Miðvikudaginn 29. nóvember 2017 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Árni Einarsson (ÁE).
Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Tillaga um álagningu útsvars og fasteignaskatts 2018.
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir að álagningarhlutfall útsvars verði 13,70% á tekjur manna á árinu 2018 samkvæmt heimild í 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, sbr. 24. gr. laganna.
Samþykkt bæjarstjórnar skal tilkynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrir 15. desember 2017 samkvæmt 2. mgr. 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Tillaga um álagningu fasteignaskatts.
Tillaga að lækka fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði úr 0,20% í 0,175%.
Forsendur:
Álagningarstofn íbúðarhúsnæðis hækkaði um 19,7% á milli ára en hækkun á fasteignarmati nam 17,7%
Hækkun umfram breytingu á fasteignamati liggur í nýjum matseiningum (nýjum íbúðum)..
Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis lækkar úr 0,20% í 0,175%.
Heildarálögur á fasteignir hækka því einungis í takt við verðlagshækkun þrátt fyrir umtalsverða hækkun fasteignamats.
Heildartekjur bæjarins vegna fasteignagjalda af íbúðarhúsnæði hækka sem nemur
vísitöluhækkun og nýjum matseiningum, eða um 4,7% ( 2,7% vísitöluhækkun og 2%
hækkun vegna nýrra matseininga) sem eru um 8,3 milljónir króna hækkun milli ára.
Ef álögur hefðu haldist óbreyttar hefði hækkunin numið um 35 milljónum króna.
Lagt er til að hækka niðurgreiðslur til eldri borgara sjá töflu hér fyrir neðan. Afsláttur er hlutfallslegur og miðast við tekjur síðastliðins árs samkvæmt skattframtali. Forsendur eru því tekjuviðmið einstaklinga annars vegnar og hjóna og fólks í skráðri sambúð hins vegnar.
Afsláttur 2018 % Einstaklingar 100% 0 5.013.000 75% 5.013.001 5.124.400 50% 5.124.401 5.235.800 25% 5.235.801 5.347.200 Afsláttur 2018 % Hjón/fólk í skráðri sambúð 100% 0 6.405.500 75% 6.405.501 6.851.100 50% 6.851.101 7.297.700 25% 7.297.701 7.742.300
-
Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 – síðari umræða.
Lögð var fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2018-2021.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór bæjarstjóri yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar og stofnana hans fyrir árin 2018-2021.
„Fjárhagsáætlun 2018 var unnin í samvinnu allra bæjarfulltrúa, með það að leiðarljósi að styðja vel við grunnþjónustu bæjarfélagsins, s.s. fræðslustarfsemi og félagslega þjónustu. Þetta verklag hefur gefist vel og undirstrikar skilning bæjarfulltrúa á fjármálum bæjarins, sem þeir bera ábyrgð á. Vil ég þakka gott samstarf í bæjarstjórn á liðnu ári og starfsmönnum bæjarins fyrir að gæta skilvirkni í rekstri bæjarins. Við fjárhagsáætlunargerðina var einnig litið til 3ja ára áætlunar bæjarfélagsins fyrir árið 2019-2021.
Forsendur fjárhagsáætlunarinnar gera ráð fyrir að verðbólga verði 2,7% frá upphafi til loka ársins 2018.
Forsendur við gerð fjárhagsáætlunar 2018:
Álagningarhlutfall útsvars verður 13,70% með vísan til 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Fasteignagjöld:
A- hluti – íbúðarhúsnæði, álagningarhlutfall 0,175% af fasteignamati
B- hluti - opinbert húsnæði, álagningahlutfall 1,32% af fasteignamati
C- hluti – atvinnuhúsnæðis og óbyggt land, álagningarhlutfall 1,1875% af fasteignamati
b. Lóðarleiga: A-hluta 0,40% og B-hluta 1,75% af lóðarhlutamatiVatnsgjald: Álagningarhlutfall 0,09% af fasteignamati húsa ásamt lóðarréttindum, sbr. heimild í reglugerð um vatnsveitur
Sorp- og urðunargjald kr. 30.060.- á hverja eign
Fráveitugjald: Álagningahlutfall 0,15% af fasteignamati
Elli og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi af íbúðarhúsnæði til eigin nota, skv. samþykktum reglum þar um.
Gert er ráð fyrir lántöku að fjárhæð 1 millarð króna á árinu 2018 vegna bygginga hjúkrunarheimilis.
Laun eru hækkuð til samræmis við gildandi kjarasamninga Launanefndar sveitarfélaga við þau stéttarfélög sem starfsmenn Seltjarnarnesbæjar taka laun samkvæmt.
