Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 13. október og hófst hann kl. 8:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson boðaði forföll.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri sem ritaði fundargerð í tölvu.
Félagsmálastjóri Snorri Aðalsteinsson sat undir lið nr. 2.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2016020008.
Drög að reglum fyrir Hvatningarsjóð fyrir unga listamenn.
Lagt fram og frestað til næsta fundar.
-
Málsnúmer 2016090001.
Samningur um málefni fatlaðra.
Bæjarstjóri og félagsmálastjóri gerðu grein fyrir málinu og málið rætt. Bæjarstjóra falið að senda bréf á Velferðarráðuneytið m.v. umræður á fundinum. Auglýst verður eftir starfsfólki á næstu dögum. Stefnt er að því að taka við málaflokknum 1. janúar 2017. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.
-
Málsnúmer 2016090146.
Félag atvinnurekenda.
Bréf Félag atvinnurekenda dags. 22.09.2016 varðandi þróun fasteignamats atvinnuhúsnæðis og álagningu fasteignaskatta lagt fram.
-
Málsnúmer 2016090152.
Skógarmenn KFUM, Vatnaskógi.
Bréf Skógarmanna KFUM dags. 23.09.2016 varðandi styrk vegna bygginga Birkiskála II, bæjarráð samþykkir kr. 50.000.-.
Fleira ekki tekið fyrir á fundinum. Fundi slitið kl. 08:30.