Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
fimmtudaginn 6. nóvember 2014 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Guðmundur Magnússon formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu. Undir lið 5 og 6 sat bæjarfulltrúi Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2014110007.
Fjárhagsáætlun SSH svæðisskipulags fyrir árið 2015.
Fjárhagsáætlun vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2015, hlutur bæjarins er áætlaður kr. 339.000.-.
Bæjarráð samþykkir áætlun og vísar henni til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
-
Málsnúmer 2014100063.
Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2014.
Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dags. 24.10.2014, varðandi ágóðahlutagreiðsla ársins 2014 að fjárhæð kr. 778.000.- lagt fram.
-
Málsnúmer 2014110001.
Rekstraráætlun Sorpu 2015-2019.
Rekstraráætlun Sorpu bs. 2015-2019 lögð fram hlutur bæjarins er 2,10%.
Bæjarráð samþykkir áætlun og vísar henni til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
-
Málsnúmer 2014100049.
Kirkjugarðar Reykjavíkur.
Fjárhagsáætlun KGRP vegna sameiginlegra verkefna með sveitarfélögum hlutur Seltjarnarness kr. 300.000.-.
Bæjarráð samþykkir áætlun og vísar henni til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
-
Kynning á skýrslu Mannvits um Flex þjónustu hjá Strætó bs.
Einar Kristjánsson, sviðsstjóri skipulags- og þróunarsviðs hjá Strætó mætti á fund bæjarráðs og kynnti Flex þjónustu sem Strætó bs. lét Mannvit vinna fyrir sig á síðastliðnu ári. Bæjarráð þakkar greinargóða yfirferð yfir verkefnið.
-
Tónlistarskóli Seltjarnarness.
Skólastjóri og fulltrúar kennara mættu á fund bæjarráðs, fóru yfir stöðu samningaviðræðna og útskýrðu kröfugerð Félags tónlistarskólakennara fyrir fulltrúum ráðsins.
Bæjarráð hefur miklar áhyggjur af stöðu mála og áhrifum verkfalls á tónlistarnám og hugsanlega á framtíð skólans, ef brottfall verður úr nemendahópnum. Bæjarráð telur mikilvægt að tónlistarkennarar njóti kjara í samræmi við menntun þeirra og til jafns við umsamin kjör leik- og grunnskólakennara. Mikilvægt er að samningar náist sem fyrst og tillit sé tekið til þess að starfsemi og þróun tónlistarskóla geti haldið áfram í tengslum við nærumhverfi sitt.
Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 09:23