Miðvikudaginn 14. apríl 2004 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.
Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.
Fundargerð síðasta fundar staðfest.
1. Lagður var fram til fyrri umræðu ársreikningur Bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2003.
Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson og Ásgerður Halldórsdóttir.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir reikningnum.
Niðurstöður rekstrarreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
A hluti bæjarsjóðs - Samantekið m/ B hluta
Tekjur 1.515.056 1.565.472
Gjöld 1.386.070 1.432.796
Afskriftir 44.451 85.190
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld 34.868 -19.617
Rekstrarniðurstaða 119.403 27.870
Niðurstöður efnahagsreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
Eignir 2.482.347 2.608.212
Eigið fé 1.542.774 1.507.524
Langtímaskuldir 345.164 436.920
Endurskoðandi Seltjarnarnesbæjar Lárus Finnbogason hjá Deloitte hf. mætti á fundinn og lagði fram endurskoðunarskýrslu dagsetta 14. apríl 2004 og fór yfir efnisatriði skýrslunnar og svaraði fyrirspurnum.
Samþykkt samhljóða að vísa reikningnum til síðari umræðu.
2. Lagður var fram til fyrri umræðu ársreikningur ársins 2003 fyrir Félagslegt íbúðarhúsnæði Seltjarnarnesi.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir reikningnum.
Niðurstöður rekstrarreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
Tekjur 8.816
Gjöld 14.621
Afskriftir 3.319
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld -10.404
Rekstrarniðurstaða (Tap) -19.528
Niðurstöður efnahagsreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
Eignir 132.086
Skuldir 175.194
Samþykkt samhljóða að vísa reikningnum til síðari umræðu.
3. Lögð var fram fundargerð 37. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 5. apríl 2004 og var hún í 4 liðum.
Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
4. Lögð var fram fundargerð 165. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 25. mars 2004 og var hún í 8 liðum.
Til máls tóku: Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson og Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
5. Lögð var fram fundargerð 266. fundar stjórnar SSH, dagsett 5. apríl 2004 og var hún í 7 liðum.
Til máls tók: Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
6. Lögð var fram fundargerð 712. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 19. mars 2004 og var hún í 45 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
7. Lögð var fram fundargerð 36. fundar stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 26. mars 2004 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
8. Erindi:
a) Lögð var fram umsagnarbeiðni frá Lögreglustjóranum í Reykjavík um útgáfu veitingaleyfis vegna veitingastofu/greiðasölu í Golfskálanum í Suðurnesi til handa Kristjáni Birni Haraldssyni. Einnig er lögð fram umsókn Kristjáns um leyfi til áfengisveitinga á sama stað fyrir tímabilið 1. maí 2004 til 01. október 2004.
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
Bæjarstjórn Seltjarnarness gerir ekki athugasemd við fyrirhugað veitingaleyfi til handa Kristjáni Birni Haraldssyni í húsnæði Golfskálans í Suðurnesi og samþykkir einnig almennt leyfi til áfengisveitinga tímabilið 01. maí til 01. október 2004.
Fundi var slitið kl. 17:56