Fara í efni

Bæjarstjórn

14. júní 2017

Miðvikudaginn 14. júní 2017 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 61. fundur Skipulags- og umferðarnefndar.

    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 61 voru borin upp til staðfestingar:
    Mál.nr. 2017050265

    Heiti máls:. Miðbraut 10 svalaskjól

    Lýsing: Fyrispurn um byggingu svalaskjól skv. framlögðum gögnum.

    Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist deiliskipulagi.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
    Til máls tóku: GAS, ÁE, ÁH, MLÓ

    Fundargerð 62. fundur Skipulags- og umferðarnefndar.
    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 62 voru borin upp til staðfestingar:

    Mál.nr.
    2017060090
    Heiti máls: Leyfi fyrir bökubílnum.
    Lýsing: Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir matarbíl á ráðhúslóð. Til kynningar.
    Afgreiðsla: Samþykkt til bráðabirgða til loka ágústmánaðar
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
    Bæjarstjórn felur Gísla Hermannssynir sviðstjóra umferðar og skipulagssviðs að finna þessu stað og hafa umsjón með framkvæmdinni í samráði við samþykkt skipulagsnefndar.
    Til máls tóku: ÁH, GAS

  2. Fundargerð 284. fundar Skólanefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: GAS, SEJ, ÁE

  3. Fundargerðir 137. fundar Menningarnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerð 277. fundar Umhverfisnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: GAS

  5. Fundargerðir 265. og 266. fundar stjórnar Strætó bs.
    Fundargerðirnar lagðar fram.

  6. Fundargerð 850. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
    Fundargerðin lögð fram.
    Bæjarstjóra falið að fá sent minnisblaðið við lið 6 sem lagt var fram á fundinum
    Til máls tóku: GAS

  7. Fundargerð 76. Fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
    Fundargerðin lögð fram.

  8. Tillögur og erindi:
    a) Ákvörðun kjararáðs um hækkun þingfararkaups.
    Frestað til næsta fundar og fjármálastjóra falið að afla frekari gagna fyrir næsta fund.

Til máls tóku: GAS, ÁE, MLÓ, SEJ, ÁH, MÖG.

Fundi var slitið kl.: 17:35

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?