Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2, fimmtudaginn 15. október og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Undir lið nr. 2 sat Baldur Pálsson, fræðslustjóri.
Fyrir var tekið:
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2015090006.
Ársreikningur Gjafasjóðs Sigurgeirs Einarssonar.
Ársreikningur fyrir árið 2014 lagður fram.
-
Málsnúmer 2015050022.
Samningur RannUng og sveitarfélaga í Kraganum 2015-2016.
Fræðslustjóri BP upplýsti um fyrri samning við RannUng og drög að nýju verkefni milli sveitarfélaganna í Kraganum í samstarfi við RannUng fyrir árið 2015-2018.
Bæjarráð lýsti yfir ánægju sinni með þetta samstarf og samþykkir samningin til næstu 3ja ára. Fræðslustjóra falið að vinna áfram með málið.
-
Málsnúmer 2015100010.
Sorpa – Rekstraráætlun 2016-2020.
Lögð fram.
-
Málsnúmer 2015030051.
Stækkun íþróttamiðstöðvar og fimleikasalar.
Bæjarstjóri upplýsti um viðræður við Reykjavíkurborg.
-
Málsnúmer 2015060060.
Móakot og tún við Safnatröð.
Bæjarstjóri ræddi stöðu rannsókna á svæðinu.
-
Málsnúmer 2015100037.
Ágóðahlutagreiðsla EBÍ.
Lagt fram.
Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 08:15