Bæjarráð fundur nr. 32
Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 12. maí og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Baldur Pálsson, fræðslustjóri sat fundinn undir liðum 1 og 2, Haukur Geirmundsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 2.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2015040134.
Minnisblað fræðslustjóra dags. 3.5.2016 varðandi húsnæði fyrir skólaskjól/frístund.
Fræðslustjóri kynnti hugmyndir skólastjórnenda. Bæjarráð tekur jákvætt í þessa beiðni og felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið.
-
Málsnúmer 2016050162.
Mat á núverandi fyrirkomulagi þjónustu við börn og unglinga hjá Seltjarnarnesbæ.
Arnar Jónsson og Steingrímur Sigurgeirsson sérfræðingar frá Capacent kynntu úttekt og tillögu að nýju fyrirkomulagi við þjónustu við börn og unglinga hjá Seltjarnarnesbæ. Bæjarráð lýsir ánægju sinni með nýja skilgreiningu á þessari þjónustu og greinargerðin verði kynnt fyrir skólanefnd og ÍTS.
-
Málsnúmer 2016050181.
Bréf Rvk.studios ehf. dags. 9. maí 2016, fyrirspurn varðandi Lækningaminjasafn lagt fram.
Kauptilboð Skientia ehf. dags. 11. maí 2016 varðandi Lækningaminjasafn lagt fram.
Bæjarstjóra falið að skoða málin áfram miðað við umræður á fundinum.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 9:10