Gert er ráð fyrir fjölgun íbúa árinu u.þ.b. 30.
Ásgerður Halldórsdóttir (sign).
Að lokinni umræðu um fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar og stofnana hans fyrir starfsárið 2018 - 2021, ásamt gjaldskrá og greinargerð, var gengið til atkvæðagreiðslu um áætlunina í heild sinni.
Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun 2018 samhljóða.
Bókun Neslista og Samfylkingar vegna fjárhagsáætlunar 2018
Bæjarfulltrúar Neslista og Samfylkingar styðja tillögu að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018.
Við fögnum því að viðmiðunarmörk vegna afsláttar af fasteignagjöldum eldri borgara hafa verið hækkuð frá því sem var og að meira samræmi sé komið á milli einhleypra og hjóna. Við fögnum því einnig að fyrir liggur að ráðist verður í byggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk og að keypt verður félagsleg íbúð á næsta ári til viðbótarþeirri sem á að kaupa á þessu ári. Við fögnum því einnig að álagningarhlutfall fasteignaskatts er lækkað til mótvægis við gífurlega hækkun fasteignamats sem orðið hefur á síðasta fjárhagsári.
Mikilvægir áfangar í auknu gegnsæi stjórnsýslunnar eru að nást, svo sem rafrænt íbúalýðræði og opið bókhald sveitarfélagsins. Nýtt fyrirkomulag við skráningu á biðlista eftir félagslegu íbúðarhúsnæði er mikilvægur grundvöllur stefnumörkunar og ákvarðanatöku í málefnum þeirra sem á slíka þjónustu þurfa af hálfu sveitarfélagsins.
Árni Einarsson, bæjarfulltrúi Neslista
Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar
Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar
Bókun Sjálfstæðismanna
Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 hefur nú verið samþykkt. Þar er gert ráð fyrir að tekjur bæjarfélagsins verði tæpir 3,3 milljarðar króna og rekstrarafgangur verði 36 milljónir króna. Fjárhagsáætlun skal gefa glögga mynd af rekstri sveitarfélagsins, efnahag og breytingum á handbæru fé. Bæjarstjórn ber að sjá til þess að rekstri, fjárfestingum og ráðstöfun eigna og sjóða sé þannig hagað á hverjum tíma að bæjarfélagið muni til framtíðar geta sinnt skyldubundnum verkefnum sínum.
Fjárhagsáætlun var unnin á samráðsfundum meiri- og minnihluta og eru það vinnubrögð sem við Sjálfstæðismenn teljum farsæl fyrir bæjarfélagið. Við teljum að markmið og áherslur um forgangsröðun í þágu barnafjölskyldna hafi náð fram að ganga í fjárhagsætluninni.
Það er stefna bæjarstjórnar að leikskólagjöld á Seltjarnarnesi séu með þeim lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Tómstundastyrkir eru hæstir á landinu með hverju barni 6 – 18 ára eru greiddar kr. 50.000,- og niðurgreiðslur til foreldra með börn hjá dagforeldrum hafa einnig verið hækkaðar í samræmi við lækkun leikskólagjalda.
Álagning fasteignagjalda í A-flokki verður 0,175% af matsverði íbúðarhúsnæðis og lóðar og álagningarprósenta útsvars verður langt undir hámarki eða 13,70%, en hámarkið er 14,52%.
Helstu framkvæmdir á næsta ári felast í áframhaldandi byggingu á 40 rýma hjúkrunarheimilis en búið er að samþykkja tilboð í verkið fyrir tæpan 1.5 milljað króna. Einnig stendur til að endurnýja íþróttamiðstöð bæjarins og byggja þjónustukjarna fyrir fatlað með sex íbúðum.
Endurbætur og viðhald á stofnunum bæjarins hefur gengið vel eftir undan farin ár, og halda áfarm á nýju ári. Undirbúningur fyrir gatnaframkvæmdir ern ú í gangi við Bygggarða.
Skuldastaða sveitarfélagsins er með því lægsta er gerist á landinu og komið niður í 49%. Seltjarnarnesbær hefur staðið fyrir miklum framkvæmdum í bænum, framkvæmt hefur verið fyrir rúman milljarð á liðnum fjórum árum.
Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign) Magnús Örn Guðmundsson (sign)
Til máls tóku: ÁH, ÁE, MÖG. -
Lögð var fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2019-2021.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór bæjarstjóri yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar og stofnana hans fyrir árið 2019-2021.
