Fara í efni

Bæjarráð

06. nóvember 2014

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

fimmtudaginn 6. nóvember 2014 og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Guðmundur Magnússon formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu. Undir lið 5 og 6 sat bæjarfulltrúi Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2014110007.

    Fjárhagsáætlun SSH svæðisskipulags fyrir árið 2015.

    Fjárhagsáætlun vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2015, hlutur bæjarins er áætlaður kr. 339.000.-.

    Bæjarráð samþykkir áætlun og vísar henni til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

  2. Málsnúmer 2014100063.

    Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2014.

    Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dags. 24.10.2014, varðandi ágóðahlutagreiðsla ársins 2014 að fjárhæð kr. 778.000.- lagt fram.

  3. Málsnúmer 2014110001.

    Rekstraráætlun Sorpu 2015-2019.

    Rekstraráætlun Sorpu bs. 2015-2019 lögð fram hlutur bæjarins er 2,10%.

    Bæjarráð samþykkir áætlun og vísar henni til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

  4. Málsnúmer 2014100049.

    Kirkjugarðar Reykjavíkur.

    Fjárhagsáætlun KGRP vegna sameiginlegra verkefna með sveitarfélögum hlutur Seltjarnarness kr. 300.000.-.

    Bæjarráð samþykkir áætlun og vísar henni til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

  5. Kynning á skýrslu Mannvits um Flex þjónustu hjá Strætó bs.

    Einar Kristjánsson, sviðsstjóri skipulags- og þróunarsviðs hjá Strætó mætti á fund bæjarráðs og kynnti Flex þjónustu sem Strætó bs. lét Mannvit vinna fyrir sig á síðastliðnu ári. Bæjarráð þakkar greinargóða yfirferð yfir verkefnið.

  6. Tónlistarskóli Seltjarnarness.

    Skólastjóri og fulltrúar kennara mættu á fund bæjarráðs, fóru yfir stöðu samningaviðræðna og útskýrðu kröfugerð Félags tónlistarskólakennara fyrir fulltrúum ráðsins.

    Bæjarráð hefur miklar áhyggjur af stöðu mála og áhrifum verkfalls á tónlistarnám og hugsanlega á framtíð skólans, ef brottfall verður úr nemendahópnum. Bæjarráð telur mikilvægt að tónlistarkennarar njóti kjara í samræmi við menntun þeirra og til jafns við umsamin kjör leik- og grunnskólakennara. Mikilvægt er að samningar náist sem fyrst og tillit sé tekið til þess að starfsemi og þróun tónlistarskóla geti haldið áfram í tengslum við nærumhverfi sitt.

    Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 09:23

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?