Fara í efni

Bæjarráð

28. apríl 2016

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 28. apríl og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr. 3 sat Stefán Bjarnason.

Undir lið nr. 10 sat Baldur Pálsson fræðslustjóri.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2016040122.

    Bæjarstjóri lagði fram uppfærða þjónustustefnu bæjarins. Bæjarráð samþykkir nýja uppfærslu og verður hún sett á heimasíðu bæjarins.

  2. Málsnúmer 2016040153.

    Upplýsingar kjörinna fulltrúa um fjárhagslega hagsmuni og önnur trúnaðarstörf.

    Skráning og birting upplýsinga kjörinna fulltrúa um fjárhagslega hagsmuni og önnur trúnaðarstörf. Samþykkt að taka þátt í samstarfsverkefni KPMG sem mun útbúa grunn að reglum um skráningu og skjal til að halda utan um slíkar upplýsingar. Samþykkt og bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.

  3. Málsnúmer 2016040117.

    Utankjörfundaratkvæðagreiðsla og aðgengi að henni.

    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18.04.2016 varðandi fyrirkomulag utankjörfundaratkvæðagreiðslu og aðgengi að henni. Stefán Bjarnason mætti á fund ráðsins og fór yfir komandi forsetakosningar honum falið að skoða hvort við gætum boðið upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Seltjarnarnesi.

  4. Málsnúmer 2016040067.

    Austurströnd 2.

    Bréf húsfélagsins á Austurströnd 2 dags. 12.04.2016 lagt fram. Bæjarráð samþkkir að að fara í viðhaldsframkvæmdir að fjárhæð kr. 4,6 mkr. sem er hlutur bæjarins.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 4.6 mkr.,- samkvæmt 1. málsl. 2 mgr. 63 gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

  5. Málsnúmer 2016040065.

    Staðfesting á útsvarsprósentu við álagningu 2016 á tekjur ársins 2015.

    Bréf Ríkisskattstjóra dags. 8.04.2016 lagt fram.

  6. Málsnúmer 2016040005.

    Lögreglusamþykkt Seltjarnarnesbæjar.

    Bæjarstjóri lagði fram drög að endurskoðaðri lögreglusamþykkt bæjarins, bæjarráð samþykkir að vísa endurskoðari samþykkt til nefnda bæjarins til umsagna.

  7. Málsnúmer 2016040154.

    Bæjarráð samþykkir að veita Fanney Hauksdóttur styrk að fjárhæð kr. 100.000.- vegna frábærs árangur á heimsmeistaramóti í bekkpressu þar sem hún náði öðru sæti.

  8. Málsnúmer 2015040134.

    Framtíðaruppbygging þjónustu til foreldra eftir fæðingarorlof.

    Baldur Pálsson fór yfir stöðuna eins og hún er í dag en búið er að vera að skoða og vinna með tillögur sem fram komu í skýrslunni. Einnig nefndi Baldur vinnu Capacent sem mun skila af sér fljótlega til bæjarráðs.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 9:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?