3ja ára áætlun fyrir árin 2019-2021 samþykkt með fjórum atkvæðum meirihluta, minnihluti situr hjá.
Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun 2019-2021 með 4 atkvæðum og 3 sitja hjá.
Bókun Neslista og Samfylkingar vegna þriggja ára fjárhagsáætlunar 2019-2021
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Neslista sitja hjá við afgreiðslu þriggja ára fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar.
Við bendum á að hún endurspeglar einungis að takmörkuðu leyti viðamiklar framkvæmdir sem framundan eru á næstu árum, svo sem uppbyggingu á þjónustu fyrir fatlað fólk, framkvæmdir við íþróttamiðstöðina og byggingu hjúkrunarheimilisins sem nú er loks að rísa. Framundan er óhjákvæmileg uppbygging á þjónustu við fatlað fólk umfram það sem áætlað er að ráðast í á næsta ári. Hraða þarf stefnumörkun í málefnum fatlaðs fólks í framhaldi af íbúaþinginu fyrr í vetur. Einnig er óumflýjanlegt að hefja heildarendurskoðun á uppbyggingu skólamála á Seltjarnarnesi, bæði leik- og grunnskólans. Fyrirsjáanleg fjölgun leikskólabarna kallar á viðbrögð strax á næsta ári svo og ráðstafnir sem leiða af mögulegri lækkun inntökualdurs í leikskóla.
Allt eru þetta þættir sem geta haft afgerandi áhrif á rekstur sveitarfélagsins og þyrftu að endurspeglast í áætluninni.
Árni Einarsson, bæjarfulltrúi Neslista
Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar
Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar
Bókun Sjálfstæðismanna:
Í þriggja ára áætlun birtist sýn sjálfstæðismanna á hvernig starfsemi og fjármál sveitarfélagsins komi til með að þróast á næstu þremur árum út frá gefnum forsendum.
Tilgangur þriggja ára áætlana er að bæjarstjórn horfi til framtíðar við vinnslu hennar og setji ramma um rekstur, framkvæmdir og fjármál bæjarfélagsins með ákveðin markmið í huga. Við slíka vinnu hljóta að koma upp ýmis sjónarmið varðandi ákvarðanatöku, umfang framkvæmda, áherslur og fjárhagslega getu bæjarins út frá ýmsum sjónarmiðum.
Við gerð þriggja ára áætlunar ríkir óvssa um ýmsa þætti sem skipta verulega máli við áætlanagerð. Óvissan eykst eftir því sem lengra er skyggnst inn í framtíðina m.a. óvissa um verðlagsþróun. Því eru niðurstöður þriggja ára áætlunar ætið háðar ákveðnum óvissuatriðum. Grundvallaratriði er aftur á móti að mati Sjálfstæðismanna að vandað sé til allra vinnslu þriggja ára áætlunar til að hún komi að því gagni sem ætlast er til, útsvarstekjur, fasteignaskattur, greiðslur úr jöfnunarsjóði hefur verið áætlaðar með tilliti til fyrri ára og fjárhagsáætlunar ársins 2018. Varðandi gjöldin er laun og launatengd gjöld stærsti einstaki liðurinn.
Við samþykkt 3ja ára fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árin 2019-2021 skal tekið fram að niðurstaða fyrir seinni þrjú ár fjárhagsáætlunar er ekki bindandi.
Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign) Magnús Örn Guðmundsson (sign)
Til máls tóku: SB, ÁH, ÁE, GAS -
Fundargerð 287. fundar Skólanefndar,
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SEJ, GAS, ÁE, ÁH, MÖG, SB,BTÁ
-
Fundargerð 418. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: ÁE
-
Fundargerðir 449. og 450. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðirnar lagðar fram.
-
Fundargerð 276. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: GAS, SEJ
-
Fundargerð 381. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
a) Svæðisskipulagið – höfuðborgarsvæðið 2040.
Lagt var fram Svæðisskipulagið – höfuðborgarsvæðið 2040 (málsnúmer 2017070161) úr fundargerð 65. fundar Skipulags- og umferðarnefndar frá 20. september sl. sem lögð var fyrir bæjarstjórn 27. september –
Breytt afmörkun vaxtarmarka atvinnusvæðis á Hólmsheiði.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við breytta afmörkun vaxtamarka atvinnusvæðis á Hólmsheiði enda sé hún minni en gert er ráð fyrir á uppdrætti.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að samþykkja verkefnalýsingu samkvæmt 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins á Hólmsheiði.
Fundi var slitið kl.: 17:49