Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Miðvikudaginn 23. september 2015 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi boðaði forföll.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri sem ritaði fundargerð í tölvu.
Undir lið nr. 7 sat Kristinn Jón Eysteinsson
Fyrir var tekið:
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2015090165.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.
Bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 16.10.2015 varðandi tímabundna breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til námsins.
Lagt fram.
-
Málsnúmer 2011090082.
Eiðistorg – anddyri að vestanverðu.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðhaldi á anddyri Eiðistorgs að vestanverðu að fjárhæð kr. 8.223.000.-.
Bæjarstjóri leggur til að millifært verði af verklið 56-240 stofnæðar yfir á eignasjóð 32-105 málaflokk. Hér er ekki um aukafjárveitingu að ræða heldur millifært innan fjárfestinga fyrir árið 2015, bæjarstjóra falið að útbúa viðauka til staðfestingar á næsta bæjarstjórnarfundi.
Samþykkt samhljóða.
-
Málsnúmer 2015090186.
Verklag varðandi persónuupplýsingar.
Bæjarráð tekur undir með bæjarstjóra að settar verði verklagsreglur um meðferð persónuupplýinga. Bæjarstjóri leggur til að Baldri Pálssyni fræðslustjóra verði falið að leiða þá vinnu ásamt Snorri Aðalsteinssyni félagsmálastjóra og Ásu Þórðardóttur skjalastjóra. Drög að verklagsreglum skulu kynnt bæjarráði fyrir í lok nóvember.
-
Málsnúmer 2015080017.
Námsleyfi skólaárið 2013-2014 endurgreiðsla.
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um leiðréttingu á námsleyfasjóðs gjaldi fyrir mánuðina mái, júní og júlí 2014.
Lagt fram.
-
Málsnúmer 2015090007.
Árshlutasamningur Sorpu janúar – júní 2015.
Lagt fram.
-
Málsnúmer 2015090180.
Opnunartími sundlaugar yfir vetrarmánuði.
Bæjarráð samþykkir að opnunartími sundlaugar verði yfir vetramánuðina frá 1. október 2015 til 31. maí 2016 sem hér segir:
mánudaga til föstudaga kl. 06:30-21:00 og laugardaga og sunnudaga kl. 08:00-18:00
-
Málsnúmer 2012100007.
Hjólastígar á Höfuðborgarsvæðinu.
Kristinn Jón Eysteinsson tækni- og skipulagsfræðingur Reykjavíkurborgar kynnti Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2015-2020. Bæjarráð þakkar Kristni fyrir góða kynningu.
Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 16:35