Miðvikudaginn 27. september 2017 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Magnús Dalberg (MLÓ) og Hildigunnur Gunnarsdóttir (HG).
Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
- Fundargerð 54. fundar Bæjarráðs.
Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni sem eru 13 tl. eru staðfestar samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir, 11. tl. fundargerðar 54, viðauka 3 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 28 m.kr.. vegna breytingu á vesturgafl íþróttamiðstöðvar. Vísað er til 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
Til máls tóku: GAS
Bókun Samfylkingar:
Mikilvægt að skoða vel álagningshlutfall fasteignagjalds vegna stökkbreytinga á fasteignamati.
Sérstök áhersla þarf að vera á að endurskoða afslátt 67 ára og eldri og þeirra sem hækka ekki tekjur sínar í takt við launaþróun.
Guðmundur Ari Sigurjónsson
Magnús Rúnar Dalberg - Fundargerð 65. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 65 voru borin upp til staðfestingar:
Mál.nr. 2016110017
Borgarlína, breyting á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040.
Lögð fram tillaga að breytingu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins „Höfuðborgarsvæðið2040“ sem svæðisskipulagsnefnd hefur lagt til að verði auglýst. Eftirfarandi kemur fram í erindi frá svæðisskipulagsstjóra: „Á grunni samkomulags sveitarfélaga um undirbúning að innleiðingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu dags. 2. desember 2016 hefur verið unnin tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 vegna Borgarlínu.“
Vinnslutillögur svæðis- og aðalskipulags voru kynntar frá 29. maí til og með 21. júní 2017. Alls bárust athugasemdir og/eða ábendingar frá 33 aðilum og þar af 12 lögbundnum umsagnaraðilum. Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi hefur tekið nokkrum breytingum frá forkynningu. Tillagan byggir á greiningarvinnu COWI eins og hún birtist í lokaskýrslu dags. september 2017.
Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins fjallaði um lokaskýrslu COWI og tillögu að breytingu á svæðisskipulaginu þann 8. september 2017. Eftirfarandi var bókað: Með tilvísan í 3. mgr. skipulagslaga samþykkir svæðisskipulagsnefnd að leggja til við aðildarsveitarfélögin að samþykkja að auglýsa tillöguna eftir athugun Skipulagsstofnunar. Eins og fram kemur í samkomulagi sveitarfélaganna þá er ætlunin að ljúka skipulagsvinnu á árinu 2017.“
Á fundinum gerði Hrafnkell Proppé svæðisskipulagsstjóri grein fyrir breytingartillögunni og ferli hennar fram til þessa.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að heimila auglýsingu breytingartillögunnar í samræmi við 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 1123/2010 eins og svæðisskipulagsnefnd leggur til.
Samþykkt samhljóða. - Fundargerð 7. fundar Öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: HG, ÁH, BTÁ - Fundargerð 447. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 78. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 164. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
Fundi var slitið kl.:17:14