Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 18. ágúst og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu. Ívar Pálsson lögmaður sat undir lið 1. Snorri Aðalsteinsson, félagsmálastjóri sat undir lið 10, og Baldur Pálsson fræðslustjóri sat undir lið 3,4,5. Guðmundur Ari Sigurjónsson vék af fundi undir lið 2.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2016040138.
Miðbraut 34.
Umsókn um þak stólað upp í hæð á mæni 2,5 vísað frá bæjarstjórn til umræðu í bæjarráði. Ívar Pálsson lögmaður bæjarins í skipulagsmálum mætti og gerði grein fyrir málinu.
Eftirfarandi tillögur teknar fyrir frá bæjarstjórn fundur nr. 834:
Tillaga 1
Óskað verði eftir óháðu sérfræðiáliti skipulagssérfræðings og lögfræðings á því hvort umsögn Valdísar Bjarnadóttur skipulagshöfundar á deiluskipulagi Vesturhverfis og afgreiðsla skipulagsnefndar um að hætta við auglýsta deiluskipulagsbreytingu standist fyrir dómsstólum.
Bæjarráð samþykkir og felur bæjarstjóra að óska eftir áliti.
Tillaga 2
Undirritaður bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga ber upp tillögu um að byggingarleyfi fyrir Miðbraut 34 verði afturkallað tímabundið þangað til að endanleg niðurstaða liggur fyrir í málinu.
Bæjarráð hafnar tillögu 2, en mun óska eftir niðurstöðu við tillögu 1 innan fjögurra daga.
Tillaga 3
Undirritaður bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga ber upp tillögu um að vísa áframhaldandi vinnu við mál Miðbrautar 34 til bæjarráðs.
Samþykkt. -
Málsnúmer 2016060018.
Bréf GAS dags. 30.05.2016 um ósk um launalaust leyfi frá 22.11.2016 til 22.05.2017.
Bæjarráð samþykkir launalaust leyfi til 22. maí 2017 þar sem starfsmaður er upplýstur um fyrirhugaður breytingar á Skólaskjóli og Seli sem nú er í skoðun gæti starf hans tekið breytingum þegar hann kemur til baka úr leyfi vorið 2017.
-
Málsnúmer 2016080047.
Bréf EMR dags. 02.08.2016 um ósk um styrk til náms í leikskólakennarafræðum. Fræðslustjóri gerði grein fyrir umsókninni.
Bæjarráð samþykkir styrk til náms í leikskólakennarafræðum samkvæmt reglum Seltjarnarnesbæjar.
-
Málsnúmer 2016080056.
Bréf BFE dags. 07.08.2016 um ósk um styrk til náms í leikskólakennarafræðum.
Bæjarráð samþykkir styrk til náms í leikskólakennarafræðum samkvæmt reglum Seltjarnarnesbæjar.
-
Málsnúmer 2016080057.
Bréf SG 17.08.2016 um ósk um styrk til að sækja námskeið í mannauðsstjórnun og leiðtogafæri við HR.
Bæjarráð samþykkir þessa umsókn.
-
Málsnúmer 2016070037
Eiðistorg 5.
Bréf Umboðsmanns Alþingis dags. 14.07.2016 þar sem óskað er eftir upplýsingum frá bænum varðandi erindi húsfélagsins um kvaðir um gönguleiðir á lóðinni að Eiðistorgi 5.
Bæjarstjóri upplýsti um málið og lagði fram svör Umboðsmanns Alþingis varðandi þessa fyrirspurn. -
Málsnúmer 2016080075.
Unglingadeild Árný - slysavarnardeild.
Bréf Unglingadeildar Árný/Seltjarnarnesi dags. 12.07.2016 varðandi beiðni um styrk vegna utanfarar deildarinnar til Þýsklands til bæta þekkingu ungs fólks á björgunarstörfum.
Bæjarráð samþykkir kr. 100.000.- í þetta verkefni.
-
Málsnúmer 2016070031.
Seltjarnarneskirkja.
Beiðni um styrk til að mæta hitaveitugjöldum.
Bæjarráð samþykkir styrk fyrir árið 2016 og felur bæjarstjóra að ganga frá því.
-
Málsnúmer 2016070015.
Eineltisáætlun Seltjarnarnesbæjar - endurskoðun.
Bæjarstjóri upplýsti um að ný reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum nr. 1009/2015. hafi verið samþykkt því beri að endurskoða núverandi áætlun bæjarins.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og felur Gunnar Lúðvíkssyni starfsmannastjóra að endurskoða áætlunina og leggja fyrir ráðið í lok október til samþykktar.
-
Málsnúmer 2015050234.
Endurskoðuð þjónustulýsing og sameiginlegar reglur vegna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.
Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri kynnti sameiginlegar reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks sem samráðshópur SSH um þjónustu við fatlað fólk tók til umfjöllunar og lagði fram tillögu að breytingum.
Bæjarráð staðfestir tillögur samráðshóp SSH um reglur vegna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.
-
Málsnúmer 2016060187.
Gjafasjóður Sigurgeirs Einarssonar.
Ársreikningur ársin 2015 lagður fram.
-
Málsnúmer 2016030028.
Skjalastefna Seltjarnarnesbæjar.
Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri gerði grein fyrir málinu.
-
Fjárstreymisyfirlit 1. janúar til 30. júní 2016.
Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri fór yfir fyrstu sex mánuði ársins.
Fundi slitið kl. 10:05