Fara í efni

Bæjarstjórn

21. mars 2018

Miðvikudaginn 21. mars 2018 kl. 08:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Magnús Rúnar Dalberg (MRD), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Árni Einarsson (ÁE).

Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 61. fundar bæjarráð 15. mars 2018.

    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Bæjarráðs nr. 61 voru borin upp til staðfestingar:

    Liður nr. 1 í fundargerð málsnúmer 2018020011.

    Stöðuleyfi/gámaleyfi á athafnasvæði Þjónustumiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar.

    Bæjarráð samþykkir stöðuleyfi til eins árs frá 15. mars 2018, ráðið áréttar að sótt sé um leyfi árlega.

    Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum stöðuleyfi til eins árs, MÖG sat hjá.

    Liður nr. 5 í fundargerð málsnúmer 2018030080.

    Bæjarráð leggur til að nýttur verði forkaupsréttur að fasteigninni Ráðagerði fastanúmer 2068884 við Norðurströnd á Snoppu á Seltjarnarnesi. Bæjarstjórn samþykkir kaup á fasteigninni Ráðagerði og nýttur verði forkaupsréttur að fasteigninni.

    Bæjarstjórn samþykkir með þremur atkvæðum ÁH, SEJ og BTÁ. SB, MRD og ÁE sátu hjá og MÖG var á móti.

    Bókun Neslistans:

    Kaup bæjarins á Ráðagerði kunna að bjóða upp á ýmsa áhugaverða kosti og nýtingarmöguleika. Ég sit hins vegar hjá við afgreiðslu tillögu um að bærinn kaupi eignina á 100 milljónir króna án þess að fyrir liggi mat á þeim kostum og virði þeirra fyrir bæjarfélagið.

    Árni Einarsson

    Bæjarfulltrúi Neslista

    Liður nr. 7 í fundargerð málsnúmer 2018030065.

    Bæjarstjórn samþykkir uppfæran texta í gjaldskrá Sorphirðugjald í samræmi við athugasemd Heilbrigðiseftirlits Kjósasvæðis varðandi texta í gjaldskrá um sorphirðu í Seltjarnarnesbæ.

    Bæjarstjórn staðfestir uppfærðan texta og gjaldskrá um Sorphirðugjald eins og samþykkt var í fjárhagsáætlun ársins 2018.

    Liður nr. 9 í fundargerð málsnúmer 2016110017.

    Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040 þar sem skilgreindir eru samgöngu- og þróunarásar sbr. 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, enda leggur bæjarstjórn Seltjarnarness sem fyrr áherslu á að afkastageta og þjónustustig annarra umferðar minnki ekki á kostnað aukins rýmis fyrir almenningssamgöngur.

    Bókun meirihlutans:

    Bæjarstjórn Seltjarnarness vill leggja megináherslu á frekari eflingu Strætó. Bæjarstjórn telur hugmyndir um nýja Borgarlínu hæpnar, ekki síst forsendur um heildarkostnað við verkefnið, áætlaða nýtingu og rekstrarkostnað.

    Bæjarstjórn stafestir afgreiðslu bæjarráðs.

    Liður nr. 12 í fundargerð málsnúmer 2016110017.
    Bæjarstjórn samþykkir, 12. tl. fundargerðar 61, viðauka 1 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 703.860.604,- samkvæmt 1. málsl. 2 mgr. 63 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 til stækkun á íþróttamiðstöð. Kostnaður þessi skal greiddur af Bæjarsjóði Seltjarnarness og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    Liður nr. 13 í fundargerð málsnúmer 2016110017.

    Bæjarstjórn samþykkir, 13. tl. fundargerðar 61, viðauka 2 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 643.846.014,- samkvæmt 1. málsl. 2 mgr. 63 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóðs. Kostnaður þessi skal greiddur af Bæjarsjóði Seltjarnarness og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    Fundargerðin sem er 13 tl. er samþykkt samhljóða.
    Til máls tóku: SB, ÁH, SEJ, MRD, ÁE, MÖG, BT

  2. Fundargerð 141. fundar Menningarnefndar.

    Lögð fram.

  3. Fundargerð 72. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 72 voru borin upp til staðfestingar:

    1.
    Mál nr. 2016110017
    Heiti máls: Lokaafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040.
    Lýsing: Tillaga lögð fram.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við lokaafgreiðsluna og vísar málinu til Bæjarstjórnar.

    Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040 þar sem skilgreindir eru samgöngu- og þróunarásar sbr. 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, enda leggur bæjarstjórn Seltjarnarness sem fyrr áherslu á að afkastageta og þjónustustig annarra umferðar minnki ekki á kostnað aukins rýmis fyrir almenningssamgöngur.

    Bókun meirihlutans:
    Bæjarstjórn Seltjarnarness vill leggja megináherslu á frekari eflingu Strætó. Bæjarstjórn telur hugmyndir um nýja Borgarlínu hæpnar, ekki síst forsendur um heildarkostnað við verkefnið, áætlaða nýtingu og rekstrarkostnað.
    Bæjarstjórn stafestir afgreiðslu bæjarráðs.

    2.
    Mál nr. 2018020220
    Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, iðnaður og önnur landfrek starfsemi.
    Lýsing: Tillaga lögð fram.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir.
    Bæjarstjórn stafestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

    3.
    Mál nr. 2018020221
    Heiti máls: Aðalskipulag Rvk, breytt afmörkun landnotkunar.
    Lýsing: Tillaga lögð fram.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir.
    Bæjarstjórn stafestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
    Til máls tóku: MÖG, BTÁ

Fundi var slitið kl.: 8:19

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?