Fara í efni

Bæjarstjórn

24. janúar 2018

Miðvikudaginn 24. janúar 2018 kl. 17:07 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Magnús Rúnar Dalberg (MRD) og Árni Einarsson (ÁE).

Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 58. fundar Bæjarráðs.

    Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni sem eru 7 tl. eru staðfestir samhljóða.
    Bæjarstjórn samþykkir, 7. tl. fundargerðar 58, viðauka 4 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 163.960.837,- samkvæmt 1. málsl. 2 mgr. 63 gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 vegna launahækkana nýrra kjarasamninga 2017 og veikinda. Kostnaður þessi skal greiddur af mismunandi deildum skv. fylgiskjali 1 og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
    Bæjarstjórn samþykkir einnig tekjuauka að upphæð kr. 110.000.000,- á útsvarstekjum vegna kjarasamningsbreytinga. Tekjur þessar skulu færðar á lið 00-010 0020 í þegar samþykktri áætlun fyrir árið 2017. Kostnaðarauka skal mætt með hækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
    Bæjarráð samþykkir tekjuauka að upphæð kr. 175.000.000,- á framlögum jöfnunarsjóðs. Tekjur þessar skulu færðar á lið 00-100 0110 í þegar samþykktri áætlun fyrir árið 2017. Kostnaðarauka skal mætt með hækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
    Bæjarráð samþykkir kostnað að upphæð kr. 65.000.000,- vegna málefna fatlaðs fólks. Kostnaður þessi skal greiddur af mismunandi deildum skv. fylgiskjali 1 og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
    Bæjarstjórn samþykkir 7. tl. fundargerðar 58 viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 25 mkr. samkvæmt 1. málsl. 2 mgr. 63 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 vegna undirbúnings og hönnunar á stækkun á íþróttamiðstöð Seltjarnarness. Kostnaður þessi skal greiddur af Bæjarsjóði Seltjarnarness og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á öðrum lið á fjárhagsáætlun 2017, fjárfestingar um sömu fjárhæð.

  2. Fundargerð 68.fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku:

    Fundargerð 69. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

    Eftirfarandi málsnúmer í Skipulags- og umferðarnefnd nr. 69 voru borin upp til staðfestingar:

    Mál nr. 2016020106, Skólabraut 1
    Heiti máls: Ósk um niðurrif á Skólabraut 1
    .
    Lýsing: Sjá fundargerð bæjarráðs dags. 5. mál.
    Afgreiðsla: Ríkar ástæður liggja að baki ósk um niðurrif hússins. Fyrir liggur úttekt á húsinu frá VSÓ frá ágúst 2017. Nefndin samþykkir erindið.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: GAS, ÁH, ÁE

  3. Fundargerð 405. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: MÖG

  4. Fundargerð 140. fundar Menningarnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerðir 280. fundur Umhverfisnefndar, 281. fundur sameiginlegur með Menningarnefnd og 282. fundur Umhverfisnefndar.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

    Bæjarstjórn vísar máli í fundargerðar umhverfis- og menningarnefndar, Stefnumörkun ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi til bæjarráðs.

    Til máls tóku: GAS

  6. Fundargerð 128. fundar Veitustofnana.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: ÁH

  7. Fundargerðir 363. og 364. fundar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

    Til mál tóku: GAS, MÖG

  8. Fundargerð 35. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.

    Fundargerðin lögð fram.

  9. Fundargerð 80. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  10. Fundargerðir 277., 278. og 279. fundar stjórnar Strætó bs.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

    Til mál tóku: GAS, SEJ

  11. Fundargerð 382. fundar stjórnar SORPU bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  12. Fundargerðir 451. og 452. fundar stjórnar SSH.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

  13. Fundargerð 855. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

    Fundargerðin lögð fram.

  14. Tillögur og erindi:

    1. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis Veislunnar ehf. á Félagsheimili Seltjarnarness.

      Bæjarstjórn Seltjarnarness gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins.

      Samþykkt samhljóða.

    Til mál tóku: GAS, ÁH

Fundi var slitið kl. 17:24

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?