Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Þriðjudaginn 15. desember og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 201512132.
Bakvaktir í barnaverndarmálum.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu, bæjarráð samþykkir drögin og felur félagsmálastjóra að undirrita samkomulagið um bakvaktir í barnaverndarmálum.
-
Málsnúmer 2015110066.
Bréf Reykjavík Lawyers varðandi málefni Strætó bs. um rammasamning vegna aksturs fyrir fatlað fólk.
Lagt fram, bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu stjórnar Strætó bs.
-
Málsnúmer 2014030048.
Viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2015.
Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri gerði grein fyrir viðauka nr 5 og 6 vegna launahækkana nýgerðra kjarasamninga sem falla inn á fjárhagsárið 2015 og aukningar á útsvarstekjum.
Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 16:20