Fara í efni

Bæjarstjórn

03. október 2018

Miðvikudaginn 3. október 2018 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til aukafundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 81. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefnd nr. 81 voru borin upp til staðfestingar:
    1. Mál nr. 2018010392
    Heiti máls: Staðsetning búsetukjarna.
    Lýsing: Deili- aðalskipulagsbreyting vegna búsetukjarna við Kirkjubraut.
    Verkefnislýsing vegna búsetukjarna við Kirkjubraut. Á fundinn mætti Þóra
    Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri, Ás styrktarfélagi.
    Afgreiðsla: Nefndin þakkar Þóru fyrir góða kynningu fyrir nýrri nefnd.
    Bæjarstjórn óskar eftir afstöðu nefndarinnar til staðsetninga á sambýli við Kirkjubraut

    Mál nr. 2018020114
    Heiti máls: Svæðisskipulagsbreyting á höfuðborgarsvæðinu - Vaxtarmörk á Álfsnesi.
    Lýsing: Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Drög að tillögu að breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040, ásamt drögum að umhverfisskýrslu, send til kynningar og umsagnar, með vísan til 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Einnig send til kynningar samhliða drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál nr. 2017100116
    Heiti máls: Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík – Iðnaðarsvæði fyrir efnisvinnslu við Álfsnesvík.
    Lýsing: Erindi Reykjavíkurborgar. Drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, ásamt drögum að umhverfisskýrslu, send til kynningar og umsagnar, með vísan til 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Einnig send til kynningar samhliða drög að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál nr. 2018040089
    Heiti máls: Bollagarðar 73-75, deiliskipulagsbreyting.
    Lýsing: Grenndarkynningu lokið. Engar athugasemdir bárust.
    Afgreiðsla: Skipulagsbreytingin er samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál nr. 2017110135
    Heiti máls: Hamarsgata 6-8, sameining lóða.
    Lýsing: Lóðarblað lagt fram til samþykktar.
    Afgreiðsla: Samþykkt.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál nr. 2018080209
    Heiti máls: Unnarbraut 19, lóðarblað.
    Lýsing: Lóðarblað lagt fram til samþykktar.
    Afgreiðsla: Samþykkt.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál nr. 2018070137
    Heiti máls: Melabraut 12, umsókn um byggingarleyfi.
    Lýsing: Þrílyft íbúðarhús með fjórum íbúðum.
    Afgreiðsla: Samþykkt enda í samræmi við skipulag.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál nr. 2018080667
    Heiti máls: Nesbali 66, umsókn um byggingarleyfi.
    Lýsing: Millibygging milli húss og bílskúrs.
    Afgreiðsla: Samþykkt enda í samræmi við skipulag.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál nr. 2018080648
    Heiti máls: Endurnýjun biðskýla Strætó.
    Lýsing: Erindi f.h. bæjarráðs lagt fram.
    Afgreiðsla: Samþykkt.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál nr. 2018080621
    Heiti máls: Umferðarspegill á gatnamótum Hæðarbrautar og Lindarbrautar, staðsetning.
    Lýsing: Umfjöllun um staðsetningu umferðarspegils.
    Afgreiðsla: Samþykkt.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál nr. 2018070099
    Heiti máls: Íþróttahús Seltjarnarness – auglýsingaskilti.
    Lýsing: Nýtt erindi handknattleiksdeildar lagt fram.
    Afgreiðsla: Samþykkt með ábendingu um uppröðun merkja, til eins árs.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina sem er 21 tl.

    Fundargerð 82. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 82 voru borin upp til staðfestingar:
    Magnús Örn Guðmundsson vék af fundi kl. 17:07 -17:09 undir 5 lið og tók varaforseti Sigrún Edda Jónsdóttir við stjórnina.

