Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Svana Helen Björnsdóttir og Sigurþóra Bergsdóttir. Gestur fundarins er Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, formaður skólanefndar.
Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.
Dagskrá:
1. 2025040064 – Hagræðingartillögur apríl 2025
Tillögur - Sundlaug
Bæjarráð samþykkir tillögu um styttingu opnunartíma í Sundlaug Seltjarnarness.
Tillögur frá Fjölskyldusviði
Baldur Pálsson kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögur sem liggja fyrir frá sviðstjóra Fjölskyldusviðs með breytingum.
Tillögur frá Þjónustu- og samskiptasviði
Bæjarráð samþykkir tillögu um styttingu opnunartíma Bókasafns Seltjarnarness og felur sviðsstjóra að vinna aðrar tillögur áfram.
Bókun frá fulltrúa Samfylkingar og óháðra:
Fulltrúi Samfylkingar og óháðra í bæjarráði samþykkir með trega framlagðar sparnaðartillögur.
Vegna viðvarandi hallareksturs A sjóðs og miðað við aukinn kostnað á árinu er óumflýjanlegt að grípa til aðhaldsaðgerða. Ég fagna því að tillögur voru unnar í samráði við stjórnendur stofnana en legg áherslu á að þessar tillögur fela í sér skerðingu í þjónustu við bæjarbúa sem er miður.
Fundi slitið: 10.11