Fara í efni

Bæjarráð

27. júní 2014

Bæjarráð fundur nr. 1

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2, föstudaginn 27. júní 2014 og hófst hann kl. 8:00

Fundinn sátu: Guðmundur Magnússon formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið 1 sat Þórður Ó. Búason fundinn.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 20130065.
    Nesvegur 103, 105 og 107.
    ÞÓB gerði grein fyrir málinu og málið rætt.

  2. Málsnúmer 2014040040.

    Laun fyrir störf í bæjarstjórn.

    Frestað frá síðasta fundi, ÁE ræddi launakjör bæjarstjórnar og formanna nefnda. Bæjarstjóri lagði fram samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um launakjör bæjar- og sveitarfulltrúa. Bæjarráð sér ekki ástæðu m.v. þær upplýsingar sem fram koma í samantekt frá sambandinu um launakjör bæjarfulltrúa að gera breytingar á núverandi kjörum.

  3. Málsnúmer 2014030055.

    Tillaga Neslistann hvernig ráðstafa eigi sölutekjum af sölu lóðar nr. 1-7 við Hrólfsskálamel.

    Frestað frá síðasta fundi. Tillagan rædd, bæjarráð ákveðið að vísa henni til skoðunar við fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Bæjarstjóri upplýsti um fundi sem hún hefur átt við ÍTR í Reykjavík varðandi stækkun íþróttamiðstöðvar. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.

  4. Málsnúmer 2014060034.

    Bréf Þjóðskrár Íslands varðandi fasteignamat 2015, dags. 13.06.14.

    Lagðar fram og kynntar upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands um fasteignamat 2015 sem gilda mun við álagningu fasteignagjalda á árinu 2015.

  5. Málsnúmer 2014030048.

    Bréf innanríkisráðuneytis varðanda viðauka við fjárhagsáætlanir sbr. ný sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 dags. 18.06.2014.

    Lagt fram og vísað til fjármálastjóra.

  6. Málsnúmer 2014060024.

    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi úthlutun úr Námsgagnasjóði dags. 10.06.2014.

    Lagt fram.

  7. Málsnúmer 2013090055.

    Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga varðandi framlög vegna nýbúafræðslu 2014, dags. 12.06.14.

    Í bréfinu kemur fram að framlag Jöfnunarsjóðs til nýbúafræðslu á árinu 2014 nemur kr. 5.280.000,-

  8. Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi samkomulag um talmeinaþjónustu milli ríkis og sveitarfélaga, dags 16.05.2014.

    Lagt fram samkomulag velferðarráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinaþjónustu við börn með framburðarfrávik, málþroskafrávik og stam.

  9. Málsnúmer 2013120064.

    Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytið varðanda niðurstöður úttektar á Leikskóla Seltjarnarness dags. 14.05..2014.

    Lagt fram.

  10. Málsnúmer 2013020064.

    Ráðgjafarsamningur vegna Hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi.

    Bæjarstjóri kynnti drög að samningi varðandi ráðgjafarþjónustu vegna uppbyggingar hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi á grundvelli tillögu, nefnd 50895, sem hlutskörpust varð í hönnunarsamkeppni um verkefnið á sínum tíma. Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að skrifa undir samninginn og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

  11. Málsnúmer 2013040049.

    Lagt fram bréf sviðstjóra umhverfissviðs um þar sem farið er fram á fjárveitingu til að klára gangstéttarframkvæmdir við Lindarbraut og Sævargarða, dags. 10.06.14.

    Bæjarráð samþykkir kostnaðaráætlun vegna gangstéttarframkvæmda og felur fjármálastjóra að útbúa viðauka í samræmi við það.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 19.200.000,- samkvæmt 1. Málsl. 2 mgr. 63 gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

  12. Málsnúmer 2014050015.

    Kaup á húsnæði við Skólabraut 3.

    Fjármálstjóri gerði grein fyrir hugmyndum um kaup á húsnæði fyrir félagslega íbúðarkerfið. Bæjarráð samþykkir framlag í félagslega íbúðarkerfið hjá bænum að fjárhæð kr. 26. mkr. bæjarstjóra falið að ganga frá samningi á íbúð nr.02.07 og felur fjármálastjóra að útbúa viðauka í samræmi við það.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 26.000.000,- samkvæmt 1. Málsl. 2 mgr. 63 gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

  13. Málsnúmer 2014060031.

    Bréf Stólpa ehf. varðandi þátttöku í kostnaði við lóðafrágang við Hrólfsskálamel 10-18 dags. 23.06.14.

    Bæjarráð sér sig ekki unnt að verða við erindinu.

  14. Málsnúmer 2014050014.

    Bréf J.J. varðandi Gjafasjóð Sigurgeirs Einarssonar, dags. 24.05.14.

    Lagt fram, bæjarstjóri upplýsti að búið væri að fara yfir þau atriði sem spurt var um og ársreikningur fyrir árið 2013 verið samþykktur af stjórn.

  15. Málsnúmer 2014060029.

    Ársreikningur Gjafasjóðs Sigurgeirs Einarssonar 2012-2013.

    Lagðir fram.

  16. Málsnúmer 2014060018.

    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi kosningu fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga kjörtímabilið 2014-2018, dags. 06.06.14.

    Kjörbréf lagt fram sem sent hefur verið sambandinu.

  17. Málsnúmer 2014060033.

    Bréf Hróksins varðandi styrk vegna barna- og ungmennastarfs á Grænlandi og Íslandi, dags. 11.06.14.

    Bæjarráð samþykkir 25.000.- styrk.

  18. Málsnúmer 2014050021.

    Bréf Leikhópsins Lottu varðandi styrk vegna uppfærslu á leiksýningu í Bakkagarði fyrir leikskólabörn dags. 19.05.14.

    Bæjarráð samþykkir 30.000.- styrk.

  19. Fjárstreymisyfirlit janúar – maí 2014.

    Fjármálastjóri gerði grein fyrir fjárstreymisyfirliti fyrir janúar – maí 2014 og samanburð við fyrra ár.

    Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 08:49

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?