Mánudaginn 18. júní 2018 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ),Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Karl Pétur Jónsson (KPJ),
Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Ásgerður Halldórsdóttir, sá bæjarstjórnarmaður sem á að baki lengstu setu í bæjarstjórn, setti fundinn og stjórnaði honum undir fyrsta lið fundarins.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
- Kosning forseta bæjarstjórnar samkvæmt 7. gr. bæjarmálasamþykktar.
Magnús Örn Guðmundsson kjörinn forseti með 4 atkvæðum en 3 sátu hjá. Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar var kjörinn Sigrún Edda Jónsdóttir með 4 atkvæðum, en 3 sátu hjá. Annar varaforseti bæjarstjórnar var kjörinn Bjarni Torfi Álfþórsson með 4 atkvæðum, en 3 sátu hjá.
Nýkjörinn forseti bæjarstjórnar tók við fundarstjórn. -
Kosningar skv. 56. gr. bæjarmálasamþykktar.
Ráð og nefndir 2018-2022.
Eftirtaldir fulltrúar eru tilnefndir af D-lista, S-lista og N-lista.
1. Yfirkjörstjórn:
D – Davíð B. Gíslason, formaður, Fornuströnd 12.
D – Árni Ármann Árnason, Nesbala 24.
S – Gunnlaugur Ástgeirsson
Varamenn:
D- Guðmundur Jón Helgason, Hrólfsskálamel 8.
D – Svana Helen Björnsdóttir, Kolbeinsmýri 14.
S – Magnús Rúnar Dalberg
2. Almannavarnarnefnd:
D – Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, Bollagörðum
Varamenn:
D – Magnús Örn Guðmundsson, Melabraut
3. Bæjarráð:
D – Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Melabraut 27.
D - Sigrún Edda Jónsdóttir, Selbraut 84.
S – Guðmundur Ari Sigurjónsson, Eiðistorgi 9.
Varamenn:
D – Bjarni Torfi Álfþórsson, Látraströnd 2.
D – Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1.
S - Sigurþóra Bergsdóttir, Nesvegi 123.
4. Fjölskyldunefnd:
D – Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður, Látraströnd 2.
D – Árni Ármann Árnason, Nesbala 24.
D – Sjöfn Þórðardóttir, Sævargarðar 11.
S – Sigurþóra Bergsdóttir, Nesvegi 123.
N – Ragnar Jónsson, Nesbali 62.
Varamenn:
D – Sigrún Edda Jónsdóttir, Selbraut 84.
D – Ragnhildur Jónsdóttir, Látraströnd 19.
D – Sigríður Sigmarsdóttir, Unnarbraut 19.
S – Guðmundur Ari Sigurjónsson, Eiðistorgi 9.
N – Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, Eiðistorgi 5.
5. Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands:
D - Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1.
Varamaður:
D - Magnús Örn Guðmundsson, Melabraut 27.
6. Fulltrúaráð Eirar:
D - Jónína Þóra Einarsdóttir, Hrólfsskálamel 12.
Varamenn:
D – Petrea I. Jónsdóttir, Vallarbraut 6.
7. Fulltrúaráð SSH:
D – Magnús Örn Guðmundsson, Melabraut 27.
S – Guðmundur Ari Sigurjónsson, Eiðistorgi 9.
Varamenn:
D – Sigrún Edda Jónsdóttir, Selbraut 84.
S – Sigurþóra Bergsdóttir, Nesveg 123.
8. Fulltrúaráð Sorpu:
D – Magnús Örn Guðmundsson, Melabraut 27.
9. Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis:
D – Hannes Tryggvi Hafsteinsson, Lindarbraut 8.
S – Magnús R. Dalberg, Nesbali 106.
Varamenn:
D – Bjarni Torfi Álfþórsson, Látraströnd 2.
S – Hildur Ólafsdóttir, Bollagörðum 53.
10. Íþrótta og tómstundanefnd:
D – Sigríður Sigmarsdóttir, formaður, Unnarbraut 19.
D – Kristján Hilmir Baldursson, Melabraut 27.
D – Lárus Gunnarsson, Fornaströnd 16.
S – Helga Carlotte Reynisdóttir, Hrólfsskálavör 15.
N – Saga Ómarsdóttir, Sólbraut 13.
Varamenn:
D – Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Eiðismýri 24.
D – Guðrún Jónsdóttir, Melabraut 33.
D – Hákon Jónsson, Hrólfsskálamel 6.
S – Stefanía Helga Sigurðardóttir, Tjarnarbóli 4.
N – Dagbjört H. Kristinsdóttir, Lindarbraut 8.
11. Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga:
D – Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1.
D – Magnús Örn Guðmundsson, Melabraut 27.
S – Guðmundur Ari Sigurjónsson, Eiðistorg 9.
Varamenn:
D – Sigrún Edda Jónsdóttir, Selbraut 84.
D – Bjarni Torfi Álfþórsson, Látraströnd 2.
S – Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, Nesvegi 123.
