Fara í efni

Bæjarráð

04. júní 2015

Bæjarráð fundur nr. 14

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

fimmtudaginn 4. júní, 2015 og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu. Snorri Aðalsteinsson, félagsmálastjóri sat fund undir lið 2, Baldur Pálsson, fræðslustjóri sat undir lið 3, og Steinunn Árnadóttir sat undir lið 4.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2014120032.

    Mat á núverandi stjórnskipulagi byggingafulltrúa.

    Arnar Jónsson fór yfir úttekt á stjórnun og stjórnskipulagi byggingafulltrúa á fundi nefndarinnar 28. maí sl. Markmið verkefnisins voru eftirfarandi:

    • Að vinna með stjórnendum Seltjarnarnesbæjar að greiningu og mati á núverandi verkefnum Umhverfissviðs, verkaskiptingu forgangsröðun verkefna.

    • Að kanna hvort og þá hvernig væri unnt að ná fram hagræðingu og auka skilvirkni í framkvæmd verkefna sviðsins.

    • Að vinna tillögu að nýju stjórnskipulagi sviðsins.

    • Að móta á grunni greiningar úrbótaáætlun sem lýsir nýju og breyttu stjórnskipulagi sviðsins.

    • Að skoða verkaskiptingu aðila og forgangsröðun verkefna til samræmis við áherslur sveitarfélagsins.

    Eftirfarandi tillögur eru gerðar að breytingum á stjórnskipulagi byggingafulltrúa Seltjarnarnesbæjar sem hafa það að leiðarljósi að efla starfsemina og styrkja form og virkni miðlægrar þjónustu og einfalda skipan verkefna.

    Lagt er til að nafni sviðsins verði breytt í Umhverfissvið. Sviðinu verði falið að samþætta vinnu eignasjóðs á sviði viðhalds og rekstur fasteigna, viðhaldi og rekstri veitna og annarra framkvæmda innan bæjarins. Lagt er til að stjórnandi sviðsins nefnist áfram sviðstjóri og öðrum starfsmönnum sviðsins verði settar hlutverka- og starfslýsingar sem feli í sér lýsingu á starfsemi sviðsins. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að útbúa nýjar starfslýsingar fyrir sviðið, að öllum ákvæðum um fasta yfirvinnu í ráðningasamningum verði sagt upp og fastlaunasamningar í heild sinni verði sagt upp Bæjarráð samþykkir ofangreint og tillögu Capacent í heild og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

  2. Málsnúmer 2014120024.

    Samstarfsyfirlýsing um mál er varða heimilisofbeldi og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

    Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu og málið rætt. Bæjarráð óskar eftir að málinu verði fylgt eftir og kynnt fyrir ráðinu þegar samstarfsaðili liggur fyrir.

  3. Málsnúmer 2015050354.

    Samþykkt stjórnar SSH vegna kjarasamninga grunnskólakennara.

    Baldur Pálsson fræðslustjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar SSH og felur fræðslustjóra að kynna hana fyrir stjórnendum grunnskólans.

  4. Garðsláttur fyrir eldri bæjarbúa.

    Fyrirspurn frá fundi nr. 393 hjá Fjölskyldunefnd varðandi slátt og hirðingu lóða. Steinunn Árnadóttir mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð tekur undir sjónarmið Steinunnar og sér sig ekki fært að verða við slíkri þjónustu.

  5. Málsnúmer 2015050244.
    Tilnefning í samráðshóp um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu.
    Bæjarráð samþykkir að tilnefna Gísla Hermannsson, sviðstjóra sem fulltrúa Seltjarnarnesbæjar í samráðshóp um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu.

Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 09:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?