Fara í efni

Bæjarstjórn

27. september 2017

Miðvikudaginn 27. september 2017  kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS),  Magnús Dalberg (MLÓ) og Hildigunnur Gunnarsdóttir (HG).

Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson  setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 54. fundar Bæjarráðs.
    Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni sem eru 13 tl. eru staðfestar samhljóða.
    Bæjarstjórn samþykkir, 11. tl. fundargerðar 54, viðauka 3 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 28 m.kr.. vegna  breytingu á vesturgafl íþróttamiðstöðvar. Vísað er til 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
    Til máls tóku: GAS
    Bókun Samfylkingar:
    Mikilvægt að skoða vel álagningshlutfall fasteignagjalds vegna stökkbreytinga á fasteignamati.
    Sérstök áhersla þarf að vera á að endurskoða afslátt 67 ára og eldri og þeirra sem hækka ekki tekjur sínar í takt við launaþróun.
    Guðmundur Ari Sigurjónsson
    Magnús Rúnar Dalberg
  2. Fundargerð 65. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 65 voru borin upp til staðfestingar:

    Mál.nr. 2016110017
    Borgarlína, breyting á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040.
    Lögð fram tillaga að breytingu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins „Höfuðborgarsvæðið2040“ sem svæðisskipulagsnefnd hefur lagt til að verði auglýst.  Eftirfarandi kemur fram í erindi frá svæðisskipulagsstjóra: „Á grunni samkomulags sveitarfélaga um undirbúning að innleiðingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu dags. 2. desember 2016 hefur verið unnin tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 vegna Borgarlínu.“
    Vinnslutillögur svæðis- og aðalskipulags voru kynntar frá 29. maí til og með 21. júní 2017.  Alls bárust athugasemdir og/eða ábendingar frá 33 aðilum og þar af 12 lögbundnum umsagnaraðilum.  Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi hefur tekið nokkrum breytingum frá forkynningu.  Tillagan byggir á greiningarvinnu COWI eins og hún birtist í lokaskýrslu dags. september 2017.
    Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins fjallaði um lokaskýrslu COWI og tillögu að breytingu á svæðisskipulaginu þann 8. september 2017.  Eftirfarandi var bókað: Með tilvísan í 3. mgr. skipulagslaga samþykkir svæðisskipulagsnefnd að leggja til við aðildarsveitarfélögin að samþykkja að auglýsa tillöguna eftir athugun Skipulagsstofnunar.  Eins og fram kemur í samkomulagi sveitarfélaganna þá er ætlunin að ljúka skipulagsvinnu á árinu 2017.“
    Á fundinum gerði Hrafnkell Proppé svæðisskipulagsstjóri grein fyrir breytingartillögunni og ferli hennar fram til þessa.
    Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að heimila auglýsingu breytingartillögunnar í samræmi við 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 1123/2010 eins og svæðisskipulagsnefnd leggur til.
    Samþykkt samhljóða.
  3. Fundargerð 7. fundar Öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: HG, ÁH, BTÁ
  4.  Fundargerð 447. fundar stjórnar SSH.
    Fundargerðin lögð fram.
  5. Fundargerð 78. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
    Fundargerðin lögð fram.
  6. Fundargerð 164. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
    Fundargerðin lögð fram.

    Fundi var slitið kl.:17:14
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?