Miðvikudaginn 23. maí 2018 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ), Magnús Rúnar Dalberg (MRD) og Árni Einarsson (ÁE).
Gunnar Lúðvíksson, ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Fundargerð 75. fundar Skipulags- og umferðanefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 75 voru borin upp til staðfestingar:
1. Mál nr. 2018040336
Heiti máls: Leikskóli Seltjarnarness - umsókn um stöðuleyfi smáhýsa.
Lýsing: Umsókn um stöðuleyfi fyrir smáhýsi á lóð við leikskóla Seltjarnarness.
Afgreiðsla: Stöðuleyfi samþykkt til eins árs en skoða þarf staðsetningu með tilliti til byggingarreglugerðar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða
2. Mál nr. 2018040292
Heiti máls: Þjónustumiðstöð - umsókn um stöðuleyfi gám.
Lýsing: Sótt um stöðuleyfi í 1 ár fyrir 6 m löngum geymslugám á vinnusvæði Þjónustumiðstöðvar, sem er afgirt svæði milli Bygggarða 8 og 10, skv. teikningu.
Afgreiðsla: Samþykkt stöðuleyfi til 1 árs.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða
3. Mál nr. 2018020097
Heiti máls: Hrólfsskálavör 2, fyrirspurn um heimild til að bæta sjóvörn/brimvörn framan við viðbyggingu.
Lýsing: Tillaga að frágangi og verktilhögun.
Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í umsóknina og óskar eftir umsögn Vegagerðarinnar um tillögu að frágangi og verktilhögun.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða -
Fundargerð 409. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 38. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: ÁH, MRD
-
Fundargerð 287. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: ÁE, SEJ, BTÁ
-
Fundargerð 83. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: ÁE, BTÁ, MÖG, ÁH
-
Fundargerð 457. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 172. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Fundargerðin lögð fram.
Tillögur og erindi:
-
a) Lögð var fram gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness með athugasemdum um viðbætur eftir samþykkt Veitustofnunar.
Samþykkt samhljóða.Til máls tóku: ÁH
b) Lögð var fram eftirfarandi tillaga um skipan undirkjörstjórnar á Seltjarnarnesi í sveitarstjórnarkosningum þann 26.05.2018.
Guðný Björg Hjálmarsdóttir, form Kolbeinsmýri 8 Jónas Friðgeirsson Barðaströnd 31 Auður Gunnarsdóttir Bakkavör 22 Solfrid Dalsgaard Joensen Melabraut 19 Jón Guðmundsson, form Látraströnd 12 Elín Helga Guðmundsdóttir Bollagörðum 26
Hjördís Lára Baldvinsdóttir
Fornaströnd 17 Margrét Steinunn Bragad. Vallarbraut 10 Vilhjálmur Pétursson, form.
Bollagörðum 26
Erna Guðmundsdóttir Austurströnd 6 Ragnhildur Björnsdóttir Austurströnd 8 Kristinn Ólafsson Unnarbraut 22c Dóra Guðmundsdóttir Nesbali 62 Jóhann Páll Jónsson Lambastaðabraut 6
Til máls tóku: ÁE
c) „Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Sveitarstjórnakosninga 26. maí nk. í samræmi við 10. gr. laga um kosningar til Sveitastjórnar.“
Samþykkt samhljóða.
Fundi var slitið kl.: 17:23