Miðvikudaginn 13. desember 2017 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).
Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Fundargerð 57. fundar Bæjarráðs.
Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni sem eru 12 tl. eru staðfestir samhljóða.
Eftirfarandi málsnúmer í fundagerð bæjarráðs voru borin upp til staðfestingar:
3. Málsnúmer. 2017060072
Heiti máls: Opnunartími sundlaugar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
9.Málsnúmer. 2017110230
Heiti máls: Sundlaug Seltjarnarness.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs. -
Fundargerð 404. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 67. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í Skipulags- og umferðarnefnd nr. 67 voru borin upp til staðfestingar:
Mál.nr. 2017100057
Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Laugavegur-Skipholt, reitur 25
Lýsing: Verklýsing lögð fram. Um er að ræða aukningu byggingarmagns og breyttar heimildir um fjölda íbúða.
Afgreiðsla: Afgreitt án athugasemda.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
Mál.nr. 2017100090
Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Hraunbær-Bæjarháls
Lýsing: Breyting á landnotkun og fjölgun íbúða.
Afgreiðsla: Afgreitt án athugasemda.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
Mál.nr. 2017070161
Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - Gufunes
Lýsing: Lögð fram breytting á landnotkun
Afgreiðsla: Afgreitt án athugasemda.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
Mál.nr. 2017110126
Heiti máls: Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011 – 2030, lýsing verkefnis og matslýsing.
Lýsing: Lögð fram breytting á landnotkun og nýting á athafnasvæði við Sólheimakot.
Afgreiðsla: Málið tekið fyrir og lögð áhersla á að svæðið er viðkvæmt og fyrirkomulag og útlit væntanlegra bygginga skiptir máli. Nefndin telur að vel sé gert um margt í verkefnalýsingu varðandi undirbúning og athuganir á svæðinu, en telur æskilegt að einnig sé hugað að hugsanlegri yfirborðsmengun m.a. vegna stöðu svæðisins á vatnasviði Elliðaánna og tengsla við útivistarsvæði.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
Mál. nr. 20170214
Heiti máls: Aðalskipulag Kópavogs 2012 -2014
Lýsing: Kópavogsgöng feld úr skipulagi og nýtt svæði fyrir verslun og þjónustu við Dalveg.
Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
Fundargerðin lögð fram. -
Fundargerð 127. fundar Veitustofnana.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 139. fundar Menningarnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku:GAS, ÁE, SEJ, MLÓ
-
Fundargerðir 419. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 8. fundar Öldungaráðs.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: ÁE, GAS, SEJ
-
Fundargerð 34. fundar Heilbrigðisnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundur Samráðs um áfengis- og vímuvarnir.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 381. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 854. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
Bæjarstjórn Seltjarnarness
Fundur 13. desember 2017
Bókun við lið 11 í dagskrá
Bæjarstjórn Seltjarnarness tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga á fundi hennar 24. nóvember síðastliðinn og lýsir yfir stuðningi við það frumkvæði sem konur á Íslandi hafa að undanförnu tekið í umræðu um kynferðisofbeldi, áreiti og kynbundna mismunun. Bæjarstjórn Seltjarnarness tekur undir hvatningu stjórnar sambandsins um að koma beri í veg fyrir slíkt athæfi á vinnustöðum og á vettvangi sveitarfélaga og beinir því til bæjarráðs að þegar verði sett af stað endurskoðun á stefnum og viðbragðsáætlunum Seltjarnarnesbæjar með það markmið að leiðarljósi og geri viðhlítandi úrbætur á þeim sé þeirra þörf.
Árni Einarsson, bæjarfulltrúi Neslista.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: ÁE, MLÓ, SEJ
-
Fundargerðir 165. og 166. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðirnar lagðar fram.
Til máls tóku: ÁE, SEJ, MLÓ
-
Fundargerð 79. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
-
41. aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Fundargerðin lögð fram.
-
Tillögur og erindi:
-
Beðið er um umsögn sveitarstjórnar um leyfi fyrir brennu á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi þann 31/12/2017.
Bæjarstjórn Seltjarnarness gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfinu.
Samþykkt samhljóða.
-
Lögð var fram áætlun bæjarstjórnarfunda fyrir árið 2018.
Bæjarstjórnarfundir á árinu 2018 verða á eftirtöldum dögum:
17. janúar, 14. og 28. febrúar, 14. og 28. mars, 11. og 25. apríl, 16. og 30. maí, 13. og 27. júní, 18. júlí, 22. ágúst, 12. og 26. september, 10. og 24. október, 14. og 28. nóvember og 12. desember.
-
Fundi var slitið kl.:17:28