Miðvikudaginn 14. mars 2018 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).
Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Fundargerð 60. fundar Bæjarráðs.
Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni sem er 6 tl. eru samþykktar samhljóða.
-
Fundargerð 71. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 71 voru borin upp til staðfestingar:
1. Mál nr. 2018020114, Vaxtarmörk á Álfsnesi.
Heiti máls: Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins – Vaxtamörk á Álfsnesi – verkefnislýsing fyrir breytingu á svæðisskipulagi
Lýsing: Verkefnislýsing til kynningar og umsagnar, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana.
Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar. -
Fundargerð 289. fundar Skólanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 407. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 129. fundar Veitustofnana.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 386. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 82. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 282. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 857. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: GAS, ÁH
-
Fundargerð 170. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Fundargerðin lögð fram.
Fundi var slitið kl.: 17:11