki skylt að tilkynna hinum skráðu um öryggisbrest þó svo að það hafi verið heimilt.
    Ásgerður Halldórsdóttir (sign), Magnús Örn Guðmundsson (sign), Sigrún Edda Jónsdóttir (sign), Bjarni Torfi Álfþórsson (sign).

  2. Fundargerð 87. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 87 voru borin upp til staðfestingar:
    1. Mál nr. 2018100079
    Heiti máls: Skíðasvæði í Bláfjöllum, Kópavogsbær.
    Lýsing: Skíðasvæði í Bláfjöllum, Kópavogsbæ – beiðni um umsögn.
    Afgreiðsla: Nefndin leggur áherslu á nú sem fyrr að framkvæmdin verði unnin með tilliti til mats á umhverfisáhrifum.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.

    2. Mál nr. 2019010443
    Heiti máls: Hamarsgata 6-8.
    Lýsing: Fjarlægja hús og byggja nýtt.
    Afgreiðsla: Með vísan til kafla 2.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum, er samþykkt að gefið verði út byggingarleyfi þ.e. rif á húsi í samræmi við óskir eigenda og umsókn. Einnig er samþykkt byggingarleyfi í samræmi við lög nr. 160/2010 um mannvirki og kafla 2.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum, enda séu teikningar í samræmi við deiliskipulag sem var samþykkt í bæjarstjórn 6. júní 2018 og birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 29. ágúst 2018.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina sem er í 8 liðum.
    Til máls tóku: SB, KMJ.

  3. Fundargerð 414. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: SB, ÁH

    Fundargerð 415. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerð 431. fundar Fjölskyldunefndar.
    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð 133. fundar Veitustofnunar.
    Fundargerðin lögð fram.

    Fundargerð 134. fundar Veitustofnunar.
    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð 13. fundar Öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: SB

  7. Fundargerð í stjórn Reykjanesfólkvangs.

    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerð 300. fundar stjórar Strætó bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  9. Fundargerð 868. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

    Fundargerðin lögð fram.

  10. a) Fundargerð 42. aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram.

    b) Tillaga frá Viðreisn/Neslistanum varðandi hraðatakmarkanir á göngustígum á Seltjarnarnesi.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til Skipulags- og umferðarnefndar.

    Til máls tóku: MÖG, KPJ, ÁH, SEJ

    Fram komu tvær fyrirspurnir frá fulltrúum Samfylkingar.

    Liður 1.

    Fyrirspurn Samfylkingar Seltirninga vegna byggingar íbúðakjarna fyrir fólk með fötlun

    Er komin endanleg ákvörðun á staðsetningu íbúðakjarna fyrir fólk með fötlun?

    Hvenær er áætlað bygging að íbúðakjarni fyrir fólk með fötlun hefjist?

    Er komin verkáætlun fyrir verkefnið?

    Sigurþóra Bergsdóttir, Karen María Jónsdóttir

    Bæjarstjóri mun svara á næsta fundi

    Liður 3

    Fyrirspurn Samfylkingar Seltirninga varðandi gistingu. Hvert er um umfang skráðrar og óskráðrar gististarfsemi á Seltjarnarnesi og er tilefni til að setja reglur um staðsetningu og fjölda gistiheimili líkt og gert er t.d. í Reykjavík

    Sigurþóra Bergsdóttir, Karen María Jónsdóttir

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til bæjarráðs.

Fundi slitið kl. 17:33

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?