Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).
Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Fundargerð 288. fundar Skólanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: MÖG, SEJ, ÁE, ÁH, GAS
-
Fundargerð 70. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 70 voru borin upp til staðfestingar:
1. Mál nr. 2017030052, Melabraut 12
Heiti máls: Eigandi óskar eftir takmörkuðu byggingarleyfi til niðurrifs á Melabraut 12. Málið er í ferli.
Lýsing: Ósk um takmarkað byggingarleyfi.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir leyfi til að rífa húsið.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
2. Mál nr. 2018020011, umsókn um stöðuleyfi/gámaleyfi á athafnasvæði Þjónustmiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar.
Heiti máls: Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir gáma fyrir starfsemi Þjónustumiðstöðvar.
Lýsing: Umsókn frá þjónustumiðstöð.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir stöðuleyfi í eitt ár. Nefndin áréttar að sótt sé um leyfi fyrir sambærilegum framkvæmdum áður en farið er í framkvæmdir.
Bæjarstjórn hafnar afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar á þessum lið og vísar til bæjarráðs.
Til mál tóku: GAS, ÁH, ÁE
Bókun Samfylkingar:
Fulltrúar Samfylkingar Seltirninga hafna afgreiðslu 10. liðar, 70. fundargerðar Skipulags- og umferðarnefndar og furðum við okkur á þeim vinnubrögðum sem unnið hefur verið eftir í máli 2018020011, umsókn um stöðuleyfi á athafnasvæði. Engin samþykkt lá fyrir frá skipulagsyfirvöldum þegar farið var í það að reisa þá byggingu sem nú hefur risið á athafnasvæðinu og samkvæmt bæjarstjóra var hann ekki einu sinni meðvitaður um bygginguna.
Þessi samþykkt gefur það fordæmi að bæjarbúar, fyrirtæki og stofnanir bæjarins sem fá höfnun á framkvæmdartillögur eigi þá einfaldlega að ráðast í framkvæmdir samt og sækja um leyfi eftir á. Bærinn samþykkir slík vinnubrögð.
Ekki nema að stofnanir bæjarins hafi meiri rétt heldur enn almennur íbúi á Seltjarnarnesi þegar kemur að því að fylgja lögum og reglum?
Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
Margrét Lind Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga -
Fundargerðir 420. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: ÁE, MLÓ, ÁH
-
Fundargerð 406. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: MLÓ, ÁH, MÖG, ÁE, GAS
-
Fundargerðir 383. og 384. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðirnar lagðar fram.
-
Fundargerð 280. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 81. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 856. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: ÁE, ÁH, GAS, SEJ
Fundi var slitið kl.: 17:32