Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 11. febrúar og hófst hann kl. 8:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Undir lið nr. 1 sat: Björn H. Halldórsson, Guðmundur Tryggvi Ólafsson og Gísli Hermannsson sviðstjóri umhverfissviðs.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2016020056.
Erindi frá Sorpu bs. varðandi söfnun á plasti.
Framkvæmdastjóri Sorpu Björn H. Halldórsson og Guðmundur Tryggvi Ólafsson yfirverkfræðingur kynntu hugmyndir fyrirtækisins varðandi söfnun á plasti frá íbúum.
Bæjarráð tekur jákvætt í þetta tilraunaverkefni og samþykkir það fyrir árið 2016.
Sorpa sér um alla kynningu á verkefninu fyrir íbúa.
Einnig kynnti framkvæmdastjóri stefnumótun stjórnar Sorpu, niðurstöður rannsókna á heimilisúrgangi og niðurstöður spurningavagns Sorpu í Gallup neyslukönnun.
-
Málsnúmer 2016020008.
Hvatningarsjóður ungra listamanna 2017.
Tillaga menningarnefndar Seltjarnarness á fundi nr. 128, 4.2.2016 lögð fram.
Bæjarráð vísar til skoðunar í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017.
-
Málsnúmer 2016020022.
Slysavarnardeildin Varðan.
Bréf Slysavarnadeildar Vörðunnar dags. 3.2.2016, beiðni um styrk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið áfram.
-
Málsnúmer 2016020030.
Bréf Skáksambands Íslands dags. 20.1.2015 varðandi íslandsmóti í skák 2016.
Bæjarstjóri kynnti málið, bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur fræðslustjóra að vinna áfram með málið.
-
Málsnúmer 2015080170.
Félagsheimili Seltjarnarness.
Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar Félagsheimilis Seltjarnarness dags. 26.01.2016 varðandi yfirfærslu félagsheimilisins til eignasjóðs Seltjarnarnesbæjar. Bæjarstjóra falið að þinglýsa gögnum og ganga frá formsatriðum er málið varðar.
-
Málsnúmer 2015110020.
Bréf stjórnar Snorrasjóðs, The Snorri Program dags. 30.10.2015, beiðni um styrk fyrir árið 2016.
Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð kr. 100.000.-.
-
Málsnúmer 2015110055.
Bréf JEÞ, til fjármála- og efnahagsráðuneytisins dags. 24.11.2015.
Lagt fram.
-
Málsnúmer 2016020031.
Bréf Umboðsmanns barna dags. 4.2.2016 varðandi niðurskurð sem nú er fyrirhugaður hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.
Lagt fram.
-
Málsnúmer 2016010181.
Bréf stjórnar Strætó bs. Varðandi hönnunarreglur fyrir stoppistöðvar Strætó, dags. 28.01.2016.
Lagt fram, og vísað til sviðstjóra umhverfissviðs.
Fundi var slitið kl.: 09:15