Miðvikudaginn 11. apríl 2018 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).
Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Lagður var fram ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2017, fyrri umræða.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri fylgdi úr hlaði ársreikningi Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2017.
Guðný Helga Guðmundsdóttir endurskoðendur KPMG gerðu grein fyrir helstu niðurstöðum reikningsins, lykiltölum og endurskoðunarskýrslu.
Bæjarstjóri lagði til að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn og færði starfsmönnum bæjarins þakkir fyrir þeirra hlut í mun betri afkomu bæjarins en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi Seltjarnarnesbæjar 2017 til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar sem er 9.maí 2018.
Til máls tóku: GAS, ÁH, MÖG, SEJ
-
Fundargerð 62. fundar Bæjarráðs.
Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni sem eru 5 tl. eru staðfestar samhljóða.
-
Fundargerð 422. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 284. fundar Umhverfisnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 130. fundar Veitustofnana.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 9. fundar Öldungaráðs.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: GAS, ÁH
-
Fundargerðir 283. og 284. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðirnar lagðar fram.
-
Fundargerð 387. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 171. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 858. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram.
Fundi var slitið kl.: 17:47