Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
fimmtudaginn 12. febrúar 2015 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sátu fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Soffía Karlsdóttir sat fundinn undir lið nr. 6.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2015020030.
Erindi Sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju dags. 02.12.2014, lagt fram.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir árið 2015.
-
Málsnúmer 2015010067.
Fulltrúaráð Eirar ses.
Bæjarráð tilnefnir eftirfarandi aðila í fulltrúaráð Eirar ses.
Aðalmenn: Jónína Þóra Einarsdóttir, Jóhanna Runólfsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir, varamenn: Ásta Sigvaldadóttir, Sigríður Sigmarsdóttir og Hrafnhildur Stefánsdóttir.
-
Málsnúmer 2015020015.
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 05.02.2015 varðandi siðareglur sveitarfélaga og landshlutasamtaka.
Bæjarstjóri leggur til að reglur sem Seltjarnarnesbær samþykkti árið 2010 verði endurskoðaðar og við þá endurskoðun verði stuðst við fræðslurit sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur nú gefið út. Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og felur Baldri Pálssyni sviðstjóra að skoða núverandi reglur m.v. útefið fræðslurit.
-
Málsnúmer 2015020016.
Bréf Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra dags. 20.01.2015 varðandi málefni ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.
Lagt fram.
-
Málsnúmer 2015010053.
Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu SSH dags. 21.01.2014 varðandi sameiginlegar bakvaktir barnaverndar.
Bæjarráð samþykkir að samningur sveitarfélaganna um sameiginlega bakvakt barnaverndar sem rann út 1. janúar 2015 verði framlengdur um tvö ár.
-
Málsnúmer 2014050016.
Bókasafn Seltjarnarness- unglingadeild.
Soffía Karlsdóttir, sviðstjóri menningar- og samskiptasviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir erindi sínu varðandi stofnun unglingadeildar við Bókasafn Seltjarnarness. Bæjarráð samþykkir að veita kr. 2.000.000.- til verkefnisins. og samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 2.000.000.- samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
-
Málsnúmer 2015020021.
Bréf Yrkjusjóðs Skógræktarfélags Íslands, dags. 04.02.2015 varðandi beiðni um styrk.
Bæjarráð samþykkir kr. 50.000.-.
Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 08:30