Fara í efni

Bæjarstjórn

14. febrúar 2018

Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 288. fundar Skólanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: MÖG, SEJ, ÁE, ÁH, GAS

  2. Fundargerð 70. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 70 voru borin upp til staðfestingar:

    1.
    Mál nr. 2017030052, Melabraut 12
    Heiti máls: Eigandi óskar eftir takmörkuðu byggingarleyfi til niðurrifs á Melabraut 12. Málið er í ferli.
    Lýsing: Ósk um takmarkað byggingarleyfi.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir leyfi til að rífa húsið.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.

    2.
    Mál nr. 2018020011, umsókn um stöðuleyfi/gámaleyfi á athafnasvæði Þjónustmiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar.
    Heiti máls: Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir gáma fyrir starfsemi Þjónustumiðstöðvar.
    Lýsing: Umsókn frá þjónustumiðstöð.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir stöðuleyfi í eitt ár. Nefndin áréttar að sótt sé um leyfi fyrir sambærilegum framkvæmdum áður en farið er í framkvæmdir.
    Bæjarstjórn hafnar afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar á þessum lið og vísar til bæjarráðs.
    Til mál tóku: GAS, ÁH, ÁE

    Bókun Samfylkingar:
    Fulltrúar Samfylkingar Seltirninga hafna afgreiðslu 10. liðar, 70. fundargerðar Skipulags- og umferðarnefndar og furðum við okkur á þeim vinnubrögðum sem unnið hefur verið eftir í máli 2018020011, umsókn um stöðuleyfi á athafnasvæði. Engin samþykkt lá fyrir frá skipulagsyfirvöldum þegar farið var í það að reisa þá byggingu sem nú hefur risið á athafnasvæðinu og samkvæmt bæjarstjóra var hann ekki einu sinni meðvitaður um bygginguna.
    Þessi samþykkt gefur það fordæmi að bæjarbúar, fyrirtæki og stofnanir bæjarins sem fá höfnun á framkvæmdartillögur eigi þá einfaldlega að ráðast í framkvæmdir samt og sækja um leyfi eftir á. Bærinn samþykkir slík vinnubrögð. 
    Ekki nema að stofnanir bæjarins hafi meiri rétt heldur enn almennur íbúi á Seltjarnarnesi þegar kemur að því að fylgja lögum og reglum?
    Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
    Margrét Lind Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga

  3. Fundargerðir 420. fundar Fjölskyldunefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: ÁE, MLÓ, ÁH

  4. Fundargerð 406. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: MLÓ, ÁH, MÖG, ÁE, GAS

  5. Fundargerðir 383. og 384. fundar stjórnar SORPU bs.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

  6. Fundargerð 280. fundar stjórnar Strætó bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerð 81. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerð 856. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: ÁE, ÁH, GAS, SEJ

Fundi var slitið kl.: 17:32

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?