    Mál nr. 2018090207

    Bókun Magnúsar Arnar Guðmundssonar, Sjálfstæðisflokki
    Þar sem ég er starfsmaður Stefnis hf. , dótturfélags Arion banka, lýsi ég með vanhæfan til meðferðar á málinu. SRL slhf, sjóður í eigu Arion Banka, er eigandi Landeyjar sem óskar eftir breytingum á deiliskipulagi. Tengsl þessi eru þess eðlis og til þess fallin að með réttu megi draga óhlutdrægni mína í efa taki ég þátt í meðförum mála er varða hugsanlegar breytingar á skipulagi byggðar á Bygggarðasvæðinu. Ég tel mig vanhæfan samkvæmt sveitarstjórnar- og stjórnsýslulögum og mun því víkja sæti við undirbúning, meðferð og úrlausn þessa máls í bæjarstjórn. Jafnframt legg ég fram lögfræðiálit sem ég lét vinna fyrir mig til staðfestingar á vanhæfi mínu í málinu.
    Magnús Örn Guðmundsson

    Mál nr. 2018090018
    Heiti máls: Innkeyrslur að húsum við Sefgarða frá Norðurströnd.
    Lýsing: Fyrirspurn frá nágranna um innkeyrslur með tilliti til umferðaröryggis og deiliskipulags.
    Afgreiðsla: Út frá mati á umferðaröryggi og með tilliti til gildandi deiliskipulags fyrir Vestursvæði að Lindarbraut, leggur samgöngusvið VSÓ til, að ekki sé hægt að mæla með þessum innkeyrslum að Sefgörðum 10 og 12, frá Norðurströnd.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál nr.
    2018090117.
    Heiti máls: Tveir póstar, matsáætlun og umsögn, er varðar Björgun í Álfsnesvík.
    Lýsing: Drög að tillögu að matsáætlun vegna starfsvæðis Björgunar.
    Afgreiðsla. Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að matsáætlun.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
    Til máls tóku:

    Mál nr. 2018020002
    Heiti máls: Kirkjubraut 1, deiliskipulagsbreyting.
    Lýsing: Grenndarkynningu lokið, ein athugasemd barst. Málinu frestað á síðasta fundi.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir deiliskipulagsbreytinguna enda er komið til móts við athugasemdir. Ljóst er að nefndin lagði áherslu á að gert yrði ráð fyrir sex bílastæðum á umræddri lóð í stað tveggja áður. Eitt þeirra verður bílastæði fyrir hreyfihamlaða.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
    Til máls tóku:

    7. Mál nr. 2018050151,
    Heiti máls: Skólabraut 4, deiliskipulagsbreyting.
    Lýsing: Ósk um að byggja 20 m2 sólskála.
    Afgreiðsla: Í gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja 10 m2 sólskála. Nefndin hafnar breytingunni þar sem umsóknin er ekki í samræmi við gildandi skipulag.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    8. Mál nr. 2018020002
    Heiti máls: Kirkjubraut 1, umsókn um byggingarleyfi.
    Lýsing: Þrílyft íbúðarhús með sex íbúðum. Málinu frestað á síðasta fundi.
    Afgreiðsla: Samþykkt.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    9. Mál nr. 2018070020
    Heiti mál: Sævargarðar 12 heimild til viðbyggingar.
    Lýsing: Lagt fram bréf dagsett 6. september frá umsækjendum og umsögn skipulagshöfunda.
    Afgreiðsla: Umsóknin er ekki í samræmi við gildandi deilskipulag samkvæmt umsögn skipulagshöfunda og er því synjað.
    Bæjarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum og 2 sátu hjá afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál nr. 2018090192,
    Heiti mál: Nesvegur – heiti á götu.
    Lýsing: Heiti á götu frá Suðurströnd að kirkju.
    Afgreiðsla: Gatan heitir Kirkjubraut að gatnamótum Suðurstrandar og Nesvegar.
    Bæjarstjórn vísar málinu aftur til Skipulags- og umferðarnefndar til frekari skoðunar.
    Til máls tóku: GAS
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina sem er 10 tl.

