Fara í efni

Bæjarstjórn

25. apríl 2018

Miðvikudaginn 25. apríl 2018 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Ásgerður Halldórsdóttir ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 73. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 73 voru borin upp til staðfestingar:

    1.
    Mál nr. 2018020220
    Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, breytt afmörkun landnotkunar.
    Lýsing: Lögð fram að nýju verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir.
    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar með 7 atkvæðum.

    Fundargerð 74. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 74 voru borin upp til staðfestingar:

    2.
    Mál nr. 2018040073
    Heiti máls: Gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa Seltjarnarnessbæjar.
    Lýsing: Drög að gjaldskrá lögð fram.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar með 7 atkvæðum.

  2. Fundargerð 34. fundar Jafnréttisnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  3. Fundargerð 423. fundar Fjölskyldunefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerð 285. fundar Umhverfisnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð 366. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð 37. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.

    Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerð 388. fundar stjórnar SORPU bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerð 456. fundar stjórnar SSH.

    Fundargerðin lögð fram.

Fundi var slitið kl.: 17:03

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?