Fara í efni

Bæjarstjórn

593. fundur 28. apríl 2004

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð síðasta fundar staðfest.  

1.           Lagður var fram ársreikningur Hitaveitu Seltjarnarness fyrir árið 2003.

2.           Lagður var fram ársreikningur Vatnsveitu Seltjarnarness fyrir árið 2003.

3.           Lagður var fram ársreikningur Fráveitu Seltjarnarness fyrir árið 2003.

4.           Lagður var fram ársreikningur Hrólfskálamels ehf. fyrir árið 2003.

5.           Lagður var fram ársreikningur Gjafasjóðs Sigurgeirs Einarssonar fyrir árið 2003.

6.           Lagður var fram ársreikningur Félagslegs íbúðarhúsnæðis Seltjarnarnesi fyrir árið 2003, síðari umræða.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.

7.           Lagður var fram ársreikningur Bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2003, síðari umræða.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

Fulltrúar Neslistans leggja fram eftirfarandi bókun vegna ársreiknings bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2003:

Með ársreikningi Bæjarsjóðs Seltjarnarness fylgir ítarleg endurskoðunarskýrsla. Ber að fagna því að ítarlegar útskýringar endurskoðenda bæjarfélagsins séu lagðar fram til frekari glöggvunar. Í skýrslunni er vikið að því að undafarin ár hafa verið töluverð frávik milli rauntalna og samþykktrar fjárhagsáætlunar í málaflokknum Fræðsla og uppeldismál. Athygli vekur að endurskoðendur tíunda í skýrslunni annmarka við kostnaðareftirlit með grunnskólunum, hve samanburður sé flókinn milli reiknilíkans og fjárhagsbókhalds. Þá skýra endurskoðendur frá því hvert sé stjórnsýslulegt hlutverk grunnskólafulltrúa við eftirlit með fjárheimildum grunnskólanna og taka það svo sérstaklega fram að fjárhagsleg ábyrgð sé hjá skólastjórnenda. Þessi umfjöllun er all sérkennileg og vekur upp þá spurningu hvort það sé hlutverk endurskoðenda bæjarfélagsins að framkvæma stjórnsýsluúttekt í endurskoðunarskýrslu og kveða sérstaklega upp úr um ábyrgð eins stjórnenda. Verður að telja þessa framsetningu óvilhalla.

Þá sjá endurskoðendur sérstaka ástæðu til að benda á að stjórnendur bæjarfélagsins ákváðu að breyta afskriftarhlutfalli fasteigna í 67 ár í stað 50 sem er hin almenna regla. Fulltrúar Neslistans telja þá ráðstöfun mjög varhugaverða, enda verður að telja að fasteignir á Seltjarnarnesi hafi ekkert lengri líftíma en fasteignir annarsstaðar og telja umrædda ráðstöfun eingöngu gerða til að sýna betri rekstrarafkomu bæjarsjóðs.

Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson

            (sign)                                        (sign)                    (sign)

 

Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.

8.           Lögð var fram fundargerð 343. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 15. apríl 2004 og var hún í 9 liðum.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lögð var fram fundargerð 38. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar  Seltjarnarness, dagsett 16. apríl 2004 og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku: Inga Hersteinsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10.      Lögð var fram fundargerð 281. (20.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 20. apríl 2004 og var hún í 5 liðum.

Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Ásgerður Halldórsdóttir

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11.      Lögð var fram fundargerð 143. (38.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 19. apríl 2004 og var hún í 5 liðum.

Til máls tók: Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12.      Lögð var fram fundargerð 54. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 21. apríl 2004 og var hún í 7 liðum.

Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson.

