Fara í efni

Bæjarstjórn

13. desember 2017

Miðvikudaginn 13. desember 2017 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 57. fundar Bæjarráðs.

    Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni sem eru 12 tl. eru staðfestir samhljóða.

    Eftirfarandi málsnúmer í fundagerð bæjarráðs voru borin upp til staðfestingar:
    3. Málsnúmer. 2017060072
    Heiti máls: Opnunartími sundlaugar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    9.Málsnúmer. 2017110230
    Heiti máls: Sundlaug Seltjarnarness.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

  2. Fundargerð 404. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  3. Fundargerð 67. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

    Eftirfarandi málsnúmer í Skipulags- og umferðarnefnd nr. 67 voru borin upp til staðfestingar:

    Mál.nr. 2017100057
    Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Laugavegur-Skipholt, reitur 25
    Lýsing: Verklýsing lögð fram. Um er að ræða aukningu byggingarmagns og breyttar heimildir um fjölda íbúða.
    Afgreiðsla: Afgreitt án athugasemda.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
    Mál.nr. 2017100090
    Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Hraunbær-Bæjarháls
    Lýsing: Breyting á landnotkun og fjölgun íbúða.
    Afgreiðsla: Afgreitt án athugasemda.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
    Mál.nr. 2017070161
    Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - Gufunes
    Lýsing: Lögð fram breytting á landnotkun
    Afgreiðsla: Afgreitt án athugasemda.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
    Mál.nr. 2017110126
    Heiti máls: Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011 – 2030, lýsing verkefnis og matslýsing.
    Lýsing: Lögð fram breytting á landnotkun og nýting á athafnasvæði við Sólheimakot.
    Afgreiðsla: Málið tekið fyrir og lögð áhersla á að svæðið er viðkvæmt og fyrirkomulag og útlit væntanlegra bygginga skiptir máli. Nefndin telur að vel sé gert um margt í verkefnalýsingu varðandi undirbúning og athuganir á svæðinu, en telur æskilegt að einnig sé hugað að hugsanlegri yfirborðsmengun m.a. vegna stöðu svæðisins á vatnasviði Elliðaánna og tengsla við útivistarsvæði.
    Nefndin gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
    Mál. nr. 20170214
    Heiti máls: Aðalskipulag Kópavogs 2012 -2014
    Lýsing: Kópavogsgöng feld úr skipulagi og nýtt svæði fyrir verslun og þjónustu við Dalveg.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerð 127. fundar Veitustofnana.

    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð 139. fundar Menningarnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku:GAS, ÁE, SEJ, MLÓ

  6. Fundargerðir 419. fundar Fjölskyldunefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerð 8. fundar Öldungaráðs.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: ÁE, GAS, SEJ

  8. Fundargerð 34. fundar Heilbrigðisnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  9. Fundur Samráðs um áfengis- og vímuvarnir.

    Fundargerðin lögð fram.

  10. Fundargerð 381. fundar stjórnar SORPU bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  11. Fundargerð 854. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

    Bæjarstjórn Seltjarnarness

    Fundur 13. desember 2017

    Bókun við lið 11 í dagskrá

    Bæjarstjórn Seltjarnarness tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga á fundi hennar 24. nóvember síðastliðinn og lýsir yfir stuðningi við það frumkvæði sem konur á Íslandi hafa að undanförnu tekið í umræðu um kynferðisofbeldi, áreiti og kynbundna mismunun. Bæjarstjórn Seltjarnarness tekur undir hvatningu stjórnar sambandsins um að koma beri í veg fyrir slíkt athæfi á vinnustöðum og á vettvangi sveitarfélaga og beinir því til bæjarráðs að þegar verði sett af stað endurskoðun á stefnum og viðbragðsáætlunum Seltjarnarnesbæjar með það markmið að leiðarljósi og geri viðhlítandi úrbætur á þeim sé þeirra þörf.

    Árni Einarsson, bæjarfulltrúi Neslista.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: ÁE, MLÓ, SEJ

  12. Fundargerðir 165. og 166. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

    Til máls tóku: ÁE, SEJ, MLÓ

  13. Fundargerð 79. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  14. 41. aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

    Fundargerðin lögð fram.

  15. Tillögur og erindi:

    1. Beðið er um umsögn sveitarstjórnar um leyfi fyrir brennu á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi þann 31/12/2017.

      Bæjarstjórn Seltjarnarness gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfinu.

      Samþykkt samhljóða.

    2. Lögð var fram áætlun bæjarstjórnarfunda fyrir árið 2018.

      Bæjarstjórnarfundir á árinu 2018 verða á eftirtöldum dögum:

      17. janúar, 14. og 28. febrúar, 14. og 28. mars, 11. og 25. apríl, 16. og 30. maí, 13. og 27. júní, 18. júlí, 22. ágúst, 12. og 26. september, 10. og 24. október, 14. og 28. nóvember og 12. desember.

Fundi var slitið kl.:17:28

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?