Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 31. mars og hófst hann kl. 8:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Undir lið nr. 1 sat Snorri Aðalsteinsson, félagsmálastjóri og undir lið nr. 2 Janus Guðlaugsson PhD.
Fyrir var tekið:
-
Málefni heimilisins að Sæbraut 2..
Snorri Aðalsteinsson, félagsmálastjóri fór yfir málið.
-
Fjölþætt heilsurækt í sveitarfélögum- Leið að farsælli öldrun.
Janus Guðlaugsson PhD íþrótta- og heilsufræðingur mætti á fund bæjarráðs og kynntiverkefnið ,,Fjölþætt heilsurækt í sveitarfélögum“. Bæjarráð þakkar Janusi fyrir greinargóða kynningu og felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið.
-
Málsnúmer 2016030098.
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi úthlutun úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða og ný lög um landsáætlun um innviði.
Lagt fram.
-
Málsnúmer 2016030092.
Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis.
Bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis f. gististað í flokki I, Valhúsabraut 35.
Bæjarráð samþykkir útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki I.
-
Málsnúmer 2016030094.
Ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu SSH, fyrir árið 2015.
Lagður fram.
-
Málsnúmer 2015090165.
Framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2015.
Bréf innanríkisráðuneytisins dags. 8.3.2016 um úthlutanir og uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna ársins 2015.
Lagt fram.
-
Málsnúmer 2015090007.
Ársreikningur Sorpu fyrir árið 2015.
Lagður fram.
-
Málsnúmer 2016030041.
Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi átak í viðhaldi og endurnýtjun gatnakerfisins, dags. 8.3.2016.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja aðild að samstarfsverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um átak í viðhaldi og endurnýjun gatnakerfis, enda verði aðild að verkefninu samþykkt af öllum hlutaðeigandi sveitarfélgöum.
-
Málsnúmer 2016030040.
Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborbarsvæðinu varðandi samstarfsamning um verkefnið Fluglestin, dags. 8.3.2016.
Lagt fram til kynningar.
-
Málsnúmer 2016030007.
Þjónustumiðstöð.
Bæjarstjóra falið að leggja fram tillögu að vinnuhóp til að skoða núverandi starfsemi og aðstöðu þjónustumiðstöðvar og framtíðarþörf sveitarfélagsins.
Tillaga bæjarstjóra: Sigrún Edda Jónsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Magnús Örn Guðmundsson, Árni Einarsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Margrét Lind Ólafsdóttir og Ásgerður Halldórsdóttir.
Starfsmenn: Gísli Hermannsson og Gunnar Lúðvíksson.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra samhljóða.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 9:10