Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann, Bjarni Torfi Álfþórsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.
Fundi stýrði Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.
Fundargerð síðasta fundar staðfest.
Undir dagskrárlið 1 og 2 mættu á fundinn fulltrúar Alta, VSÓ og Hornsteina þau Hlín Sverrisdóttir, Grímur Jónasson og Ögmundur Skarphéðinsson auk Einars Norðfjörð frkvstj. tæknisviðs Seltjarnarnesbæjar.
1. Lögð var fram fundargerð 42. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 22. júní 2004 og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku: Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Stefán Bergmann.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
2. Lögð var fram til fyrri umræðu tillaga að breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarness 1981-2001, ásamt greinargerð í 7 liðum.
Eftir umræður og skýringar fulltrúa ráðgjafafyrirtækjanna var gerð eftirfarandi samþykkt.
Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að auglýsa tillögu að verulegri breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarness 1981-2001 sbr. 1. málsgr. 21. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr 135/1997 með síðari breytingum.
Í ákvörðun bæjarstjórnar felst að ofangreind tillaga verður send Skipulagsstofnun til athugunar áður en til auglýsingar kemur.
Samþykkt samhljóða.
Gestir fundarins viku af fundi kl 17:38
3. Lögð var fram fundargerð 168. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 24. júní 2004 og var hún í 6 liðum.
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
4. Erindi:
a) Tekin var til umræðu og afgreiðslu tillaga meirihluta Sjálfstæðisflokks frá 597. fundi bæjarstjórnar í lið 6c, um skipun starfshóps vegna öryggis íbúa Seltjarnarness og nágrannavörslu.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
b) Lagt var fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 25. maí 2004 um færar leiðir við ljósleiðaralögn á Seltjarnarnesi, samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar á 588. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna við ráðgjafa um gerð nauðsynlegra gagna fyrir verkefnislýsingu og óska álits á færum leiðum.
c) Lagt var fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 14. júní 2004 varðandi endurbyggingu vélflugbrautar á Sandskeiði.
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
Erindinu vísað til Skipulags og mannvirkjanefndar.
Fundi var slitið kl. 18:00