Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
fimmtudaginn 28. maí, 2015 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson varamaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Undir lið nr. 1 sátu fundinn Arnar Jónsson frá Capacent, Steingrímur Sigurgeirsson frá Capacent og Gísli Hermannsson sviðstjóri.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2014120032.
Mat á núverandi stjórnskipulagi.
Arnar Jónsson fór yfir úttekt á stjórnun og stjórnskipulagi byggingafulltrúa. Markmið verkefnisins voru eftirfarandi:
-
Að vinna með stjórnendum Seltjarnarnesbæjar að greiningu og mati á núverandi verkefnum byggingafulltúa, verkaskiptingu forgangsröðun verkefna.
-
Að kanna hvort og þá hvernig væri unnt að ná fram hagræðingu og auka skilvirkni í framkvæmd verkefna sviðsins.
-
Að vinna tillögu að nýju stjórnskipulagi sviðsins.
-
Að móta á grunni greiningar úrbótaáætlun sem lýsir nýju og breyttu stjórnskipulagi sviðsins.
-
Að skoða verkaskiptingu aðila og forgangsröðun verkefna til samræmis við áherslur sveitarfélagsins.
Eftirfarandi tillögur eru gerðar að breytingum á stjórnskipulagi byggingafulltrúa Seltjarnarnesbæjar sem hafa það að leiðarljósi að efla starfsemina og styrkja form og virkni miðlægrar þjónustu og einfalda skipan verkefna.
Lagt er til að nafn sviðsins verði breytt í Umhverfissvið. Sviðinu verði falið að samþætta vinnu eignasjóðs á sviði viðhalds og rekstur fasteigna, viðhaldi og rekstri veitna og annarra framkvæmda innan bæjarins. Lagt er til að stjórnandi sviðsins nefnist áfram sviðstjóri og öðrum starfsmönnum sviðsins verði settar hlutverka- og starfslýsingar sem feli í sér lýsingu á starfsemi sviðsins.
Bæjarstjóra falið að undirbúa málið fyrir næsta bæjarráðsfund.
-
-
Málsnúmer 2015050234.
Bréf SSH varðandi ferðaþjónustu fatlaðs fólks - úttekt innri endurskoðunar, dags. 18.05.2015.
Lagt fram bréf SSH ásamt skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um aðdraganda, innleiðingu og framkvæmd breytinga á sameiginlegri ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.
-
Málsnúmer 2015020046.
Áfangaskýrsla framkvæmdaráðs ferðaþjónustu fatlaðs fólks, dags. 7.5.2015.
Lögð fram áfangaskýrsla framkvæmdaráðs ferðaþjónustu fatlaðs fólks, en ráðið var skipað á eigendafundi Strætó bs., 6. mars, 2015 sl. til að fylgja eftir tillögum neyðarstjórnar.
-
Málsnúmer 2015050299.
Ályktun aðalfundar skólastjórafélags Reykjaness um kjaramál skólastjórnenda dags. 7. maí 2015.
Lögð fram.
-
Málsnúmer 2015050307.
Bréf SSH varðandi tillögu um samræmingu á gjaldskrá vegna stöðubrota, dags. 17.5.2015.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu, bæjarráð vísar bréfinu til bæjarstjóra. Bæjarráð samþykkir hækkun í samræmi við verðskrá annara sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
-
Bæjarhátíð.
Bæjarhátíð í lok ágúst 2015.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu, bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til jákvæðrar afgreiðslu.
-
Félagsstarf eldriborgara.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu, bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra í samræmi við umræður á fundinum.
-
Málsnúmer 2014120024.
Samstarfsyfirlýsing um mál er varða heimilisofbeldi og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu og málið rætt. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti yfirlýsingu embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um samstarf vegna mála er varða heimilisofbeldi og vísar málinu til bæjarstjóra til jákvæðrar afgreiðslu.
-
Málsnúmer 2015050098.
Bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11.05.2015 varðandi álagningu sorphirðu- og fráveitugjalda fasteign 206-8880.
Lagt fram og vísað til fjármálastjóra til afgreiðslu.
-
Málsnúmer 2015050022.
Bréf Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna RannUng dags. 20.4.2015 varðandi endurnýjun á samningi sveitarfélaga í Kraganum 2015-2018 um rannsóknarverkefni í leikskólum.
Bæjarráð samþykkir nýjan samning og lýsir ánægju sinni með samstarfið.
-
Málsnúmer 2015050363.
Bréf AH dags. 20.05.2015.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra í samræmi við reglur Seltjarnarnesbæjar.
-
Málsnúmer 2015040210
Bréf stjórnar Urtagarðsins í Nesi dags. 21.04.2015, varðandi styrk.
Samþykkt kr. 30.000.-.
-
Málsnúmer 2015050264.
Bréf Leikhópsins Lottu dags. 19.05.2015, beiðni um styrk.
Bæjarráð samþykkir að leikhópurinn fái að sýna í Bakkagarði 6. júlí nk. einnig er samþykktur styrkur kr. 30.000,-.
-
Málsnúmer 2015050389.
Trimmklúbbur Seltjarnarness TKS 30 ára.
Bæjarráð samþykkir að veita TKS við þessi tímamót styrk að fjárhæð kr. 100.000.-.
-
Málsnúmer 2015050388.
Heimsmeistari í bekkpressu 22. maí 2015.
Bæjarráð samþykkir að veita Fanney Hauksdóttur heimsmetshafa í bekkpressu styrk að fjárhæð kr. 100.000.-
.
Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 09:34