Fara í efni

Bæjarráð

08. apríl 2016

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Föstudaginn 8. apríl og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið 1 sátu Snorri Aðalsteinsson sviðsstjóri og Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir formaður fjölskyldunefndar einnig fundinn.

Fyrir var tekið:

  1. Málefni fatlaðra einstaklinga.

    Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar og Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar fóru yfir málefni íbúa Sæbrautar 2

  2. Málsnúmer 2016040015

    Fjölþætt heilsurækt í sveitarfélögum – Leið að farsælli öldrun.

    Bæjarráð samþykkir að fara í verkefni með Janusi Guðlaugssyni til næstu þriggja ára.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 9:20

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?