Fara í efni

Bæjarráð

14. júní 2016

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Þriðjudaginn 14. júní og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður, Ásgerður Halldórsdóttir, aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir, aðalmaður.

Ennfremur sat fundinn Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2016030067.

    Sundlaug - opnunartími.

    Á fundi ÍTS 13.5. sl. var vísað til bæjarráðs beiðni um lengri á opnunartíma sundlaugar um helgar frá 17. júní til 31. ágúst 2016 frá kl. 18:00 til kl. 19:30.

    Kostnaðaráætlun vegna lengri opnunartíma þessar helgar er:
    Helgaropnun:
    Lengja opnunartíma frá kl. 18:00 í kl. 19:30
    Vaktirnar verða þá frá kl. 16:00 - 19:30, í stað 16:00 - 18:00
    Tímakaup starfsmanna er kr. 4.500,- á tímann.
    1,5 tími x 26 skipti (allt sumarið) = 39 tímar í 3 mánuði fyrir einn starfsmann
    3 starfsmenn eru á vakt sem gera þá 117 tíma í tímaaukningu fyrir sumarið.
    117 tímar x 4.500,- = 526.500,- kostar aukningin allt sumarið

    Bæjarráð samþykkir lengri opnunartíma um helgar frá 18. júní til 31. ágúst.

  2. Málsnúmer 2016060111.
    Umsókn um styrk til náms í leikskólakennarafræðum.
    MG sækir um styrk til náms í leikskólakennarafræðum M.Ed í leikskólakennarafræðum.
    Bæjarráð samþykkir

  3. Málsnúmer 2016050351.

    Hús Lækningaminjasafnsins.

    Bréf Yrki arkitekta dags. 26.6.2016 lagt fram.

  4. Málsnúmer 2016050374.

    Leyfi fyrir matsölureiðhjól.

    Lagt frá erindi frá Sesar ehf. Til að starfrækja matsölureiðhjól með íspinna.

    Bæjarráð samþykkir erindið til 30. September 2016.

  5. Málsnúmer 20169050316.

    Landsnet kerfisáætlun 2016-2025.

    Bréf Landsnets dags. 24.05.2016 varðandi kerfisáætlun samkvæmt raforkulögum nr. 65/203 lagt fram og vísað til sviðstjóra umhverfissviðs.

  6. Málsnúmer 2016020028.

    Hjúkrunarheimili Safnatröð 2.

    Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins. Búið er að rýna frágang útboðsgagna fyrir heimilið. Fyrir liggur útboðsgögn, verklýsingar og magntöluskrár vegna útboða. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið og senda gögnin út til bjóðenda.

    Fleira ekki tekið fyrir.

    Fundi slitið kl. 8:22

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?