12. Menningarnefnd:
D – Guðrún Jónsdóttir, formaður, Melabraut 33.
D – Guðni Sigurðsson, Bollagörðum 35.
D – Þórdís Sigurðardóttir, Bollagarðar 121.
S – Stefanía Helga Sigurðardóttir, Tjarnarbóli 4.
N – Margrét H. Gústavsdóttir, Nesvegur 102.
Varamenn:
D – Lárus Gunnarsson, Fornaströnd 16.
D – Kristján Hilmir Baldursson, Melabraut 27.
D – Hannes Tryggvi Hafstein, Lindarbraut 8.
S – Helga Charlotte Reynisdóttir, Hrólfsskálavör 15.
N – Karl Pétur Jónsson, Barðaströnd 5.
13. Skipulags- og umferðarnefnd:
D – Ragnhildur Jónsdóttir, formaður, Látraströnd 19.
D – Ingimar Sigurðsson, Tjarnarmýri 9.
D – Sigríður Sigmarsdóttir, Unnarbraut 19.
S – Þorleifur Örn Gunnarsson, Lindarbraut 18.
N- Ragnhildur Ingólfsdóttir, Tjarnarstígur 20.
Varamenn:
D – Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Barðaströnd 39.
D – Guðrún Jónsdóttir, Melabraut 33.
D – Hannes Tryggvi Hafstein, Lindarbraut 8.
S – Karen María Jónsdóttir, Miðbraut 1.
N – Garðar Gíslason, Melabraut 22.
14. Skólanefnd:
D – Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður, Selbraut 84.
D – Ragnhildur Jónsdóttir, Látraströnd 19.
D – Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Eiðismýri 24.
S – Hildur Ólafsdóttir, Bollagörðum 53.
N – Björn Gunnlaugsson, Miðbraut 17.
Varamenn:
D – Kristján Hilmir Baldursson, Melabraut 27.
D – Lárus Gunnarsson, Fornuströnd 16.
D – Þórdís Sigurðardóttir, Bollagarðar 121.
S – Sigurþóra Bergsdóttir, Nesvegur 123.
N – Hildigunnur Gunnarsdóttir, Melabraut 40.
15. Stjórn Sorpu:
D – Bjarni Torfi Álfþórsson, Látraströnd 2.
Varamenn:
D – Magnús Örn Guðmundsson, Melabraut 27.
16. Stjórn Strætó:
D – Sigrún Edda Jónsdóttir, Selbraut 84.
Varamenn:
D- Magnús Örn Guðmundsson, Melabraut 27.
17. Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins:
D – Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1.
Varamenn:
D – Magnús Örn Guðmundsson, Melabraut 27.
18. Svæðisskipulagsráð SSH:
D – Ragnhildur Jónsdóttir, Látraströnd 19.
Varamenn:
D - Magnús Örn Guðmundsson, Melabraut 27.
19. Umhverfisnefnd:
D – Hannes Tryggvi Hafstein, formaður, Lindarbraut 8.
D – Hákon Jónsson, Hrólfsskálamelur 6.
D – Guðrún Jónsdóttir, Melabraut 33.
S – Karen María Jónsdóttir, Miðbraut 1.
N – Dagbjört H. Kristinsdóttir, Lindarbraut 8.
Varamenn:
D – Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Tjarnarmýri 24,
D – Sigríður Sigmarsdóttir, Unnarbraut 19.
D – Ragnhildur Jónsdóttir, Látraströnd 19.
S – Stefán Bergmann, Hamarsgötu 2.
N – Garðar Gíslason, Melabraut 22.
20. Stjórn Veitustofnana:
D – Ásgerður Halldórsdóttir, formaður, Bollagörðum 1.
D – Guðmundur Jón Helgason, Hrólfsskálamel 8.
D – Friðrik Friðriksson, Neströð 3.
S – Magnús R. Dalberg, Nesbala 106.
N – Rán Ólafsdóttir, Unnarbraut 7.
Varamenn:
D – Bjarni Torfi Álfþórsson, Látraströnd 2.
D – Sigrún Edda Jónsdóttir, Selbraut 84.
D – Sjöfn Þórðardóttir, Sævargarðar 11.
S - Karen María Jónsdóttir, Miðbraut 1.
N – Páll Árni Jónsson, Nesbali 78.
21. Öldungaráð:
D – Petrea I. Jónsdóttir, Vallarbraut 6.
S – Guðmundur Ari Sigurjónsson, Eiðistorgi 9.
Varamenn:
D – Sigríður Sigmarsdóttir, Unnarbraut 19.
S – Sigurþóra Bergsdóttir, Nesvegi 123.
Tilnefningarnar voru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: ÁH, GAS -
Kosning bæjarstjóra skv. 57. gr. bæjarmálasamþykktar.
Bæjarstjórn ræður bæjarstjóra. Gera skal skriflegan ráðningarsamning við bæjarstjórann þar sem meðal annars skal kveðið á um ráðningartíma hans, kaup og kjör. Ráðningarsamningur skal staðfestur af bæjarstjórn. Forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að ráða Ásgerði Halldórsdóttur til að gegna starfi bæjarstjóra Seltjarnarness, frá og með 1. júlí 2018 til og með 15. júní 2022“.
