Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 28. apríl og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri sem ritaði fundargerð í tölvu.
Undir lið nr. 3 sat Stefán Bjarnason.
Undir lið nr. 10 sat Baldur Pálsson fræðslustjóri.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2016040122.
Bæjarstjóri lagði fram uppfærða þjónustustefnu bæjarins. Bæjarráð samþykkir nýja uppfærslu og verður hún sett á heimasíðu bæjarins.
-
Málsnúmer 2016040153.
Upplýsingar kjörinna fulltrúa um fjárhagslega hagsmuni og önnur trúnaðarstörf.
Skráning og birting upplýsinga kjörinna fulltrúa um fjárhagslega hagsmuni og önnur trúnaðarstörf. Samþykkt að taka þátt í samstarfsverkefni KPMG sem mun útbúa grunn að reglum um skráningu og skjal til að halda utan um slíkar upplýsingar. Samþykkt og bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.
-
Málsnúmer 2016040117.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla og aðgengi að henni.
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18.04.2016 varðandi fyrirkomulag utankjörfundaratkvæðagreiðslu og aðgengi að henni. Stefán Bjarnason mætti á fund ráðsins og fór yfir komandi forsetakosningar honum falið að skoða hvort við gætum boðið upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Seltjarnarnesi.
-
Málsnúmer 2016040067.
Austurströnd 2.
Bréf húsfélagsins á Austurströnd 2 dags. 12.04.2016 lagt fram. Bæjarráð samþkkir að að fara í viðhaldsframkvæmdir að fjárhæð kr. 4,6 mkr. sem er hlutur bæjarins.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 4.6 mkr.,- samkvæmt 1. málsl. 2 mgr. 63 gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
-
Málsnúmer 2016040065.
Staðfesting á útsvarsprósentu við álagningu 2016 á tekjur ársins 2015.
Bréf Ríkisskattstjóra dags. 8.04.2016 lagt fram.
-
Málsnúmer 2016040005.
Lögreglusamþykkt Seltjarnarnesbæjar.
Bæjarstjóri lagði fram drög að endurskoðaðri lögreglusamþykkt bæjarins, bæjarráð samþykkir að vísa endurskoðari samþykkt til nefnda bæjarins til umsagna.
-
Málsnúmer 2016040154.
Bæjarráð samþykkir að veita Fanney Hauksdóttur styrk að fjárhæð kr. 100.000.- vegna frábærs árangur á heimsmeistaramóti í bekkpressu þar sem hún náði öðru sæti.
-
Málsnúmer 2015040134.
Framtíðaruppbygging þjónustu til foreldra eftir fæðingarorlof.
Baldur Pálsson fór yfir stöðuna eins og hún er í dag en búið er að vera að skoða og vinna með tillögur sem fram komu í skýrslunni. Einnig nefndi Baldur vinnu Capacent sem mun skila af sér fljótlega til bæjarráðs.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 9:15