Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 5. nóvember og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Fyrir var tekið:
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2015100094.
Námskeið ,,Að verða foreldri“.
Bréf ÓGG dags. 21.10.2015 lagt fram.
-
Málsnúmer 2015100088.
Mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.
Minnisblað varðandi álagningu fasteignaskatts á húsnæði ferðaþjónustu lagt fram. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.
-
Málsnúmer 2015060060.
Móakot og tún við Safnatröð.
Bréf Minjastofnunar dags. 22.10.2015 lagt fram ásamt skýrslu Fornleifastofnunar Íslands varðandi fornleifakönnun við Móakot og Safnatröð 2. áfangi.
-
Málsnúmer 2015030051.
Samstarf, fimleikar á Seltjarnarnesi.
Bréf Borgarstjórinn í Reykjavík dags. 22.10.2015, varðandi samstarf um fimleikastarf á Seltjarnarnesi.
Lagt fram.
Bæjarráð vísar niðurstöðu Reykjavíkur til ÍTS til skoðunar og óskar eftir að Íþróttafélagið Grótta verði upplýst um niðurstöðu borgarinnar.
-
Málsnúmer 2015100090.
Erindisbréf nefndar um stefnumörkun í ferðaþjónustu.
Bæjarstjóri lagði fram erindisbréf og var óskað eftir tilnefningum í starfshópinn:
-
Málsnúmer 2015100091.
Félag eldri borgara á Seltjarnarnesi.
Bréf FEBSEL dags. 01.10.2015, beiðni um styrk
Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.
-
Málsnúmer 2015100078.
Bréf SSH varðandi fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar 2016, dags. 16.10.2015.
Samþykkt, og vísar bréfinu til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.
-
Málsnúmer 2012060086.
Bráðabirgða starfseining við Leikskóla Seltjarnarness.
Mál.nr. 2012060086
Heiti máls: Suðurströnd 1 Mánabrekka ný bráðabirgða starfseining fyrirspurn
Fræðslustjóri kynnti málið.Bæjarstjóri gerði grein fyrir bráðabirgða starfseiningu við Leikskóla Seltjarnarness að fjárhæð kr. 4.700.000.-.
Bæjarstjóri leggur til að millifært verði af verklið 48-240 stofnæðar yfir á eignasjóð 32-105 málaflokk. Hér er ekki um aukafjárveitingu að ræða heldur millifært innan fjárfestinga fyrir árið 2015, fjármálastjóra falið að útbúa viðauka til staðfestingar á næsta bæjarstjórnarfundi.
Samþykkt samhljóða.
-
Málsnúmer 2015090087.
Samningur um markaðssamstarf, viðburði og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu.
Drög að samningi lagður fram sveitarfélögin innan SSH geri með sér svofelldan samstarfssamning um markaðssamstarf, viðburði og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarráði samþykkir samninginn og tilnefndir Soffíu Karlsdóttur sem tengilið við verkefnið.
-
Málsnúmer 2015090180
Fjárhagsálætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2016 (2017-2019) og álagning gjalda.
Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri gerði grein fyrir tillögu að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2016 og árin 2017 - 2019, ásamt forsendum og framkvæmdayfiliti.
Niðurstöður rekstrarreiknings fyrir A og B hluta samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2016 eru:
Heildartekjur 2.492.412 þkr.
Rekstrarniðurstaða 16.108 þkr.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar til fyrri umræðu i bæjarstjórn samkvæmt 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. einnig 2. mgr. 40. gr. um stjórn Seltjarnarnesbæjar nr. 773/2013.Lögð fram drög að tillögu að álagningu útsvars og fasteignagjalda á árinu 2016.
Forsendur við gerð fjárhagsáætlunar 2016 Tekjur: Útsvar: Álagningarhlutfall 13,70% - óbreytt Fasteignagjöld: óbreytt Fasteignaskattur, A-hluti – íbúðarhúsnæði, álagningarhlutfall 0,20%, af fasteignamati. Fasteignaskattur, B-hluti – opinbert húsnæði, álagningarhlutfall 1,32% af fasteignamati. Fasteignaskattur, C-hluti – atvinnuhúsn. og óbyggt land, álagningarhl.1,1875% af fasteignamati. Lóðarleiga: A-hluta verður 0,40% og B-hluta 1,75% af fasteignamati lóðar. Vatnsgjald: Álagningarhlutfall 0,10% af fasteignamati. Sorpgjald: Urðunargjald kr. 15.650,- á hverja eign, sorphreinsigjald kr. 7.250,- Fráveitugjald, 0,14% af fasteignamati. Arðgreiðsla Vatnsveitu til Aðalsjóðs á árinu 2016 verður kr. 15.000.000.- og er hún tekjufærð hjá Aðalsjóði. Í ársreikningi A og B hluta er sú tekjufærsla bakfærð. Gjalddagar fasteignagjalda eru 10. Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis til eigin nota, skv. samþykktum reglum þar um. Helstu gjaldskrár hækki um 5% til að mæta verðlagsbreytingum ársins 2015. Gjöld: Laun eru hækkuð til samræmis við gildandi kjarasamninga Launanefndar sveitarfélaga við þau stéttarfélög, sem starfsmenn Seltjarnarnesbæjar taka laun samkvæmt. Íbúafjöldi: Gert ráð fyrir fjölgun íbúa um 50 á árinu 2016 Samkvæmt ákvæði 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 skal sveitarstjórn ákveða fyrir 1. desember ár hvert hvaða hundraðshluti verði lagður á tekjur manna á næsta ári.
Bæjarráð vísar tillögu um álagningu gjalda til afgreiðslu bæjarstjórnar.
-
Málsnúmer 2014030048
Yfirlit málaflokka fyrir tímabilið janúar – september 2015, fjárstreymisyfirlit.
Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri gerði grein fyrir málaflokkayfirliti fyrir tímabilið janúar – september 2015, auk fjárstreymisyfirliti. Fram kom hjá fjármálastjóra að kostnaður við fjóra málaflokka væri umfram viðmiðanir fyrir níu fyrstu mánuði ársins. Um er að ræða aðallega hækkun á launakostnaði vegna kjarasamninga.
Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 09:40