Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Þriðjudaginn 20. september og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður. Árni Einarsson boðaði forföll.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2016090055.
Samstarfssamningur um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Bréf SSH dags. 7.9.2016 varðandi samstarfssamning SSH um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Bæjarráð samþykkir nýjan samstarfssamning 1.1.2017-31.12.2021.
-
Málsnúmer 2016090001.
Sæbraut 2
Bæjarstjóri og félagsmálastjóri gerðu grein fyrir málinu og málið rætt.
-
Málsnúmer 2016040138.
Miðbraut 34.
Lögð fram umsögn um kæru á byggingarleyfi frá Ívari Pálssyni lögmanni Landslaga við fyrirspurn Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
-
Málsnúmer 2016060162.
Frístund.
Bæjarstjóri og fræðslustjóri gerðu grein fyrir málinu og málið rætt.
-
Málsnúmer 201609126.
Menningarhátíð Listahátíðar kirkjunnar.
Bæjarstjóri lagði fram dagskrá og kostnaðaráætlun hátíðarinnar. Bæjarráð samþykkir að styrkja hátíðina um kr. 500.000.-.
-
Málsnúmer 2016030042.
Úthlutunarlíka fyrir skólaárið 2016-2017.
Fræðslustjóri gerði grein fyrir forsendum úthlutunar fyrir skólaárið 2016-2017. Bæjarráð samþykkir að úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2016-2017.
-
Málsnúmer 2016090019.
Umsókn um stuðning í sérkennslu við Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2016-2017.
Fræðslustjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir kostnaðarauka að fjárhæð kr. 1.269.560.- á mánuði með launatengdum gjöldum.
-
Málsnúmer 2016090114.
Ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkur prófastdæma fyrir árið 2015.
Lögð fram.
-
Málsnúmer 2016080303.
Árshlutauppgjör Sorpu bs 1. janúar til 30. júní 2016.
Lögð fram.
-
Málsnúmer 2016030084 .
Hjúkrunarheimili.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir eftirtöldum tilboðum er bárust:
1. LNS Saga efh. kr. 1.465.307.033.-
2. Íslenskir aðalverktakar hf kr. 1.567.095.392.-
3. JÁ VERK ehf. kr. 1.489.714.000.-
4. Eykt ehf. kr. 1.868.894.844.-
5. Hagtak hf. kr. 1.647.250.000.-
6. Ístak hf. kr. 1.588.999.957.-
Kostnaðaráætlun hönnuða gerði ráð fyrir kr. 1.467.736.199.-.
Fjármálastjóri upplýsti að tilboðin uppfylla innkaupareglur bæjarins. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægst bjóðanda með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 76. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. -
Málsnúmer 2016090180.
Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2017 – drög að forsendum og tíma- og vinnuferli.
Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri gerði grein fyrir drögum að forsendum fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 og lagði fram yfirlit yfir tíma- og vinnuferli.
-
Fjárstreymisyfirlit 1. janúar til 31. júlí 2016.
Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri fór yfir fyrstu sjö mánuði ársins.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl.17:34