Fara í efni

Bæjarstjórn

585. fundur 17. desember 2003

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Bæjarfulltrúar risu úr sætum og minntust, með einnar mínútu þögn, Þorvaldar K. Árnasonar varabæjarfulltrúa, sem lést þann 10. desember s.l. .

Fundargerð síðasta fundar staðfest.

1.           Lögð var fram fundargerð 339. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsettur 4. desember 2003 og var hún í 9 liðum.

Til máls tóku: Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

2.           Lögð var fram fundargerð 31. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness dagsett 1. desember 2003 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

3.           Lögð var fram fundargerð 32. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness dagsett 11. desember 2003 og var hún í 7 liðum.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

4.           Lögð var fram fundargerð 162. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 27. nóvember 2003 og var hún í 5 liðum.

Til máls tóku: Árni Einarsson og Ingimar Sigurðsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

5.           Lögð var fram fundargerð 133. (28.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 24. nóvember 2003 og var hún í 8 liðum.

Til máls tóku:  Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:

“Fulltrúar Neslistans leggja til að bæjarstjórn Seltjarnarness samþykki ekki fyrirhugaða 4% hækkun á gjaldskrá mötuneytis í Valhúsaskóla sem meirihluti skólanefndar lagði til á fundi sínum 24.11.2003. Að mati fulltrúa Neslistans í bæjarstjórn eru engin rök fyrir þessari hækkun þar sem reikningur vegna innkaupa á hráefni til mötuneytis er umtalsvert lægri en tekjur sem nú eru af sölu matar til nemenda. Frá því að mötuneyti Valhúsaskóla var opnað hefur það verið stefna að sala matar ætti að standa undir hráefniskostnaði en ekki vera tekjustofn fyrir bæjarsjóð.”

Sunneva Hafsteinsdóttir  Guðrún Helga Brynleifsdóttir  Árni Einarsson

            (sign)                              (sign)                                  (sign)

Afgreiðslu á tillögunni var frestað til næsta fundar.

4. liður fundargerðarinnar var samþykktur samhljóða með fyrirvara um afgreiðslu á tillögu Neslistans, að lokinni athugun bæjarstjóra á rekstri mötuneytisins.

Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

 

6.           Lögð var fram fundargerð 134. (29.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 8. desember 2003 og var hún í 9 liðum.

Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

 

7.           Lögð var fram fundargerð 277. (16.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness dagsett 2. desember 2003 og var hún í 3 liðum.

Til máls tóku: Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Ingimar Sigurðsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarfulltrúar Neslistans leggja til að um leið og ný gjaldskrá fyrir Sundlaug Seltjarnarness tekur gildi:

1.     Falli niður aðgangsgjald fyrir íbúa á Seltjarnarnesi frá og með 67 ára aldri.

2.     Hækki aldursviðmiðun fullorðinsgjalds í 16 ár.

Greinargerð:

Hækkun á gjaldskrá sundlaugarinnar er umtalsverð. Til þess að koma til móts við barnafjölskyldur er því lagt til að hækka aldursviðmiðun fullorðinsgjalds í 16 ár. Í því felst einnig hvatning til unglinga um að notfæra sér sundlaugina til jákvæðrar samveru og heilbrigðra lífshátta.

Með hækkuninni verður gjaldskrá sundlaugarinnar svipuð og í nágrannasveitarfélögunum að því undanskyldu að eldri borgarar sem orðnir eru 67 ára greiða áfram gjald í Sundlaug Seltjarnarness. Þess vegna er eðlilegt að leggja aðgangsgjald þeirra niður. Í því felst einnig hvatning til heilsubótar og líkamsræktar.

Fyrir hönd Neslista.

Árni Einarsson  Sunneva Hafsteinsdóttir  Guðrún Helga Brynleifsdóttir

            (sign)                    (sign)                              (sign)

Afgreiðslu á tillögunni var frestað til næsta fundar.

2. liður fundargerðarinnar var samþykktur samhljóða.

Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

 

8.           Lögð var fram fundargerð 7. fundar Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness dagsett 2. desember 2003 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

9.           Lögð var fram fundargerð 51. (17.) fundar Menningarnefndar Seltjarnarness dagsett 8. desember 2003 og var hún í 1 lið.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

10.      Lögð var fram fundargerð 55. fundar Veitustofnana dagsett 15. desember 2003 og var hún í 3 liðum.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Liðir 1 og 2 í fundargerðinni voru samþykktir samhljóða.

Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

 

11.      Lögð var fram fundargerð 36. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. dagsett  24. nóvember 2003 og var hún í 8 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

12.      Lögð var fram fundargerð 9. fundar ársins 2003 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett  6. nóvember og var hún í 7 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

13.      Lögð var fram fundargerð 262. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dagsett  8. desember 2003 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

14.      Lögð var fram fundargerð 708. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett  16. nóvember 2003 og var hún í 40 liðum.

Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Árni Einarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

15.      Lögð var fram fundargerð 198. fundar stjórnar SORPU dagsett  4. desember 2003 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

16.      Lögð var fram fundargerð 231. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dagsett  3. nóvember 2003 og var hún í 10 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

17.      Lögð var fram fundargerð 232. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dagsett  26. nóvember 2003 og var hún í 7 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

18.      Lögð var fram fundargerð 233. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dagsett  1.desember 2003 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

19.      Lögð var fram fundargerð 190. fundar Launanefndar sveitarfélaga dagsett  3. desember 2003 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

20.      Lögð var fram fundargerð 57. fundar samstarfsnefndar Kennarasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga dagsett  21. nóvember 2003 og var hún í 7 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

21.      Erindi:

a)     Lagt var fram bréf frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins dagsett 1. desember 2003 varðandi staðfestingu starfsskipulags almannavarna og skipan fulltrúa í Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson

Starfsskipulagið samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða að fulltrúar Seltjarnarnesbæjar í Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins verði Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri (sjálfkjörinn) og Inga Hersteinsdóttir. Varamaður bæjarstjóra er Ásgerður Halldórsdóttir en varamaður Ingu verður tilnefndur á næsta fundi bæjarstjórnar.

b)    Lagt var fram bréf frá Sinfóníuhljómsveit Íslands dagsett 5. desember 2003 varðandi uppsafnaðra lífeyrissjóðsskuldbindinga gagnvart núverandi og fyrrverandi starfsmönnum SÍ.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Eftirfarandi samþykkt gerð samhljóða:

“Bæjarstjórn Seltjarnarness lítur svo á að taka beri afstöðu til hlutdeildar Seltjarnarnesbæjar í lífeyrisskuldbindingum á grundvelli laga um Sinfóníuhljómsveit Íslands nr. 36/1982. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að láta lögmann bæjarins vinna greinargerð um málið og réttarstöðu Seltjarnarnesbæjar á grundvelli laganna.”

c)     Lagt var fram bréf frá borgarstjóranum í Reykjavík dagsett 24. nóvember 2003 varðandi stjórnsýslumörk norðan og vestan Bláfjalla.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Ingimar Sigurðsson.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarlögmanni að fara með málið fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar.

d)    Lagt var fram bréf frá Óbyggðanefnd dagsett 1. desember 2003 varðandi meðferð nefndarinnar á landi í sveitarfélaginu.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarlögmanni að gæta hagsmuna Seltjarnarnesbæjar í málinu.

e)     Lagt var fram bréf frá Íslenskum Aðalverktökum dagsett 25. nóvember 2003 varðandi möguleika á byggingu hjúkrunarheimilis í vesturborg Reykjavíkur eða á Seltjarnarnesi.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Bæjarstjórn fagnar mjög þessum hugmyndum um byggingu hjúkrunarheimilis í samvinnu Seltjarnarnesbæjar og ÍAV á svonefndri Lýsislóð við Eiðsgranda og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

 

22.      Lögð var fram áætlun funda bæjarstjórnar fyrir árið 2004 sem var samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórnarfundir á árinu 2004 verða því á eftirfarandi dögum:

21. janúar, 11. febrúar, 25. febrúar, 10. mars, 24. mars, 14. apríl 28. apríl, 12. maí, 26. maí, 9. júní, 23. júní, 14. júlí, 18. ágúst, 8. september, 22. september, 6. október, 20 október, 10. nóvember, 24. nóvember og 15. desember.

 

Að lokum þakkaði forseti ánægjulegt samstarf á þessu starfsári sem nú er senn á enda um leið og hún óskaði fundarmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla.

 

Fundi var slitið kl. 18:42    



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?