  2. Fundargerð 293. fundur Skólanefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: SEJ, KPJ, SB, MÖG

    Bókun Viðreisnar/Neslista vegna fundargerðar 293. fundar skólanefndar:
    Á sama tíma og Viðreisn/Neslistinn fagnar því að starfsfólki bæjarins hafi loks tekist að opna nýjar leikskóladeildir í bráðabirgðahúsnæði, harmar listinn það að foreldrar 10 barna hafi þurft að leita annarra, dýrari úrræða vegna þessarar tafar.
    Karl Pétur Jónsson

  3. Fundargerð 411. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.
    Fundargerð 411, liður nr. 3

    Bókun meirihluta.
    Meirihlutinn vísar erindinu til fjárhagsáætlunar vegna ársins 2019 en þetta var eitt af markmiðum sjálfstæðismanna í síðustu kosningum til að koma til móts við stækkandi hóp barnafjölskyldna og gera sem flestum kleift að stunda tómstundir.
    Ásgerður Halldórsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson.

    Fundargerð 411, liður nr. 2
    Bókun Samfylkingar.
    Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar skora á bæjarstjóra til að ganga hart í það að lágmarka þann skaða sem bærinn verður fyrir vegna mistaka við stækkunar íþróttamiðstöðvarinnar. Tryggja þarf að stóri salur verði stækkaður aftur svo hann sé löglegur keppnissalur og að fjárhagslegt tjón bæjarins vegna mistakanna verði lágmarkað.
    Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
    Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga

    Bæjarstjórn vísar lið 5 til bæjarráðs.
    Til máls tóku: MÖG, GAS

  4. Fundargerð 426. fundar Fjölskyldunefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: SB

  5. Fundargerð 131. fundar Veitustofnunar.

    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð 11. fundar Öldungaráðs.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: SB, ÁH

  7. Fundargerð 368. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerð 290. fundar stjórnar Strætó bs.

    Fundargerðin lögð fram.

    Fulltrúa Seltjarnarnesbæjar Sigrúnu Eddu í stjórn Strætó falið að senda bréf til Reykjavíkurborgar vegna ferða út á Granda.

    Til máls tóku: SEJ, GAS, KPJ, ÁH

  9. Fundargerð 394. fundur stjórnar SORPU bs.

    Fundargerðin lögð fram.

    Bæjarstjórn staðfestir lið 3 í fundargerð.

    Til máls tóku: GAS

  10. Fundargerð 460. fundar stjórnar SSH.

    Fundargerðin lögð fram.

  11. Fundargerð 13. Eigendafundar SORPU bs.

    Fundargerðin lögð fram

  12. Fundargerð 15. Eigendafundar Strætó bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  13. Fundargerð 175. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

    Fundargerðin lögð fram.

    Tillögur og erindi:

  14. a) Lögð var fram siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Seltjarnarneskaupstað.
    Bæjarstjórn staðfestir samhljóða framlagðar siðareglur
    Til máls tóku: 

    b) Lögð var fram tillaga um skipun verkefnahóps yfir gerð nýs miðbæjarskipulags.

    Bæjarstjórn vísar til Skipulags- og umferðarnefndar

    Til máls tóku: 

    c) Fyrirspurn frá N-lista – Viðreisn/Neslista

    Bæjarstjórnarfundur 4. október 2018
    Í ljósi nýrrar umfjöllunar sjónvarpsþáttarins Kveiks um vinnumansal og kjör erlends starfsfólks á Íslandi og laga um keðjuábyrgð vill bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslista spyrja bæjarstjóra um með hvaða hætti Seltjarnarnesbær fylgist með kjörum starfsmanna sem starfa að umsvifamiklum byggingaframkvæmdum sem nú og í fyrirsjáanlegri framtíð fara fram á vegum bæjarins.
    Karl Pétur Jónsson

    Fundi var slitið kl.: 17:38

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?