Bæjarráð fundur nr. 5
Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
föstudaginn 31. október 2014 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Guðmundur Magnússon formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2014030048.
Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2015 - 2018.
Bæjarstjóri Ásgerður Halldórsson og Fjármálastjóri Gunnar Lúðvíksson gerði grein fyrir tillögu að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2015 og árin 2016 - 2018.
Niðurstöður rekstrarreiknings fyrir A og B hluta samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2015 eru:
Heildartekjur 2.365.005 þkr.
Rekstrarniðurstaða 10.547 þkr.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar til fyrri umræðu í bæjarstjórn á 801. fundi bæjarstjórnar 12. nóvember 2014, samkvæmt 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. einnig 1. mgr. 66. gr. um stjórn Seltjarnarnesbæjar nr. 831/2013.
-
Málsnúmer 2014100068.
Reglur um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.
Rétt til lækkunar og niðurfellingar fasteignaskatts eiga ellilífeyrisþegar og öryrkjar sem úrskurðaðir eru með 75% örorku eða meira.
Veittur er afsláttur í þrepum frá 1% - 100% eftir tekjum viðkomandi. Bæjarráð ákvarðar tekjuviðmið fyrir einhleypa og hjón/sambýlisfólk í janúar ár hvert. Við ákvörðun um viðmiðunartölur er tekið mið af viðmiðunartölum síðasta árs og verðlags- og vísitölubreytingum á nýliðnu ári. Lækkun fasteignaskatts er reiknuð sjálfkrafa í samvinnu við Fasteignamat ríkisins og Ríkisskattstjóra.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu að viðmiðunartekjum.
Bæjarráð samþykkir með stoð í 4.mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 að fella niður/lækka fasteignaskatt hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum af eigin íbúð árið 2015 verði svohljóðandi:
Hjá einstaklingum með tekjur allt að kr. 4.350.000.- verði 100% niðurfelling á fasteignaskatti. Niðurfellingin lækki hlutfallslega með hækkandi tekjum og falli niður ef tekjur fara yfir kr. 4.647.000.-
Hjá hjónum/sambýlingum með tekjur allt að kr. 5.550.000.- verði 100% niðurfelling á fasteignaskatti. Niðurfelling lækki hlutfallslega með hækkandi tekjum og falli niður ef tekjur fara yfir kr. 6.738.000.-
Samþykkt samhljóða og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 13:34