Til máls tók: GAS, ÁH
Tillagan var samþykkt með 4 atkvæðum, en 3 voru á móti.
Lagður var fram ráðningarsamningur bæjarstjóra.
Tillaga frá fulltrúum Samfylkingarinnar:
Leggjum fram tillögu um að laun bæjarstjóra verði aftengd úrskurðum kjararáðs um kjör ráðuneytisstjóra og tengd við sömu hækkanir launavísitölu og laun bæjarfulltrúa. Laun bæjarstjóra verða þá reiknuð út frá sömu krónutölu og þau voru fyrir hækkun kjararáðs 16. júní 2016 og uppfærð út frá þróun launavísitölu frá þeim degi.
Laun ráðuneytisstjóra hækkuðu um 36-37% í úrskurði kjararáðs 16. júní 2016 sem var úr öllum takti við almennar launahækkanir og þær launahækkanir sem sveitarfélögin geta boðið sínu fagfólki sem heldur úti þjónustu sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúar afþökkuðu hækkun kjararáðs og tóku upp þessa nýju útreikninga og engin rök fyrir því að bæjarstjóri geri það ekki líka.
Guðmundur Ari Sigurjónsson – Samfylkingu Seltirninga
Sigurþóra Bergsdóttir – Samfylkingu Seltirninga
Tillagan var felld með 4 atkvæðum, gegn 3.
Sigrún Edda Jónsdóttir bæjarfulltrúi lagði fram eftirfarandi bókun:
Samningur við bæjarstjóra er óbreyttur frá því sem var í tíð fyrri bæjarstjóra sem hafa verið hér karlmenn fram að núverandi bæjarstjóra. Ég mun ekki styðja það meðan hér situr fyrsti kvenbæjarstjóri sveitarfélagsins Seltjarnarness að lækka laun bæjarstóra.
Sigrún Edda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi. - Fundargerð 77. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 77 voru borin upp til staðfestingar:
3. Mál nr. 2018040089
Heiti máls: Bollagarðar 73-75, fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu.
Lýsing: Nýr uppdráttur lagður fram.
Afgreiðsla: Uppdráttur samþykktur að áorðnum breytingum samkvæmt umræðu nefndarinnar. Samþykkt að senda í deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: GAS -
Fundargerð 458. fundar SSH.
Fundargerðin lögð fram. -
Fundargerð samráðshópas um áfengis- og vímuvarnir.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: GAS og SEJ
Tillögur og erindi: -
a) Bréf um framkvæmdarleyfi við sjávarvarnir við Hrólfsskálavör 2 lagt fram.
Á fundi Skipulags- og umferðarnefndar, mánudaginn 26. febrúar s.l. er neðanritað fært til bókar:
Mál nr. 2018020097, Hrólfsskálavör 2.
Heiti máls: Fyrirspurn um heimild til að bæta sjóvörn/brimvörn framan við viðbyggingu.
Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í umsóknina og óskar eftir umsögn Vegagerðarinnar um tillögu að frágangi og verktilhögun.
Á 285. fundi umhverfisnefndar Seltjarnarness sem haldinn var fimmtudaginn 12. apríl 2018 kl. 17:00 í aðstöðu umhverfissviðs að Austurströnd 1, er bókað:
Sjóvörn-Hrólfsskálavör. Nefndin gerir ekki athugasemd við gerð sjávarnargarðs.
Í ljósi ofanritaðs og þar sem eigandi Hrólfsskálavarar 2 hefur ákveðið, að standa undir öllum kostnaði við framkvæmdina er framkvæmdaleyfi til umræddra framkvæmda gefið út.
Byggingarfulltrúi leggur áherslu á að eftirlit umræddra framkvæmda verði á vegum og í samráði við strandverkfræðing Vegagerðar ríkisins og sviðstjóra umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
Til máls tóku: BTÁ, GAS,
b) Svör við athugasemdum við Melabraut 12, skv. fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 77, lagðar fram.
Samþykkt samhljóða.
c) Breyting á bæjarmálasamþykkt Seltjarnarnesbæjar lögð fram til síðari umræðu, sjá fund bæjarstjórnar nr. 872.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: GAS, BTÁ, SB
d) Breyting á erindisbréfi Fjölskyldunefndar lögð fram til síðari umræðu, sjá fund bæjarstjórnar nr. 872.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku:
e) Bæjarstjóri lagði til að orlof bæjarfulltrúa verði í júlí. Samþykkt samhljóða að bæjarstjórnarfundi í júlí verði frestað.
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti fyrirliggjandi tillögu.
f) Tillaga bæjarstjóra að breytingu á bæjarmálasamþykkt sbr. 3. kafli um fundi bæjarstjórnar lögð fram og vísað til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
Til máls tóku: ÁH
Fundi var slitið kl.: 17:27