Fara í efni

Bæjarráð

11. febrúar 2016

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 11. febrúar og hófst hann kl. 8:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr. 1 sat: Björn H. Halldórsson, Guðmundur Tryggvi Ólafsson og Gísli Hermannsson sviðstjóri umhverfissviðs.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2016020056.

    Erindi frá Sorpu bs. varðandi söfnun á plasti.

    Framkvæmdastjóri Sorpu Björn H. Halldórsson og Guðmundur Tryggvi Ólafsson yfirverkfræðingur kynntu hugmyndir fyrirtækisins varðandi söfnun á plasti frá íbúum.

    Bæjarráð tekur jákvætt í þetta tilraunaverkefni og samþykkir það fyrir árið 2016.

    Sorpa sér um alla kynningu á verkefninu fyrir íbúa.

    Einnig kynnti framkvæmdastjóri stefnumótun stjórnar Sorpu, niðurstöður rannsókna á heimilisúrgangi og niðurstöður spurningavagns Sorpu í Gallup neyslukönnun.

  2. Málsnúmer 2016020008.

    Hvatningarsjóður ungra listamanna 2017.

    Tillaga menningarnefndar Seltjarnarness á fundi nr. 128, 4.2.2016 lögð fram.

    Bæjarráð vísar til skoðunar í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017.

  3. Málsnúmer 2016020022.

    Slysavarnardeildin Varðan.

    Bréf Slysavarnadeildar Vörðunnar dags. 3.2.2016, beiðni um styrk.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið áfram.

  4. Málsnúmer 2016020030.

    Bréf Skáksambands Íslands dags. 20.1.2015 varðandi íslandsmóti í skák 2016.

    Bæjarstjóri kynnti málið, bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur fræðslustjóra að vinna áfram með málið.

  5. Málsnúmer 2015080170.

    Félagsheimili Seltjarnarness.

    Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar Félagsheimilis Seltjarnarness dags. 26.01.2016 varðandi yfirfærslu félagsheimilisins til eignasjóðs Seltjarnarnesbæjar. Bæjarstjóra falið að þinglýsa gögnum og ganga frá formsatriðum er málið varðar.

  6. Málsnúmer 2015110020.

    Bréf stjórnar Snorrasjóðs, The Snorri Program dags. 30.10.2015, beiðni um styrk fyrir árið 2016.

    Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð kr. 100.000.-.

  7. Málsnúmer 2015110055.

    Bréf JEÞ, til fjármála- og efnahagsráðuneytisins dags. 24.11.2015.

    Lagt fram.

  8. Málsnúmer 2016020031.

    Bréf Umboðsmanns barna dags. 4.2.2016 varðandi niðurskurð sem nú er fyrirhugaður hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.

    Lagt fram.

  9. Málsnúmer 2016010181.

    Bréf stjórnar Strætó bs. Varðandi hönnunarreglur fyrir stoppistöðvar Strætó, dags. 28.01.2016.

    Lagt fram, og vísað til sviðstjóra umhverfissviðs.

Fundi var slitið kl.: 09:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?