Bæjarstjórn Seltjarnarness óskar Leikfélagi Seltjarnarness til hamingju með frábærar sýningar á Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson og þakkar félagsmönnum fyrir þeirra framlag til menningarmála á Seltjarnarnesi.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

13.      Lögð var fram fundargerð stjórnar Gjafasjóðs Sigurgeirs Einarssonar, dagsett 7. apríl 2004 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

14.      Lögð var fram fundargerð 56. fundar stjórnar Veitustofnana á Seltjarnarnesi, dagsett 20. apríl 2004 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

15.      Lögð var fram fundargerð 266. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 5. apríl 2004 og var hún í 7 liðum.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

16.      Lögð var fram fundargerð 237. fundar stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 30. mars 2004 og var hún í 10 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

17.      Tillögur og erindi:

a)     Lagt var fram bréf SSH dagsett 30. mars 2004 vegna tillögu um breyttar stofnsamþykktir SORPU bs., ásamt drögum að stofnsamningi Sorpu bs.  og greinargerð með honum.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Stofnsamningur SORPU bs. var samþykktur samhljóða.

b)    Lagt var fram samkomulag Fríðu Regínu Höskuldsdóttur og bæjarstjórans á Seltjarnarnesi fyrir hönd Seltjarnarneskaupstaðar dagsett 16. apríl 2004,  um starfslok Fríðu Regínu sem skólastjóra Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkti samninginn með 4 atkvæðum fulltrúa D-lista gegn 3 atkvæðum fulltrúa Neslistans.

 

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

Bæjarfulltrúar Neslistans greiða atkvæði gegn starfslokasamningi bæjarstjóra við skólastjóra Mýrarhúsaskóla. Það skal skýrt tekið fram að fulltrúar Neslistans telja skólastjórann ekki of sælan af umræddum starfslokasamningi en harma þann skaða sem bæjarstjóri og meirihluti sjálfstæðismanna hafa valdið skólasamfélaginu á Nesinu með ómálefnalegum og fordæmalausum vinnubrögðum við sameiningu skólanna. Umrædd sameining kostar bæjarsjóð sennilega nálægt 20 milljónum króna. Skilyrði starfslokasamningsins var m.a. sá að skólastjórinn drægi kæru frá jafnréttisnefnd til baka sem og að fallið yrði frá frekari kærum. Bæjarstjórinn er með þessum samningi að kaupa sér frið frá eigin vandræðagangi og hefur eytt skattpeningum í eigin friðþægingu.

Farsælum skólastjóra hefur nú verið vikið frá á erfiðum og annasömum tíma í skólastarfi, sem hefur sett allt í uppnám á 4-500 manna vinnustað. Sameiningin á að eiga sér stað 1. ágúst n.k.. Engu að síður ákvað bæjarstjóri að víkja skólastjóra samstundis frá. Með þeirri ákvörðun sinni afhjúpar bæjarstjóri hinar raunverulegu ástæður sameiningar skólanna, sem ekki verður séð að snúist um neitt annað en að koma skólastjóranum frá. Engin fagleg rök hafa verið lögð fram fyrir kostum þess að sameina skólana. Málsmeðferð þessi ber vott um grófa valdníðslu og hafa foreldrar og kennarar verið niðurlægðir og forsmáðir. Það er ólýðandi að hægt sé að komast upp með að misbeita valdi með þeim hætti og gert hefur verið hér.

Guðrún Helga Brynleifsdóttir,Sunneva Hafsteinsdóttir,Árni Einarsson

                (sign)                              (sign)                        (sign)

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

Það er mál að pólitískum hráskinnaleik minnihlutans linni. Minnihlutanum er engin sæmd í þessum orðum og verða sér enn til minnkunar með afbökunum og tilhæfulausum persónuárásum.

Jónmundur Guðmarsson        Bjarni Torfi Álfþórsson

                (sign)                              (sign)

Inga Hersteinsdóttir                Ásgerður Halldórsdóttir

                (sign)                              (sign)

 

 

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

Það verður að þora segja það sem er á allra vitorði að persónuleg óvild hefur ráðið för í þessu máli eins og mörg dæmi sýna.

Guðrún Helga Brynleifsdóttir,Sunneva Hafsteinsdóttir,Árni Einarsson

                   (sign)                              (sign)                        (sign)

 

 

Fundi var slitið kl. 18:05  

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?