Miðvikudaginn 14. júní 2017 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).
Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Fundargerð 61. fundur Skipulags- og umferðarnefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 61 voru borin upp til staðfestingar:
Mál.nr. 2017050265Heiti máls:. Miðbraut 10 svalaskjól
Lýsing: Fyrispurn um byggingu svalaskjól skv. framlögðum gögnum.
Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist deiliskipulagi.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
Til máls tóku: GAS, ÁE, ÁH, MLÓ
Fundargerð 62. fundur Skipulags- og umferðarnefndar.
Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 62 voru borin upp til staðfestingar:
Mál.nr. 2017060090
Heiti máls: Leyfi fyrir bökubílnum.
Lýsing: Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir matarbíl á ráðhúslóð. Til kynningar.
Afgreiðsla: Samþykkt til bráðabirgða til loka ágústmánaðar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
Bæjarstjórn felur Gísla Hermannssynir sviðstjóra umferðar og skipulagssviðs að finna þessu stað og hafa umsjón með framkvæmdinni í samráði við samþykkt skipulagsnefndar.
Til máls tóku: ÁH, GAS -
Fundargerð 284. fundar Skólanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: GAS, SEJ, ÁE -
Fundargerðir 137. fundar Menningarnefndar.
Fundargerðin lögð fram. -
Fundargerð 277. fundar Umhverfisnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: GAS -
Fundargerðir 265. og 266. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðirnar lagðar fram. -
Fundargerð 850. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram.
Bæjarstjóra falið að fá sent minnisblaðið við lið 6 sem lagt var fram á fundinum
Til máls tóku: GAS -
Fundargerð 76. Fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram. -
Tillögur og erindi:
a) Ákvörðun kjararáðs um hækkun þingfararkaups.
Frestað til næsta fundar og fjármálastjóra falið að afla frekari gagna fyrir næsta fund.
Til máls tóku: GAS, ÁE, MLÓ, SEJ, ÁH, MÖG.
Fundi var slitið kl.: 17:35