Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 26. nóvember og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2015110048.
Upplýsingaskilti endurhönnun.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
-
Málsnúmer 2015110044.
Gjaldskrá slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Ný gjaldskrá fyrir árið 2016 samþykkt samhljóða.
-
Málsnúmer 2015110025.
Ársreikningur Samtaka Sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu árið 2014.
Lagður fram.
-
Málsnúmer 2015110005.
Gjaldskrá Heilbrigðiseftirlit Kjósvarsvæðis.
Ný gjaldskrá fyrir árið 2016 samþykkt samhljóða.
-
Málsnúmer 2015050234.
Sameiginleg ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu.
Bréf SSH dags. 16.10.2015 varðandi sameiginlega ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu lagt fram.
Lögð fram samþykkt stjórnar SSH um breytingu á útreikningi á kostnaði á akstri ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk ásamt breytingu á skipulagi.
Tillaga stjórnar SSH um nýja kostnaðarskiptingu samþykkt samhljóða.
-
Málsnúmer 2015110052.
Samhjálp félagasamtök sem rekur meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot.
Samþykktur styrkur að fjárhæð kr. 200.000.- samþykkt samhljóða.
-
Málsnúmer 2014100043
Bókasafn Seltjarnarness 130 ára.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjóra til jákvæðar afgreiðslu.
-
Málsnúmer 201511054
Yfirlit málaflokka fyrir tímabilið janúar – október 2015, fjárstreymisyfirlit.
Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri gerði grein fyrir málaflokkayfirliti fyrir tímablið janúar – október 2015, auk fjárstreymisyfirliti.
Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 08:30