Miðvikudaginn 18. janúar 2017 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Magnús Rúnar Dalberg (MRD) og Árni Einarsson (ÁE).
Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:- Fundargerð 42. fundar Bæjarráðs.
Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni sem eru 10 tl. eru staðfestar samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir, 10. tl. fundargerðar 42, viðauka 4 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 35.600.000,- vegna launahækkana nýrra kjarasamninga 2016 og veikinda. Kostnaður þessi skal greiddur af mismunandi deildum skv. fylgiskjali 1 og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
Bæjarstjórn samþykkir einnig tekjuauka að upphæð kr. 95.000.000,- á útsvarstekjum vegna kjarasamningsbreytinga. Tekjur þessar skulu færðar á lið 00-010 0020 í þegar samþykktri áætlun fyrir árið 2016.
Fundargerð 43. fundar Bæjarráðs.
Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni sem eru 8 tl. eru staðfestar samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir, 1. tl. fundargerðar 43, viðauka 1 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 15.313.340,- vegna Íþróttafélagsins Gróttu. Kostnaður þessi skal greiddur af Bæjarsjóði Seltjarnarness 06 820 9910 og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
Bæjarstjórn samþykkir, 2. tl. fundargerðar 43.
Til máls tóku: GAS, ÁE, MÖG -
Fundargerð 51. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerð 52. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerð 53. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerð 54. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Fundargerðin lögð fram. -
Fundargerð 396. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: ÁE, GAS, MÖG, SEJ
-
Fundargerðir 271. og 272. fundar Umhverfisnefndar.
Fundargerðirnar lagðar fram.
-
Fundargerð 4. fundar Öldungaráðs.
Fundargerðin lögð fram. -
Fundargerð 356. fundar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerðir 256. og 257. fundar stjórnar STRÆTÓ bs.
Fundargerðirnar lagðar fram.
Til máls tóku: GAS, SEJ
-
Fundargerð 72. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerðir 437. og 438. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðirnar lagðar fram.
-
Fundargerð 369. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 845. fundar stjórnar Sambands ísl sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram.
Fundi var slitið kl.: 17:12