Bæjarráð fundur nr. 3
Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2, föstudaginn 12. september 2014 og hófst hann kl. 8:00
Fundinn sátu: Guðmundur Magnússon formaður, Ásgerður Halldórsdóttir aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Undir lið 1 sat fundinn Einar Bárðarson, Davíð Samúelsson, Páll Guðjónsson og Soffía Karlsdóttir sviðstjóri.
Undir lið 2 sat fundinn Kristján Jónsson
Undir lið 6 sat fundinn Baldur Pálsson fræðslustjóri.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2014090019.
Kynning á vörumerkinu Reykjavík Loves.
Soffía Karlsdóttir sviðstjóri kynnti verkefnið ,,Reykjavík Loves“ sem Einar Þór Bárðarson framkvæmdastjóra Visist Reykjavík stýrir ásamt Davíð Samúelssyni og Páli Guðjónssyni framkvæmdastjóra SSH. Einar Þór og Davíð fóru yfir þróun verkefnisins og stöðuna í dag. Bæjarráð þakkar þeim fyrir góða kynningu og felur sviðsstjóra Soffíu Karlsdóttur að vinna áfram með málið.
-
Málsnúmer 2014090047.
Hið íslenska Norðurljósafélag.
Kristján Jónsson, kom og kynnti áform félagsins og óskir þess gagnvart Seltjarnarnesbæ. Bæjarráð felur fjármálastjóra að skoða málið.
-
Málsnúmer 2014090046.
Eiðistorg 15.
Bréf SG dags.9.9.2014 varðandi fasteignina Eiðistorg 15, Seltjarnarnesi. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
-
Málsnúmer 2014090044.
Listahátíðarnefnd Seltjarnarneskirkju.
Bréf Listahátíðarnefndar Seltjarnarneskirkju dags. 9.9.2014 sækir um framlag til listahátíðar kirkjunnar í tilefni af 40 ára afmæli sóknarinnar. Bæjarráð samþykkir kr. 500.000.-.
-
Málsnúmer 2014090022.
Tónlistarskóli Seltjarnarness 40 ára.
Bréf Tónlistarskóla Seltjarnarness dags. 4.9.2014 varðandi styrk vegna 40 ára afmælishátíðar skólans nú í nóvember. Bæjarráð samþykkir kr. 200.000.-.
-
Málsnúmer 2014010036.
Umsókn um sérfræðiaðstoð í Leikskóla Seltjarnarness.
Bréf fræðslustjóra dags. 12. ágúst 2014, varðandi beiðni um stuðning við börn í Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2014-2015. Samþykkt.
-
Málsnúmer 2014090018.
Árshlutauppgjör Sorpu 2014.
Árshlutauppgjör Sorpu janúar til júní 2014 lagt fram.
-
Málsnúmer 2013060013.
Bréf SSH varðandi svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, dags. 26.08.2014.
Bæjarráð vísar bréfinu til umfjöllunar skipulags- og umferðarnefndar.
-
Málsnúmer 2014080028.
Þjónustustefna bæjarins.
Bæjarstjóri kynnti þá vinnu sem Baldur Pálsson fræðslustjóri hélt utan um. Baldur upplýsti hvernig samantektin hefði verið unnin og leggur til að núverandi fjölskyldustefna bæjarins felld úr gildi og við taki núverandi þjónustustefna. Bæjarráð felur fræðslustjóra að skoða þær ábendingar sem fram komu hjá nefndarmönnum.
-
Málsnúmer 2014030048.
Fjárhagsáætlun Seltjarnarness fyrir árið 2015.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir forsendum fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2015. Gert er ráð fyrir að fjárhagsáætlun verði lögð fram við fyrri umræðu 29. október 2014 og til afgreiðslu við síðari umræðu 12. nóvember 2014.
Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 10:10